Vera - 01.10.2004, Side 37

Vera - 01.10.2004, Side 37
/ EYRUN OLOF SIGURÐARDOTTIR / Ég byrjaði að skrifa um 15 ára aldur en hafði alltaf lesið mjög mikið og skrifað sögur þegar ég var lítil. En svo fór mig að langa til að gefa eitthvað út og upp úr því fór ég að skrifa Ijóð. Áður hafði ég skrifað sögur, smásögur og þess háttar. Fyrstu Ijóðin voru rímuð en ég las samt alls konar Ijóð. Svo kom bók- in bara... ég byrjaði á henni í ágúst fyrir ári og kláraði hana í janúar - febrúar. Hún kom bara öll í einni bunu. Fyrst ætlaði ég að bæta þessum Ijóðum aftan við rímuðu Ijóðin en svo bættist alltaf við og á endanum var þetta orðið svo heillegt, allt sama röddin, svo hitt var bara úr takti. Ertu þá alveg búin að taka yfir þennan stíl? Uuuummm... Það sem ég er að gera núna eru stuttir prósar sem hanga saman, eða eiginlega bara saga í litlum köflum. Hún er svolítið undir áhrifum frá Engli í Vesturbænum. Ég var að lesa hana fyrir stelpuna mína og þá kviknaði hugmyndin, svona litlar, sætar pælingar sem er samt alltaf sama röddin og sama sagan. Mér fannst hún svo æðisleg. Og þú ákvaðst að gefa út sjálf? Já, ég sendi þetta á einn stað og svo var ég bara að bíða og á sama tíma að velta fyrir mér af hverju að gefa þetta út hjá for- lagi? Svo þegar ég heyrði ekkert frá þeim ákvað ég að vera ekkert að ganga á eftir þessu og ekkert að senda þetta annað, heldur gera þetta bara sjálf og leggja eitthvað í þetta. Ég er búin að búa til plaköt og litla dreifimiða og reyna að auglýsa þetta. Annars sérforlagið bara um það og er kannski ekki bein- línis að einbeita sér að nýútkominni Ijóðabók eftir óþekktan höfund. Mér finnst eiginlega að það þurfi að stofna samtök sjálf- stæðra útgefenda. Þetta er svolítið ógnvekjandi - Edda og svo er Bjartur að þenjast út. Það vantar alveg litla útgáfu með jað- arbækur. Mér finnst að það mættu alveg vera samtök sem gætu miðlað reynslu, sagt hvaða leiðir sé best að fara. Án þess að binda sig þessum risum... Já, mér finnst það líka ekkert gaman! Ég held að ég muni gefa næstu bók út sjálf. Eftir að hafa prófað þetta finnst mér þetta miklu skemmtilegra og ótrúlega lærdómsríkt. Gaman að fara með handritið sjálf í prentsmiðjuna og taka fullan þátt í öllu. Ljóðabækur seljast líka að meðaltali mjög lítið í bókabúð- um, þær seljast miklu meira úti á götu, þannig að ef maður kæmi út hjá forlagi ætti það bara bókina og hún færi beint í bókabúð og maður fengi nokkur eintök sjálfur sem færu örugg- lega í gjafir og ef bókin selst ekki þá getur maður ekkert gert. Útgefandinn hefur ekkert endilega metnað til að bjarga þessari bók, hún liggur þá bara á lager og morknar, en með því að gefa út sjálf get ég verið að selja hana í mörg ár. Ég hef verið að selja bókina þar sem ég hef lesið upp og svo er ég bara alltaf með hana á mér. En þetta var rosaleg krísa þegar bókin var að koma úr prent- un, þá hugsaði ég bara: Hvað er ég að gera! Ég sá fram á allt sem ég þyrfti að gera til að prómótera sjálfa mig og leist ekkert á þetta. Aðalyfirlesari bókarinnar er vinur minn og ég var alltaf að hringja í hann og spyrja: Hvað ef fólki finnst þetta ekkert skemmtilegt? Hahahah! Hann var algjör stoð og stytta í gegn- um það allt, sagði mér að þetta væri góð bók