Vera - 01.10.2004, Qupperneq 33

Vera - 01.10.2004, Qupperneq 33
voru að rífa gömul hús og byggja ný og algengt var að fólk gerðist hústökufólk. Það var ekki hægt annað en hrífast af þessu kröftuga andrúmslofti.” Jóhanna var eini Islendingurinn í mannfræðinni en nemend- urnir komu víða að úr heiminum þó mest væri um Þjóðverja. Uppreisn unga fólksins hafði haft þau áhrif að nemendum fannst sjálfsagt að hafa skoðun á því hvaða námsefni var kennt og kenn- ararnir töldu sig ekki lengur hafa það alræðisvald sem þeir höfðu áður. Jóhanna og vinkonur hennar bentu t.d. á að samkvæmt námsefninu virtust engar konur vera til í þeim samfélögum sem þær voru að lesa um. Þær fóru til deildarforseta og spurðu hvort ekki væri hægt að kenna kvennamannfræði. Hann viðurkenndi fá- fræði sína á því sviði en sagði að ef þær treystu sér til að setja sam- an námskeið þá mættu þær það og skila honum síðan ritgerðum. Þær slógu að sjálfsögðu til og helltu sér út í leit að efni um konur og bókum eftir kvenmannfræðinga. „Tímabilið var mjög öfgakennt, konur voru að brjótast út og fmna rödd sína og þurftu að ganga langt til að skilgreina sig. Kvenna- hreyfingin var öflug og náði m.a. til kvenna innan háskólans þar sem stofnað var sérstakt kvennaráð meðal nemenda sem nefndist Frauen Asta. Því var ætlað að vinna gegn yfirráðum strákanna í skólanum, bæði í kennslustundum og félagslífi. Á stofnfundinum settum við upp leikrit sem átti að sýna stöðu stelpna í skólanum. Ég lék stúlku sem sagði þrjár setningar en allt annað var spilað af bandi og átti að tákna það sem hún hugsaði en þorði ekki að segja. Þarna notuðum við húmorinn til að benda á hluti sem voru dauðans alvara fyrir okkur, en sú aðferð var mikið notuð á þessum árum,” segir Jóhanna. Jóhanna kom heim árið 1981 og segir það hafa verið tals- vert átak að breyta um lífsstíl og komast inn í íslenskan hugsunarhátt þess tíma. Hún saknaði þess líka að geta ekki ferðast eins auð- veldlega og hún hafði gert á námsár- unum en Freiburg er staðsett við landamæri Frakklands og Sviss og því stutt í allar áttir. „Reyndar voru íslensku dagblöðin mesta menningarsjokkið þegar ég kom heim og meðhöndlun upplýs- inga almennt í íslenskum fjölmiðlum. Það var engin umræða og ekki verið að kafa ofan í neitt eða gefa bakgrunnsupplýsingar eins og ég hafði vanist í þýskum fjölmiðlum. Allt var njörvað niður í flokkapólitík, fólk gat ekki opnað munn öðru vísi en vera að verja einhverja flokksforystu. Þjóðernishyggjan var yfirgengileg í blaði eins og Þjóðviljanum og í Mogganum var kalda stríðið enn í hámarki. Þar á milli voru smáblöð eins og Tíminn og Alþýðublaðið. Ég saknaði upplýstrar umræðu þýsku pressunnar og gerðist áskrifandi að þýsku vikuriti til að milda sjokkið. Mér fannst líka mikill munur á lífí ungs fólks hér heima og í Þýskalandi. Hér voru allir uppteknir af því að festa sig við að kaupa íbúðir, hús, bíla, eignast börn, vera í hjónaböndum og vinna að frama sínum. Brauðstritið var yfirþyrmandi og áhyggjur af næstu mánaðamótum. í Þýskalandi var ungt fólk ekki svona upp- tekið af veraldlegum þörfum og lifði fábrotnara lífi. Þar var algengt að fólk leigði saman íbúðir