Vera - 01.10.2004, Qupperneq 20
Sú staðreynd kemur einna skýrast fram þegar
talið er skiljanlegt að karlar standist ekki mátið
þegar þeim býðst tækifæri til að nauðga konu
sem liggur áfengisdauð á víðavangi eða í tjaldi á
útihátíð og að sá verknaður ekki talinn nauðg-
un í skilningi laganna
þar sem metnir séu þættir á borð við
keppnisskap, vægðarleysi, gott úthald
og dugnað. Afleiðingar þessa gildismats
geti verið beinbrot, heilahristingur, mann-
fall, eignatjón, mengun, náttúruspjöll og
misnotkun á vinnuafli.
„Fórnarkostnaður karllægra yfirráða
er mikill og þeir gjalda þeirra með styttri
ævi, verri heilsu, yfirborðskenndum sam-
skiptum og minni tíma með sínum nán-
ustu. Karlamenningin er hættuleg þeim
sjálfum, það þykir t.d. ekki karlmannlegt
að kveinka sér eða tala um tilfinningar og
þeir leita því aðstoðar of seint vegna Ifk-
amlegrar eða andlegrar vanlíðunar. Á ís-
landi fremja karlar mun oftar sjálfsvíg (19
á móti 2), og samkvæmt bandarískum
tölum eru ungir menn fjórum sinnum lík-
legri til að deyja í bílslysum og fjórum
sinnum líklegri til að valda dauðaslysum
en jafnöldrur þeirra. Karlamenning er því
ekki bara hættuleg og heilsuspillandi
þeim sjálfum, heldur konum og heims-
friðnum almennt. í Bandaríkjunum bera
karlar ábyrgð á 91% morða og 84% lík-
amsárása og þeir eru 94% þeirra sem
sitja í fangelsum. Hlutföllin eru eflaust
svipuð á öðrum Vesturlöndum.
Yfirráðastaöa og þolendastaða
Ég er sem sé búin að sýna fram á að of-
beldi sé allt um lykjandi í menningu karla
og tengi það síðan við nauðganir. Margir
femínistar útskýra nauðganir með yfir-
ráðum og tengja þær kynverund (sexu-
ality) þar sem karllæg yfirráð eru greipt
inn í karla og undirgefni í kynverund
kvenna. Hegðun sem mótast af stjórn-
semi og árásargirni þykir heillandi og
jafnvel erótísk í fari karla á sama hátt og
undirgefni er talin erótísk hjá konum. Sú
undirgefni birtist okkur stöðugt í hlut-
gervingu á líkömum kvenna í auglýsing-
um og myndböndum.
Ég las rannsóknir frá Svíþjóð og
Bandaríkjunum þar sem bæði er sagt frá
menningarbundnum hugmyndum um
hvað nauðganir eru og frá hugmyndum
nauðgaranna sjálfra. í sænsku rannsókn-
inni var rætt við 16 ára unglinga sem
velta mikið fyrir sér hver mörk nauðgunar
og kynlífs eru. Þar virtist t.d. skipta miklu
máli hvernig stelpan sagði NEI, hvort hún
héldi áfram sambandi við hinn brotlega,
hversu drukkið parið var o.fl. Mörkin voru
sem sé afar fljótandi og kringumstæður
réðu hvort um nauðgun væri að ræða,
ekki atburðurinn sjálfur. i bandarísku
rannsókninni var sagt frá ungum manni
sem sagðist hafa komist yfir stelpu með
valdi en taldi að henni væri alveg sama af
því að hún fór ekki að gráta, ef hún hefði
gert það hefði hann hætt strax. Hann
taldi líka að ef stelpa hefði reynt við strák
og daðrað en segði svo nei þegar hann
væri tilbúinn gæti hún alveg átt von á því
að strákurinn missti stjórn á sér og
nauðgaði henni.
Niðurstaða mín er því sú að vissar
eðlishyggjuhugmyndir sem eru greiptar í
ríkjandi hugsun afsaki athæfi sem sprott-
in eru af kynferðislegum losta eða áhrif-
um karlhormóna. Vestræn tvíhyggja sýnir
breyskleika karla skilning þar sem þeir
eru flokkaðir með yfirráðum en konur eru
látnar bera ábyrgð á þolendastöðu sinni.
Sú staðreynd kemur einna skýrast fram
þegar talið er skiljanlegt að karlar stand-
ist ekki mátið þegar þeim býðst tækifæri
til að nauðga konu sem liggur áfengis-
dauð á víðavangi eða í tjaldi á útihátíð og
að sá verknaður ekki talinn nauðgun í
skilningi laganna.
I viðtölum við karla sem hafa nauðgað
kemur fram að nauðgunin hafi sprottið af
löngun í kynlíf, aðallega vegna þess að
fórnarlambið hafi ögrað þeim með útliti
sínu, þá hafi langað til þess og hafi ekki
þótt neitt athugavert við það enda telji
þeir ólíklegt að þeim verði refsað fyrir.
Nauðganir eru því skiljanlegar út frá
menningarbundnum gildum þar sem
áhersla er lögð á árásargirni, styrk, harð-
neskju, yfirráð og samkeppni í menningu
karla og skilningur ríkir á mikilvægi þess
að sigra, að vera æðri, að drottna og
stjórna. Það er því líklega ekkert dular-
fullt við nauðganir því þær eru vara
ýktasta birtingarmynd þessara hug-
mynda,” segir Guðrún að lokum.
20 / 5. tbl. / 2004 / vera