Vera - 01.10.2004, Síða 32
Jóhanna 5 ára gömul í nýbyggðu hverfi í Vesturbænum.
flokkunum enda hef ég aldrei getað tekið flokksbundna afstöðu
eða tengt mig skilyrðislaust við eina pólitíska stefnu. Heinta hjá
mér var talað um þjóðfélagsmál og í íjölskyldu minni var sú skoð-
un sterk að samfélaginu bæri að skapa þannig aðstæður að enginn
þyrfti að verða útundan. Ef fólk gæti hins vegar ekki hjálpað sér
sjálft, af einhverjum ástæðum, þyrfti það hjálp samfélagsins.
Vera foreldra minna í Bandaríkjunum á fyrstu búskaparárun-
um hafði áhrif á lífsafstöðu þeirra en pabbi vann hjá Sameinuðu
þjóðunum um það leyti sem mannréttindayfirlýsingin var sam-
þykkt og miklar vonir voru bundnar við að samtökin gætu haft já-
með félagsfræði þróunarlanda sem aukagrein.
„Ég var við nám í Freiburg í sex ár, frá 1975 til 1981. Ég tók
masterspróf og öll námskeið til doktorsprófs en á enn eítir að klára
ritgerðina. í mastersnáminu rannsakaði ég áhrif nýlendustefnu
Dana á samfélagsgerðina á Grænlandi og fór til Grænlands til að
afla rnér heimilda. Ég var byrjuð á doktorsritgerð um sama efni og
dvaldi um tíma í Jónshúsi í Kaupmannahöfn við fræðistörf. Ég
klára hana kannski á elliheimilinu,” segir Jóhanna og hlær.
Þegar hún rifjar upp alþjóðlegu straumana sem blésu um há-
skólaborgina Freiburg er ekki erfitt að sjá að þar hefur mannrétt-
indaáhuginn fengið byr undir báða vængi. Þarna voru stúdentar
víða að úr heiminum og í anddyri mötuneytisins var alltaf verið að
dreifa bæklingum unt hin ýmsu baráttumál. Stúdentar frá íran eru
henni minnisstæðir en þeir voru áberandi í skólanum.
„íranskeisari var enn við völd og hann hafði sterka leyniþjón-
ustu sem fylgdist með írönsku stúdentunum. Þau voru dugleg að
dreifa upplýsingum um það sem var að gerast í íran og við fund-
um fyrir eftirvæntingu og von hjá þeim þegar keisaranum var
steypt af stóli og Khomeini og klerkar hans tóku við, en vonbrigð-
in fylgdu fljótt í kjölfarið. Á þessuin árum hrifsaði Pinochet völd-
in > Chile og herforingjastjórnir voru við völd um alla Suður Am-
eríku. Þaðan voru líka stúdentar sem margir voru flóttamenn og
sögðu okkur sögur frá heimalöndum sínum. Málin voru að sjálf-
sögðu rædd í mannfræðinni og samstúdentar mínir í félagsfræð-
inni voru ekki síður áhugasamt fólk um heimsmálin. I Freiburg
var gefið út blað sem hét Action Dritte Welt og fjallaði um ýmis
mál þriðja heimsins, m.a. falin stríðsátök. Ég tók svolítinn þátt í
starfi þeirra. Ég gekk einnig í samtök til verndar þjóðum í útrým-
Mótmælaaðgerðir af ýmsu tagi voru algengar í Freiburg og þá mynd-
aðist oft mikil spenna því fólk vissi að útsendarar stjórnvalda voru í
borgarlegum klæðum meðal mótmælenda og tóku myndir. Það var
öllu mótmælt - ef strætómiðar eða húsaleiga hækkaði var farið út á
götur og samstaða mynduð
kvæð áhrif á þróun heimsmála eftir undanfarandi stríðsátök. Þau
héldu opnum gluggum út í heim og ræktuðu samband við fólk
sem þau kynntust í New York og sumt af því heimsótti okkur. Þetta
hafði mótandi áhrif á lífsafstöðu mína þótt ég gerði mér ekki grein
fyrir því fyrr en seinna. Ýmsar bækur og tímarit sem ég Ias heima
hafa líklega haft meiri áhrif á þá ákvörðun mína að læra mann-
fræði heldur en menntaskólinn. Það voru bækur eins og Lönd og
lýðir og blöð á borð við National Geographic og Newsweek. Ég var
mikill bókaormur og fékk mér kort á bókasafninu 13 ára þegar ég
var buin að lesa allar bækurnar heima sem ég hafði áhuga fyrir. Þá
sökkti ég mér í rússnesku meistarana þótt ég skildi nú ekki allt. Ég
man að Móðirin eftir Gorkí hafði mikil áhrif á mig.”
Sú ákvörðun Jóhönnu að fara til Þýskalands í framhalds-
nám litaðist m.a. af þeirri staðreynd að amma hennar í
móðurætt var þýsk. Hana langaði að læra þýsku al-
mennilega og valdi gömlu háskólaborgina Freiburg í
Svartaskógi þar sem um 30.000 stúdentar stunduðu nám á þeim
tíma. Hún byrjaði á að fara á þýskunámskeið hjá Göthe stofnun-
inni til að fá inngöngu í háskólann og hóf síðan nám í mannfræði
ingarhættu sem gáfu út blaðið Pogront og bentu á ofbeldi og
mannréttindabrot sem viðgengust gegn frumbyggjunt í Brasilíu og
víðar. Það hafði líka mikil áhrif á okkur þegar skólabróðir okkar
fór til að Nicaragua til að vinna sem sjálfboðaliði á sjúkrahúsi og
var drepinn. Slíkar fréttir fóru ekki framhjá einum einasta stúdent
í Freiburg.
Einnig var ýmislegt óréttlæti innanlands sem hreyfði við okkur
og hvatti til afstöðu. Þar má nefna aðgerðir sern höfðu áhrif á
stöðuveitingar, m.a. við kennslu, og beindust að fólki sem talið var
hafa óæskilegar skoðanir eða var samkynhneigt. Þetta var kallað
ská Berufsverbot mm og var hluti af þeirri ólgu sem myndaðist
í kringum ofbeldisaðgerðir þýsku samtakanna Baader-Meinhof.
Margir stúdentar fundu vissan samhljóm með hugnryndafræði
þeirra þótt þeir væru algjörlega mótfallnir aðferðafræðinni en hún
byggði á hryðjuverkum. Mótmælaaðgerðir af ýmsu tagi voru al-
gengar í Freiburg og þá myndaðist oft mikil spenna því fólk vissi
að útsendarar stjórnvalda voru í borgarlegum klæðum meðal mót-
mælenda og tóku myndir. Það var öllu mótmælt - ef strætómiðar
eða húsaleiga hækkaði var farið út á götur og samstaða mynduð.
Ungt fólk og leigjendur mótmæltu t.d, aðgerðum húseigenda sem
tbl. / 2004 / vera