Vera - 01.10.2004, Qupperneq 56
/ TÓNLIST / SIGRÍÐUR ÁRNADÓTTIR
1
» Sænska söngkonan Lisa Ekdahl hélt tvenna tónleika í Austurbæ í lok október síöast-
liðnum fyrir fullu húsi og við dynjandi undirtektir. Daginn eftir flaug hún til Stokkhólms og
spilaði í Göta Lejon leikhúsinu og samkvæmt Svenska Dagbladet kynnti hún þar lagið
Vem vet með stolti og sagði: „Næsta lag sló í gegn í Reykjavík.”
Inn á milli laga talaði hún eitthvað meira um ísland, kallaði það land svartra steina og
var ákaflega Ijóðræn, en hvorki ég né gagnrýnandinn erum viss um hvað hún átti við. En
það er allt í lagi, okkur líkar vel við Lisu, hún er Ijóðræn og þægileg, hún fer sínar eigin
leiðir og við áheyrendur hlustum bara og njótum því hún lætur okkur líða vel.
Lisa Ekdahl er fædd 1971 í Mariefred og fluttist til Stokkhólms
18 ára gömul þar sem hún hitti píanóleikarann Peter Nordahl
og byrjaði að syngja með tríói hans. Nokkrum árum síðar
bauðst henni plötusamningur og hún gaf út sína fyrstu plötu
sem hét einfaldlega L/sa Ekdahl. Plata sú innihélt lagið Vem vet
sem sló ekki bara í gegn í Austurbæ heldur út um alla Skand-
inavíu árið 1994 þegar það kom út. Platan fékk nokkur sænsk
tónlistarverðlaun; besti kvenkyns popp- og rokklistamaðurinn,
listamaður ársins og fyrir bestu plötuna. Þar næst gaf hún út
plöturnar Med kroppen mot jorden, (1996) og Bortom det blá
(1997), báðar sungnar á sænsku og gengu þær einnig vel í á-
heyrendur.
Syngur jazz standarda með sínu nefi
Árið 1997 gaf hún líka út When did you leave heaven sem er
ábreiðudiskur, þ.e. þar tekur hún gamla jazz standarda eins og
Cry me a river, Lush life, It's oh so quiet (sem Björk okkar tók
líka), My heart belongs to daddy og fleiri góða slagara. Ári
seinna hélt hún áfram á sömu braut á plötunni Back to Earth,
með lögum eins og Now or never, It had to be you, Night and
day og / get a kick out of you.
Þessar ábreiðuplötur hlutu misjafnar undirtektir og þá sér-
staklega í Bandaríkjunum. Fannst þarlendum gagnrýnendum
að þessi litla stelþa með litlu röddina ætti ekkert með að ráð-
ast á þennan garð, sem auðvitað er alls ekki sá lægsti sem
finnst. Þetta er svo sem skiljanleg gagnrýni, að minnsta kosti
þykir mér útgáfa hennar af lagi Cole Porter, Night and day,
ekki komast í hálfkvisti við útgáfu Ellu Fitzgerald. Aftur á móti
finnst mér gaman að heyra til dæmis Now or never því á köfl-
um nær Lisa Ekdahl tóni Billie Holiday, án þess að reyna endi-
lega að apa eftir henni.
Útsetningarnar á þessum plötum eru örlítið poppaðri, léttari
og meiri sveifla í þeim. Lisa syngur með sínu nefi og er það
ekkert nema vel enda ekkert gaman að hlusta á karókí (bara
gaman fyrir þann sem syngur). Rödd hennar er auðvitað ekki
jafn tregafull og Billie Holiday en hún notar vel það sem hún
hefur.
Lítil, skrýtin og heillandi rödd
Árið 2000 kemur svo út platan Lisa Ekdahl sings Salvadore
Poe. Salvadore þessi er eiginmaður hennar, bandarískur gítar-
leikari sem hefur samið mikið af tónlist fyrir kvikmyndir og sjón-
varp, m.a. fyrir myndina Basketball Diaries með Leonardo
DiCaprio. í þetta skipti samdi hann öll lögin sérstaklega fyrir
hennar rödd, bossanova er allsráðandi og útkoman erfrábær. (
heild sinni virkar platan á mig einsog lagið The girl from Ipa-
nema eftir Stan Getz og Joao Gilberto; lágstemmt, munaðar-
fullt, dillibossalegt, sætt og skemmtilegt.
Nýjasta plata Lisu er Olyckssyster sem kom út í september
á þessu ári. Hér syngur hún aftur á sænsku og nú má finna
smá kántrýbragð af tónlistinni, örlítið af Bob Dylan og heil-
mikið af því sem einkenndi frumburð hennar.
Það sem er sérstakt við Lisu er þessi litla og skrýtna rödd
sem samt er svo heillandi. Poppið hennar er ekki hreint popp
og jazzinn er heldur ekki hreinn jazz, hún blandar þessu oft
saman og meiru til og útkoman verður alltaf áhugaverð og
falleg. Hún er óhrædd við að flakka á milli tónlistarstefna á
þlötum sínum og festir sig þar af leiðandi ekki við eina stefnu.
Hún er leitandi en ekki týnd því hún finnur sig nánast hvar sem
hún fer.
Tónlist Lisu Ekdahl er lágstemmd, sunnudagstónlist,
aðventutónlist, þegar úti er snjór og kuldi er yndislegt að halda
sig inni með Ekdahl á fóninum og einhverntíman heyrði ég því
fleygt að ekki væri hægt að halda stelpupartý án rauðvíns og
plötu með Lisu Ekdahl.
56 / 5. tbl. / 2004 / vera