Vera - 01.08.2003, Page 71

Vera - 01.08.2003, Page 71
/ HEILSA Samskipti, virðing og heilsa »Tækifærin til að bæta lífsgæðin eru mörg, síbreytileg og í eilífri endurnýjun. Sjald- an sést þetta betur en einmitt á haustin þegar dagblöðin eru þrútin af upplýsingum um lærdóm og leiklist, leikfimi og leiðangra um allan heim. Ofan á borgarferðir og fjallaferðir eru nú boðnar heilsuferðir til sælureita hita, vatns og þjálfunar. Er að furða að við séum með hamingjusamari þjóðum? En að manni læðist þó sá grunur að þessi tilboð nái ekki til allra og að margur sitji hjá í andlegri eða líkamlegri vanlíð- an. Lífsgæðin eru afrakstur flókinnar fléttu þar sem leik- mennirnir eru margir. Einn af mikilvægari þáttunum í þessari fléttu eru samskipti. Samskipti í allri sinni mynd hafa afgerandi áhrif á líðan fólks. Talað er um að sam- skiptahæfileikar barns ráði miklu um velferð þess í skóla og að samskiptahæfileika launafólks megi tengja hærri tekjum. Virðing í samskiptum hefur áhrif á líðan Samskiptakenningar byggja á einföldu líkani þar sem mætast tveir pólar; sá sem sendir skilaboð og sá sem tekur við þeim. Það sem þarna fer á milli getur hins vegar haft á sér ótrúlega flókna mynd en þar vegur virðingin í sam- skiptunum einna þyngst. KOMIÐ HEFUR í LJÓS AÐ ÞAU SEM HAFA LÍTIL ÁHRIF Á EIGIN ADSTÆÐUR BÚA VIÐ LAKARI HEILSU OG MEÐAL ÞEIRRA ERU HJARTA- OG ÆÐASJÚKDÓMAR TIL DÆMIS ALGENGARI EN ÞARSEM SJÁLFRÆÐI ER MEIRA Skortur á virðingu í samskiptum er algeng orsök óá- nægju á vinnustöðum, heimilum og skólum. Rosabeth Kanter er þekktur kenningasmiður um stjórnun og sam- skipti á vinnustöðum og kenning hennar lýsir m.a. hvern- ig virðing í samskiptum hefur góð áhrif á líðan starfs- manna. Á svipaðan hátt hafa aðrir fræðimenn sýnt fram á að sjálfræði hefur góð áhrif á líðan starfsmanna og líðan barna í skóla þegar einstaklingarnir geta haft áhrif á að- stæður sínar og verkefni. Komið hefur í Ijós að þau sem hafa lítil áhrif á eigin aðstæður búa við lakari heilsu og meðal þeirra eru hjarta- og æðasjúkdómar til dæmis al- gengari en þar sem sjálfræði er meira. Sjálfsmat hefur jákvæð áhrif á heilsu í nýlegri grein í virtu vísindariti (BMJ, september 2003) er fjallað um samspil virðingar, sjálfræðis og heilsu. Bent er á hvernig þetta þrennt fléttast saman, hvernig sjálfsmat er nátengt sjálfræði sem aftur tengist góðri heilsu. Sjálfsmat hefur jákvæð áhrif á vellíðan og heilsu og þau sem hafa gott sjálfsmat eru líklegri til að temja sér heilbrigðar venjur. Fátækt er sannarlega áhættuþáttur óheilbrigðis og ójöfnuður er æ algengara umræðuefni þeirra sem best þekkja heilbrigði þjóða. I umræddri tímaritsgrein eru tekin tvö dæmi um það hvernig virðing hefur áhrif á heilsu ríkra sem og fátækra. Annað dæmið fjallar um heilbrigðis- fræðslu meðal indjána í Arizona til að draga úr offitu og sykursýki. Tveir hópar fengu sömu fræðslu en hjá öðrum hópnum var bætt við umræðum um uppruna og menn- ingu fólksins. Þegar árangurinn var skoðaður kom í Ijós að árangurinn hjá seinni hópnum var mun betri og umræðan sem miðaði að bættu sjálfsmati er talin hafa haft afgerandi áhrif. Seinna dæmið fjallar um samanburð á lífslíkum ein- staklinga sem búa við allsnægtir, leikara sem tilnefndir voru til Óskarsverðlauna. Höfundur greinarinnar segir í túlkun sinni að sá hópur sé ekki síður háður virðingu og góðu sjálfsmati þar sem niðurstöðurnar sýndu að lífslíkur leikara sem hlutu Óskarsverðlaunin eru fjórum árum lengri en hjá leikurum sem voru tilnefndir en hlutu ekki verðlaunin! Heilsa, vellíðan og lífsgæði eru spennandi hugtök sem eru hreint ekki einföld og fletirnir margir sem má velta upp. Umræða er vonandi til þess að auka skilning okkar og gera okkur meðvituð um áhrif þess sem við segjum og gerum á heilsu okkar sjálfra og annarra. vera/4. tbl./2003/71 Sigrún Gunnarsdóttir

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.