Vera - 01.10.2004, Side 55

Vera - 01.10.2004, Side 55
varðandi nám í barnaskólanum þar sem stagl og utanbókarlær- dómur réðu ríkjum. Kennarar beittu jafnvel líkamlegum refsing- um en óeirð var nokkur, jafnvel allt upp í menntaskóla þar sem kennarar máttu hafa sig alla við til að hafa stjórn á strákaskaran- um. Meint agaleysi íslenskra barna er ekki nýtt af nálinni. Þá koma margir skólabræður Héðins við sögu, menn sem síðar áttu eftir að hafa mikil áhrif á þjóðlífið, t.d. þeir bræður Kjartan og Ólafur Thors sem báðir voru ódælir strákar. Stúlkur leika ekki stórt hlut- verk enda voru þær enn sárafáar í skólanum og ekki í vinahópi Héðins að því er virðist. Það er því margt athyglisvert sem kemur fram í bók Matthíasar Viðars. Uppbygging bókarinnar er sérstæð, því þetta er ekki ævi- saga í hefðbundnum skilningi. Höfundur leyfir sér að bregða á leik, ímyndar sér samræður milli fólks og leggur út af ýmsu því sem var að gerast á skáldlegan hátt. Það er þó alltaf skýrt hvað er frá höfundi og hvað er beint úr heimildum. Ég vona að einhver taki upp þráðinn frá Matthíasi og ljúki verkinu því öll baráttusaga Héðins er eftir og þar koma þær mæðgur Bríet og Laufey vissulega við sögu. BÁRA MAGNÚSDÓTTIR &'%ona P«r Guitavsion Svona gera prinsessur eftir Per Gustavsson / Bjartur Bleikar prinessur og aðrir feministar Það fyrsta sem vekur athygli við lestur Svona gera prinsessur eftir sænska rithöfundinn Per Gustavsson, er bleiki liturinn. Þetta er kannski ekkert óvenjulegur litur á bók fyrir litlar stelpur, svona klassískur Barbie-bleikur, en í þessu tilviki minnir hann meira á bleiku femínistabolina sem sést hafa á liðnum misserum. Það er meira en bara bleiki liturinn sem leiðir hugann að femínískri vakningu. Prinsessan í þessari sögu er svo langt frá því að vera hin hefðbundna prinsessa ævintýranna sem er ýmist veitt í verðlaun til þess prins eða umrennings sem tekst að leysa þrautirn- ar þrjár eða er haldið sem fanga skrímslis sem svo auðvitað einhver prinsinn eða umrenningurinn þarf að bjarga henni frá. Þessi prinsessa er langt frá því að vera óvirk eða hjálparvana, hún situr svo sannarlega ekl<i og bíður eftir að einhverjir náungar, af eðlu ætterni eður ei, dúkki upp til að bjarga henni. Hún bjargar sér takk fyrir sjálf! I bókinni er frekar svona almenn lýsing á því sem prinsessur gera, ekkert endilega þessi tiltekna prinsessa sem við sjáum. „Af og til skella prinsessur sér í íshokkí. Þær eru alltaf grimmastar í vörn- inni. Því þannig eru prinsessur.” En prinsessur, samkvæmt bók- inni, bjarga þorpsbúum frá hættulegum ræningjum (því þannig gera prinsessur) en þær drepa ekki dreka sem birtast, heldur yfir- buga þá þannig að þeir eru sem leikfang fyrir þorpsbúa. Þær eru líka gefnar fyrir skartgripi og fín föt (þó sérstaklega bleika kjóla) og eins og nærri má geta borða þær alltaf morgunmatinn í rúminu. Eins og stundum í myndasögum, t.d. Tinnabókunum, þá er lít- il hliðarsaga í gangi í forgrunni myndanna. En þar sem enginn eig- inlegur söguþráður er í bókinni þá er hundur prinsessunnar, sem oft er í forgrunni, ekki endilega með í öllum myndunum eða að gera hlutina í skipulagðri röð. Hann er samt, rétt eins og Tobbi í Tinnabókunum, stundum að gera eitthvað sem er fyndið án þess að það konti meginsögunni við. Myndirnar sjálfar eru fremur einfaldar, bakgrunnurinn yfirleitt hvítur og prinsessan alltaf bleikklædd með gula kórónu (líka þegar hún spilar íshokkí) auk þess sem flest allt sem henni tilheyrir eða hún kemur nálægt er bleikt (skip, hundurinn). Boðskapurinn er ekki síður einfaldur: Prinsessur geta allt! Hin fullorðna lesönd, sem er öllu vön, sér strax að þessi bók er öðruvísi prinsessusaga en allar hinar prinsessusögurnar og gleðst rnjög yfir breytingunum. En hin unga lesönd, hún mun taka þessu öllu sem sjálfsögðum hlut og finnast það fullkomlega eðlilegt að prinsessur reki á flótta dreka, þjófa og ræningja - er það ekki frá- bært? Þetta er semsé snilldarbók og allir femínistar ættu að kaupa hana handa dætrum, frænkum, barnabörnum og vinkonum sín- um.

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.