og að ég ætti að standa með þessu. Svo um leið og bókin var komin úr prentun og ég byrjuð að selja var þetta allt annað. Matur kemur mikið við sögu í bókinni... Já, svona ávextir, ég hef svo mikinn áhuga á því. Veistu eitthvað hvernig sá áhugi kom? Ummm... ég er bara búin að borða svo mikið af ávöxtum undanfarið, pæla i þeim og elda með ávöxt- um... ætli það sé ekki bara út af því? Ég er búin að vera svo mikið að skræla og svona... Er þá bara tilviljun að app- elsínur lenda í titlinum? Mér fannst þetta hljóma voðalega vel, mér datt þetta bara í hug og skrifaði það niður og síðan kom eitt appelsínuljóð. Ég fór því að hugsa að bókin gæti kannski bara heitið þetta. Svo er ég líka að leika. Það hringdi í mig maður frá Akureyri sem hafði lesið bókina og vildi setja hana á svið svo ég fór til Akureyrar og á tveimur dögum settum við saman sýningu frá upphafi til enda. Ég hef ekkert leikið áður en ég er svo sem ekki að leika neitt rosalega. Þetta er bara smá leikrænt, ég hreyfi mig og sparka og svo er þarna trúður sem hjólar um á einhjóli og kastar boltum og þrjár fimleikastelpur. Þetta verður því dá- lítil blanda af leikhúsi, fjölleikahúsi og Ijóðum með harmonikku- og munnhörpuundirleik. Ég vissi ekki að ég kynni bókina utan að en það kom í Ijós að ég er búin að lesa svo oft brot og brot að ég gat bara þulið hana alla. Inn á milli taka stelpurnar flikk-flakk og trúðurinn kastar boltum. En að öðru, þú ert í bókmenntafræði. Til þess að skrifa vildi ég fara í bókmenntafræði. Mér finnst það opna rosalega margt að lesa bækur sem ég hefði annars ekkert gert. Ég er ekki fræðimaður, ég er ekki að þessu út af því. Þegar ég var í menntaskóla las ég lítið, ég hafði bara ekki tíma til þess. Svo eignaðist ég stelpuna mína þegar ég útskrif- aðist og var heima í heilt ár og las stanslaust. Það var þá sem ég ákvað að fara í bókmenntafræði, að það væri þetta sem ég hefði áhuga á. Áður var ég alltaf að lesa bækur sem ég vissi að væru góðar og pottþéttar, heimsbókmenntirnar, en það er einmitt svo fínt í bókmenntafræðinni að strax á fyrsta nám- skeiðinu fékk ég bunka af leiðinlegum bókum sem ég þurfti að lesa. Mig langaði ekkert til þess en ég gerði það og lærði heil- mikið af því. Þá hugsaði ég með mér að fyrst allt þetta fólk gæti þá hlyti ég að geta líka. Ég fékk svolítinn kjark við að lesa það sem var kannski ekki í uppáhaldi og sjá að það eru ekkert allir að gera meistaraverk. Ég hætti líka að taka mig of alvarlega þegar ég eignaðist dóttur mína. Ég veit ekki alveg hvað það er en kannski við það að tala við barn og pæla svolítið barnalega, þá fer maður að taka sig minna alvarlega í skriftunum og skrifa öðruvísi. Svo las ég bókina mína fyrir hana til að athuga hvort hún hefði áhuga og hún hafði hann, vildi fá að vita hvað gerðist og svona. Hún spurði mig hvort þetta væru ekki dúkkur. Ég sagði já. Það er rosalega misjafnt hvað fólk sér út úr þessu. Henni fannst þetta vera dúkkuleikur, öðrum fannst þetta vera daður við dauðann. Grapevine sagði að þetta væri hryllingsbók. Já, ókei, hugsaði ég, það er pæling. Sumir eiga erfitt með að greina milli skáldskapar og raunveruleika en fyrir mér er þetta þara fantasía.

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.