Vera - 01.10.2004, Page 31
/ ELÍSABET ÞORGEIRSDÓTTIR /
AÐ VINNA AÐ
BETRI HEIMI
Auðvitað er svarið við þeirri spurningu ekki eitt heldur samsett úr
mörgum þáttum - hún tilheyrir kynslóðinni sem upplifði hinar
miklu þjóðfélagsbreytingar áttunda áratugarins þegar andóf var í
tísku og réttlætisbaráttan sjálfsögð. Þá strauma drakk hún m.a. í
sig í háskólaborginni Freiburg í Þýskalandi sem var eins og suðu-
pottur margvíslegra menningarstrauma. Hún nefnir líka áhrif frá
foreldrum sínum sem bjuggu í Bandaríkjunum í byrjun sjötta ára-
tugarins þar sem faðir hennar vann hjá Sameinuðu þjóðunum og
hélt tengslum við þann menningarheim eftir að heim kom. Fræði-
grein hennar, mannfræðin, hefur líka ýtt undir áhugann á starfinu
en ástæðan fyrir námsvalinu var forvitni um manneskjuna sem
hún segist alltaf hafa haft í ríkum mæli.
jóhanna er fædd árið 1954 og bjó fyrst á Lynghaganum þar sem
stutt var í íjöruna við Ægisíðu. Á þeim árum var liverfið að byggj-
ast upp og mikið af börnum í hverju húsi þar sem algengast var að
mæðurnar væru heimavinnandi. Þegar hún var níu ára flutti fjöl-
skyldan á Flókagötu.
„Móðir mín er Unnur Friðþjófsdóttir og pabbi hét Eyjólfur K.
Sigurjónsson og var löggiltur endurskoðandi. Ég er eina stelpan af
íjórum systkinum; elstur er Friðþjófur endurskoðandi, svo ég, en
yngri eru Sigurjón Árni doktor í guðfræði og Eyjólfur Kolbeinn
tölvunarfræðingur. Auðvitað langar stelpur alltaf að eignast systur
en ég held það hafi gert mér gott að eiga svona marga bræður. Það
afhelgaði karlmenn í mínum huga - þeir verða þá ekki óskilgreind
stærð sem á að bera lotningu fyrir heldur meira eins og jafningjar.
Ég hóf skólagöngu í ísaksskóla og var svo heppin að fá Herdísi
Egilsdóttur sem kennara. Það var ómetanlegt veganesti því Herdís er
einstök manneskja og lagði góðan grunn að námi mínu. Ég var svo
í Æfingadeild Kennaraskólans til 12 ára aldurs. Það var lítill skóli þar
sem allir þekktu alla og var í sama húsi og Kennaraskólinn. Það var
talsverð tilraunastarfsemi í gangi þegar kennaranemarnir æfðu sig á
okkur. Eftir landspróf í Austurbæjarskóla lá leiðin í Menntaskólann
við Hamrahlíð á árunum 1970 til 1974 sem voru mikil umbrotaár
hjá ungu fólki. MH var ungur og skenrmtilegur skóli og það má
segja að við höfum upplifað þjóðfélagsbreytingarnar m.a. í kennara-
hópnum sem var samsettur af ungurn kennurum með nýjar hug-
myndir og eldri kennurum sem liöfðu mikla kennslureynslu úr
hefðbundnum menntaskólum og þéruðu nemendur. Sá andi sveif
samt yfir vötnum að í þessum skóla væri verið að breyta þótt form-
ið væri stíft undir stjórn Guðmundar Arnlaugssonar sem var mög
vinsæll og virtur meðal nemenda,” segir Jóhanna.
Baráttan gegn stríðinu í Víetnam, áhrif hippahreyfmga og stúd-
entauppreisna í útlöndum bárust hingað til lands og höfðu álrrif á
unga fólkið. Félagslífið í MH var blómlegt og Jóhanna var upptek-
in af öllu sem var að gerast. Það var mikill kraftur í ungu fólki og í
MH voru Stuðmenn og Spilverk þjóðanna hljómsveitir skólans.
Hún segir þó að háskólaárin í Þýskalandi hafa mótað sig rneir en
menntaskólaárin.
„Ég eignaðist góðan vinahóp í Hamrahlíðinni sem eru mínir
nánustu vinir enn í dag. En ég hreifst ekki af pólitísku sértrúar-
vera / 5. tbl. / 2004 /