Vera - 01.08.2003, Blaðsíða 63

Vera - 01.08.2003, Blaðsíða 63
Þann 23. júní sóttu nokkrir meðlimir Ofbeldisvarnarhópsins málþing á vegum Stígamóta og Evrópusamtakanna ENATW sem bar yfirskriftina „Combating trafficking in woman for prosti- tution and other forms of sexual exploitation - Best pratices at European level." Þarna töluðu fulltrúar frá hinum ýmsu Evrópulöndum og lýstu hvernig vandamálið „verslun með konur" birtist í þeirra heimalandi. Þessi glæpastarfsemi þrífst í skjóli klámiðnaðarins sem er svo meðtekinn og viðurkenndur í okkar samfélagi. Ekkert lát virðist á eftirspurninni eftir líkömum kvenna og virðist skortur á konum til að gefa sig klám- iðnaðinum í tilteknu landi ein- faldlega bættur upp með því að flytja konur sem búa við bágar aðstæður og hafa ekki annað val á millli landa. Konum þessum er stundum hreinlega rænt og þær seldar til „velstæðari" landa, sumar eru plataðar með gylli- boðum um nýtt og betra líf og enn aðrar vita að þær þurfa að dansa naktar og jafnvel selja sig en engin þeirra hefur hugmynd um það sem í raun og veru bíður þeirra. Einn af sænsku gestunum, Gunilla Ekberg, fræddi okkur um vændis- iöggjöfina i Sviþjóð sem kveður á um að kaupendur vændis séu refsiverðir sem og þeir sem hafa milligöngu um sölu á vændi en þær konur sem stundi vændi séu fórnarlömb slæmra aðstæðna og skuli fá þá hjálp sem þær þurfa að fá. Þessi löggjöf hefur reynst mjög vel og hefur vændi og mansal farið minnkandi í Svíþjóð. Með þessari löggjöf sendir sænski löggjafinn ákveðin skilaboð sem eru mikilvæg og ræðst um leið að rót vandans. Vandinn er sá að sumir karlmenn líta á það sem sinn sjálfskipaða rétt að geta keypt sér aðra manneskju og farið rneð hana að vild gegn greiðslu án þess að þurfa að sýna henni þá virðingu sem allar manneskjur eiga rétt á. Mansal og vændi blómstra á „strippklúbbum" um alla Evrópu. Samkvæmttölfræðinni, upplýsingum sem borist hafa frá ýmsum löndum í Austur-Evrópu og samningum nektardansmeyja sem borist hafa Stígamótum, bendir allt til þess að þetta vandamál eigi sér líka stað á okkar litla islandi. I kjölfar ráð- stefnunnar langaði okkur til að fá þá sem líta á klámiðnaðinn sem sjálf- sagðan til að hugsa um sinn þátt i því að skapa hina óseðjandi eftirspurn. Við létum útbúa barmmerki sem á stóð „Ég kaupi konur." Við ákváðum að standa fyrir utan Goldfinger [ Kópavogi og selja merkin og reyna þannig að fá þá sem skunda þarna inn til þess að hugsa og jafnvel ræða málin við þær sem væru færar um málefnalega umræðu. En afhverju Hrafnhildur Goldfinger? Af því að það er eini Hjaltadóttir staðurinn á Reykjavíkursvæðinu þar sem einkadans er enn leyfður og það er vitað að vændi þrífst í skjóli einkadansins. Vændi erofbeldi Laugardagskvöldið 28. júní hittumst við klukkan 22.00 fyrir utan Goldfinger í Kópavogi, klæddar í bleika boli sem á stóð „Vændi er ofbeldi" eða „Manneskja ekki markaðsvara". Það var ekki laust við að við værum aðeins taugaóstyrkar enda vissum við ekkert hvaða viðbrögð við myndum fá. Fyrsti kúnninn mætti á staðinn og honum var boðið merki til sölu. Flann vildi endilega kaupa en hætti svo við þegar hann sá hvað stóð á merkinu. Flann vildi ekki viðurkenna að hann ætti nokkurn þátt í því að kaupa konur, hann sæti bara og drykki kaffi og reykti og horfði á stelpurnar dansa. Sumir keyptu merki og skömmuðust sín ekket fyrir að kaupa konur, fannst það bara sjálfsagt mál í VANDINN ER SÁ AÐ SUMIR KARLMENN LÍTA Á ÞAO SEM SINN SJÁLFSKIPAÐA RÉTT AÐ 6ETA KEYPT SÉR AÐRA MANNESKJU 0G FARIÐ MEÐ HANA AÐ VILD GEGN GREIÐSLU ÁN ÞESS AÐ ÞURFA AÐ SÝNA HENNI ÞÁ VIRÐINGU SEM ALLAR MANNESKJUR EIGA RÉTT Á vera / 4. tbl. / 2003 / 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.