og notaði peningana til að ferðast og njóta lífsins.” Eftir að heim konr gerðist Jóhanna útgáfustjóri hjá bókaforlag- inu Isafold. Hún segist hafa verið full af hugmyndum sem hana langaði að framkvæma í íslenskri bókaútgáfu og lagði grunn að íjórum bókaflokkum sem áttu að vera fyrir börn, konur, frá þriðja heiminum og glæpasögur. „Ég er sérstaklega stolt af barnabókunum sem ég stóð fyrir út- gáfu á og fékk Jórunni Sigurðardóttur til að þýða úr þýsku, t.d. Mómó eítir Michael Ende sem naut mikilla vinsælda og gerir enn og Sagan endalausa eftir sama höfund. I kvennabókaflokknum gáfurn við út bók eftir Simone de Beauvoir, einu bókina sem hefur verið gefin út eítir hana á íslensku. Hún heitir Allir menn eru dauðlegir í þýðingu ]óns Óskars. Reyndar hefði ég valið aðra bók, t.d. Mandarínann frá París, en ég réð því ekki þar sem nýir eigend- ur voru komnir að fyrirtækinu. I þriðja heims flokknum gáfunr við út bók eftir grænlenskan höfund en ég fylgdi henni ekki eftir þar sem ég sagði upp áður en hún kom út. Annað sem ég gerði meðan ég vann hjá ísafold var að standa fyrir upplestrum á nýjum bókum í Nýja kökuhúsinu, sem var kaffihús áfast við bókabúðina í Austurstræti. Þetta þekktist ekki þá, þó það sé orðið algengt núna, en ég hafði kynnst þessu í Þýskalandi. Það tók smá tírna fyrir fólk að komast á bragðið en aðsóknin var góð eftir að þetta spurðist út.” Eftir að Jóhanna hætti hjá ísafold fór hún til Kaupmannahafn- ar að vinna að rannsókn sinni á Græn- lendingum. Hún var þá gift Áskeli Más- syni tónskáldi og þau eignuðust dóttur- ina Margréti í nóvember 1984, þá heimkomin. Eftir að hún fæddist gaf Jóhanna sér tíma til að vera heima enda segist hún hafa verið mjög tilbúin að verða mamma og orðin þrítug. Samt skráði hún sig í nám í uppeldis- og kennslufræðum í Háskólanum. „I byrjun árs 1986 var mér boðið að taka að mér kennslu í mannfræði við Háskólann og þegar ég var í æfinga- kennslu við Menntaskólann við Sund var mér boðið að kenna þar félagsfræði. Ég datt sem sagt fljótt inn í íslenska munstrið, að vera í fleiri en einni vinnu og fannst ég alltaf vera á Miklubraut- inni að keyra á milli staða. Ég kenndi í MS í nokkur ár en minnkaði háskóla- kennsluna þegar ég tók við starfmu hjá Amnesty en hef tekið að mér stunda- kennslu þar síðan. Þegar ég hafði bara háskólakennsluna gaf það ekki nægar tekjur fyrir manneskju sem var ein með barn, því þá var ég skilin, svo ég og vinkona mín Unnur Dís Skaptadóttir mannfræðingur tókum að okkur vikulega útvarpsþætti sem hétu Af sjónarhóli mannfræðinnar. Við tókum allt mögulegt fyrir því mannfræðin er svo víðfeðm og skemmtileg og hægt að beina sjón- arhorni hennar á allt sem viðkemur manneskjunni. Það var mjög gaman að fá viðbrögð og þakklæti frá fólki í samfélaginu við þátt- unurn okkar.” að var ekki erfið ákvörðun fyrir Jóhönnu að skipta urn starfsvettvang og gerast framkvæmdastjóri Amnesty því í því starfi getur hún sameinað fræðin og mannréttinda- áhugann. Hún telur sig heppna að fá að vinna við það Skólasystur úr mannfræðinni í Freiburg sem enn halda hópinn. vera / 5. tbl. / 2004 /

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.