Vera - 01.08.2003, Blaðsíða 66
Jóhanna Helga Halldórsdóttir
/ ÚR DAGBÓK KÚABÓNDA
A Hawaii
umla ég hálfsofandi þar sem ég ligg í hengirúminu og læt sólina baka mig.
Pálmatrén varpa þægilegum skugga í steikjandi hitanum, ég er svo sveitt við að gera ekkert
að bikiníið er orðið þvalt, óþægilegt og límist við mig. Var búin að gleyma hvað það getur
orðið heitt á Hawaii. Þegar ég strita við að lyfta augnlokunum blasa við hvítar strendur og
kóngablár sjórinn með seglbátum og brimbrettum, guð hvernig getur fólkið hreyft sig í
dag, spyr ég sjálfa mig. Dásamlegi þjónninn minn sem fylgist með hverri hreyfingu, ef hægt
er að kalla upplyftingu augnloka hreyfingu, kemur með svaladrykk. Hjálpar mér með rörið
og hverfur af vettvangi þegar ég vil ekki meiri sólarolíu. Hann er búinn að bera tvisvar á
mig í dag og það er rétt rúmlega hádegi núna. Svaladrykkurinn er á bragðið eins og Hawaii,
ávextir, áfengi, sjór og sól. Og ást og blóm.
Alveg eins og Hawaai, maður tímir ekki að fara þangað því
maður vill aldrei fara þurt aftur, ég tími heldur ekki að
drekka þennan svaladrykk því þá klárast hann. Geri það
samt því annars verður hann heitur og áfengið gufar upp.
Sný mér svo við í hengirúminu, verð auðvitað að fá jafnan
lit þótt ég sé orðin dökkbrún. Ligg á maganum, ákveð svo
í rólegheitum að reyna að ganga eitthvert í dag, veit ekki
hvert, enda er heilinn búinn að hægja á sér í hitanum og
hefur ekkert viðbragð. Þjónninn mælir með strand-
lengjunni í skugga trjánna og setur niður í picnic-tösku á
meðan ég fer í eins kalda sturtu og ég get. Hressist aðeins
við það. Meðan ég klæði mig í vítt blóma „húla" pils og
topp, hugsa ég um hvað það sé mikið puð að vera á
Hawaii í heila viku, mikla fyrir mér gönguna og lofa
þjóninn trúfasta í huga mér sem sér um þessi sumarhús og
gjörsamlega dekrar við gestina. Þrífur, eldar eða nær í mat,
gerir allt sem við viljum og helst meira. Ég held að hann
sofi ekki. Eða eigi tvífara sem vinnur á nóttunni við að fylla
frystinn af ísmolum, hreinsa upp flöskur, glös og
öskubakka eftir okkur.
Það er allt hreint og glansandi þegar við vöknum undir
hádegi, komin hrein handklæði, búið að þvo fötin okkar
og blanda þessa dásamlegu svalandi Hawaii-áfengis-
drykki. Hann gefur mér eld með gull zippo og við göngum
af stað eftir stígnum. Mér finnst svo þægilegt að hann skuli
ekki reyna að spjalla við mig, bara vera nálægur. Hin úr
hópnum fóru í verslunarferð og ég er fegin því, mér er
farið að leiðast að halda hópinn með þeim, langar að hitta
nýtt fólk sem ég þekki ekki. Hef aldrei séð. Hvítu
sandalarnir mínir virka framandi á þessum kaffibrúnu
fótum, hárið leikur um háls og bak og ég nýt göngunnar.
Við breiðum úr picnic-dúknum undir risastóru pálmatré,
sem er eins og ýkt útgáfa af einu þannig sem ég á heima í
potti á (slandi. Liggjum í sólbaði fram á kvöld, hann hlær
þegar hann sér að ég er orðin brúnni en hann, höldum
áfram og öndum að okkur Hawaii-lykt og hljóðum. Endum
á því að ramba á varðeld á ströndinni með glöðu fólki
umhverfis. Syngjandi og dansandi. Þetta er fólk sem ég
þekki ekki og hef aldrei séð, þannig að ég smell inn í
hópinn og þarfekki að leika neitt af hlutverkunum mínum
eða annarra. Dansa bara og syng í blómapilsinu með
svaladrykk...
...rumska hálfsofandi....ummm......hefði ekki átt að
drekka svona marga drykki í gær....trúi þessu ekki, ég hef
sofnað í fötunum, mjólkurbíllinn kominn og ég verð ekki
búin að mjólka fyrren á hádegi efég kem mérekki strax úr
rúminu. Æi hausinn.....
Með bestu sumarsólarkveðju, Jóhanna.
66 / 4. tbl. / 2003 / vera