Vera - 01.08.2003, Page 68
/ BRÍET, FÉLAG UNGRA FEMÍNISTA
Á næstu bríetarsíðum Veru
munu birtast greinar frá
bríetum í útlöndum. Bryn-
hildur Heiðars- og Ómars-
dóttir, sem er við nám í
Columbia University í New
York, ríður á vaðið. í næsta
blaði eigum við von á
skrifum frá bríetum á
Norðurlöndum.
Sarah Jones rappar um kvenréttindi
»Þann 20. október 1999 sendi KBOO útvarpsstöðin í Portland, Oregon út sinn vikulega þátt um
hipp-hopp. Á lagalista kvöldsins var meðal annars lag DJ Vadims og Söru Jones Your Revolution.
Skömmu seinna barst bandarísku fjarskiptastofnuninni (Federal Communications Commission)
kvörtun yfir því að KBOO hefði útvarpað ósiðsamlegum texta og sendi nafnlausi ákærandinn segul-
bandsspólu með upptöku af þættinum. Tveimur árum seinna úrskurðaði stofnunin að KBOO hefði
brotið á fjarskiptalögum og sektaði útvarpsstöðina.
4-
Þessi stutta frásögn virðist ef til vill ekki ýkja merkileg þar
sem Bandaríkjamenn eru alræmdir fyrir almenna spé-
hræðslu og fyrir að kæra og dæma af minnsta tilefni. Það
sem vakti hins vegar almenna athygli á þessum dómi var
að lagið sem stofnunin taldi vera ósæmilegt var í raun
harðorð gagnrýni Ijóðskáldsins Söru Jones á bandaríska
rappara fyrir að vanvirða konur og fyrir að draga úr rétt-
indabaráttu svartra í Bandaríkjunum. Texti lagsins er að
miklu leyti byggður á tilvitnunum í lagatexta frægra
bandarískra rappara. Jones setur þá í nýtt samhengi í Ijóði
sínu og dregur þar með fram það kvenhatur sem felst í
mörgum þeirra. Því þótti mörgum ankannalegt að lag Jo-
nes skyldi verða skotspónn stofnunarinnar en ekki þeir
frumtextar sem hún byggði á.
Sara Jones er velþekkt leikritaskáld, Ijóðskáld, leikari og
réttindabaráttukona. Eftir stutta viðdvöl í Bryn Mawr há-
skólanum fluttist Jones til New York borgar. Eins og hún
segir sjálf: „Ég hafði engan tilgang í lifinu. Ég væflaðist um
borgina og eyddi kvöldunum i hipp-hopp partíum.
Skyndilega uppgötvaði ég að ég væri að syngja fullum
rómi lagatexta sem ég ætti alls ekki að vera að syngja. Ég,
að syngja um tíkur og hórur!"
Jones hóf eftir það að semja Ijóð og flytja þau á kaffi-
húsum borgarinnar og vann árið 1997 Nyorican Grand
Slam verðlaunin fyrir Ijóðaflutning. Þessi Ijóð urðu seinna
uppistaðan í leikriti hennar Surface Transit, sem vakti gríð-
arlega athygli fyrir að gagnrýna kynjamisrétti og stöðu
minnihlutahópa í samfélaginu.
Women Can't Wait
Bandaríski femínistinn Gloria Steinem hreifst svo af verk-
um Jones að hún kom á samstarfi milli hennar og kven-
réttindastofnunarinnar Equality Now. Að frumkvæði
stofnunarinnar samdi Jones nýtt leikrit, Women Can't
Wait, og frumflutti það árið 2000 þegar Sameinuðu þjóð-
irnar héldu sérstaka ráðstefnu til að kanna stöðu kvenna.
Leikritinu er ætlað að benda á það að þjóðríki heims hafa
ekki enn staðið við þau fögru loforð sem gerð voru á
kvennaráðstefnunni í Beijing 1995.
í Women Can't Wait fáum við að heyra einræður átta
kvenna sem eiga það sameiginlegt að búa við lög sem
brjóta á mannréttindum þeirra. Við kynnumst til dæmis
Praveen frá Indlandi sem hefur verið nauðgað í mörg ár af
eiginmanni sínum en getur ekki kært þar sem nauðgun
innan hjónabands er lögleg í Indlandi. Við kynnumst Hölu
frá Jórdaníu sem fær aldrei að sjá morðingja systur sinnar í
68 / 4. tbl. / 2003 / vera