Vera - 01.10.2004, Síða 4
/ EFNI /
6/JOLASKAP
10/AUÐUR EIR-GLEÐI GUÐS
27 / FJÁRMÁL
36 / ÞÓRDÍS BJÖRNSDÓTTIR
48 / ELFRIEDE JELINEK
50 - 55 / BÆKUR
56 / TÓNLIST
14 / KARLMENNSKA OG OFBELDI
Nauöganir og heimilisofbeldi eru vandamál sem við verðum að
horfast í augu við og takast á við í sameiningu - karlar og konur.
Liggja rætur þess ef til vill í karlmennskuhugarfarinu sem gegnsýrir
heiminn og við getum líka breytt ef við viljum? Rætt er við Guðrúnu
M. Guðmundsdóttur mannfræðing um ástæður nauðgana og ungan
mann sem varð að sjá að baki konu sinnar og barna vegna ofbeldis-
hegðunar sinnar.
28 / WANGARI MAATHAI
Hún fær friðarverðlaun Nóbels í ár fyrir einstök störf sín og baráttu-
þrek í landi sínu, Kenýa. Kvennahreyfingin sem Maathai stofnaði árið
1977, Grænabeltishreyfingin, hefur það markmið að vinna gegn eyð-
ingu skóga og auka pólitíska þátttöku almennings, einkum fátækra
kvenna.
30 / JÓHANNA K. EYJÓLFSDÓTTIR
Amnesty International hefur unnið merk störf að mannréttindamálum
og einkum beitt sér gegn fangelsunum fólks vegna stjórnmálaskoð-
ana. Samtökin ákáðu nýlega að beita sér líka gegn ofbeldi af öðru
tagi, m.a. ofbeldi í garð kvenna. Jóhanna K. Eyjólfsdóttir er fram-
kvæmdastjóri íslandsdeildar Amnesty og hefur í átta ár gegnt veiga-
miklu hlutverki við stefnumótun alþjóðasamtakanna. Elísabet Þor-
geirsdóttir ræddi við Jóhönnu um lífsskoðanir hennar.
38 / KYNJAFRÆÐI í KENNARAHÁSKÓLANUM
Á síðastliðnu ári var gerð tilraun til að bjóða námskeið um kynjafræði
í Kennaraháskóla íslands en ekki var áhugi fyrir áframhaldi þess á
haustönn. Baráttukonurnar Steinunn Helga Lárusdóttir og Þórdfs
Þórðardóttir, lektorar í KHÍ, hafa samt ekki gefist upp því þeim finnst
mikilvægt að kennaranemar sem munu sjá um kennslu í grunnskól-
um framtíðarinnar séu meðvitaðir um jafnréttismál.
42 / HJÖRDÍS HJARTARDÓTTIR
Hún er félagsmálastjóri í Borgarbyggð og hefur áratuga
reynslu af störfum sem félagsráðgjafi í Reykjavík. Hjördís tók
þátt í störfum Rauðsokkahreyfingarinnar, var ein af stofnend-
um Kvennaframboðsins í Reykjavík, starfaði lengi með
áhugaleikfélaginu Hugleik og er enn formaður Piparmeyjafé-
lags Reykjavíkur og nágrennis. Guðrún Vala Elísdóttir í Borgar-
nesi ræddi við Hjördísi um líf hennar og lífsviðhorf.
VERA / #5 / 2004 / 23. árgangur / www.vera.is / Laugavegi 59/101 Reykjavík / sími: 552 6310 / Útgefandi: Verurnar ehf. / Ritstýra: Elísabet Þorgeirsdóttir / vera@vera.is / Ritnefnd: Bára Magn-
úsdóttir, Eyrún Ólöf Siguröardóttir, Hugrún R. Hjaltadóttir, Þorgerður Þorvaldsdóttir, Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir. / Hönnun og umbrot: A4 HÖNNUNARSTOFA / HGM / hgm@a4.is / sími: 552
0604 / 697 5808 / Ljósmyndir: Ragnheiður Sturludóttir / Forsíðumynd: Ragnheiður Sturludóttir / Auglýsingar: Hænir - Sirrý og Arndís / sími: 558 8100 / Prentun: Prentmet / Plastpökkun: Vinnu-
heimilið Bjarkarás / Dreifing: Dreifingarmiðstöðin, Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ. / © VERA ISSN 1021 - 8793
4 / 5. tbl. / 2004 / vera