Vera - 01.04.2005, Síða 20

Vera - 01.04.2005, Síða 20
/ konur og húmor kallar einhver og Alice Manthe brosir vandræðalega. Hendur hennar titra af spenningi. Þegar hún fékk jákvæða nið- urstöðu á prófi fyrir sex árum þorði hún ekki að segja fjölskyldu sinni frá því. Kesego Basha stofnandi samtakanna Ceyoho, sem standa að keppninni, sagði mömmu hennar og systur frá smit- inu. í dag er Alice sjálf stuðningsaðili fyrir Hiv-jákvæða og talar opið um það hvernig það er að lifa með vírusinn. Elizabeth vinnur líka sem stuð- ningsaðili. Hún setur sig í samband við fólk á sjúkrahúsinu í heimabæ sínum Molepolole og heimsækir það síðan eftir útskrift til þess að rétta því hjálpar- hönd. „Margir fremja frekar sjálfsmorð en að lifa opið með sjúkdóminn, fordóm- arnir eru svo miklir,“ útskýrir hún. Hún skoðar spegilmynd sína á meðan smink- an setur á hana augnskugga. „Þó ég tapi í kvöld er ég samt sigur- vegari. Vinnan sem ég vinn er svo mik- ilvæg. Fólki finnst kannski að við séum ekki menntaðar, ekki þekktar, en við hugsum, finnum til og framkvæmum.“ Þetta snýst um mannréttindi Á sviðinu er allt tilbúið. Kynnir hefur upp raust sína: „Hér eru tólf konur sem hafa talað opið um hvernig það er að vera Hiv-smituð. Við skulum klappa fyrir öllum þátttakendum Miss Hiv Stigma Free 2005!“ Cynthia kemur fyrst fram. Bros hennar er endalaust og varirnar glansa. Hún kastar kossi til áhorfenda sem fagna henni. „VIÐ VERÐUM AÐ BERJAST GEGN ALNÆMI EN EKKI FÓLKI MEÐ ALNÆMI," ÖSKRAR CYNTHIA AF SVIÐINU I Botswana hefur meira að segja for- setinn, Festus Mogae, farið í Hiv-próf. Hann sér alnæmi sem stóra ógn við þjóðina sem heild. í Afríku hafa 17 millj- ónir manna dáið af völdum alnæmis, 30 milljónir til viðbótar eru smituð. „Alnæmi snýst ekki lengur um sjúk- dóm, þetta snýst um mannréttindi," hefur fyrrverandi forseti Suður-Afríku, Nelson Mandela, sagt. Sonur hans dó úr alnæmi í janúar síðastliðinn. „Við verðum að berjast gegn al- næmi en ekki fólki með alnæmi,“ öskr- ar Cynthia af sviðinu. Rödd hennar drukknar í fagnaðarlátum þegar hún er krýnd Miss Hiv Stigma Free 2005. Mamma hennar kemur upp á sviðið og grætur. „Fyrir nokkrum árum fékk ég að heyra að dóttir mín ætti bara nokkra daga eftir ólifaða. Ég leitaði eftir hent- ugri kistu. En í dag stendur þú hérna. Ég er svo stolt, svo ógurlega stolt. Dóttir mín hefur risið upp frá dauðum og orðið drottning." Eftir Carolina Jemsby. Úr scenska tíma- ritinu Ordfront 4/2005. Þýðing, með leyfi höfundar: Hugrún R. Hjaltadóttir. Staðreyndir um Botswana og Hiv / alnæmi: Fólksfjöldi: 1.800.000 Höfuðborg: Gaborone Stjórnun landsins: Forsetinn Festus Mogae var endurkjörinn með miklum meirihluta síðasta haust. Aðaltekjulind: Demantar Botswana er það land sem hefur orðið næstverst úti hvaó varðar Hiv-smit þar sem um það bil 38% landsmanna eru smitaðir. Aðeins Swaziland hefur orðið verr úti. Frá og með árinu 2002 hafa allir alnæmissjúklilngar fengið ókeypis hiv-lyf frá ríkinu. Keppnin Miss Hiv Stigma Free hefur verið haldin þrisvar sinnum og er skipulögð af fé- laginu Center for Youth and Hope. 2003 vann Kgalalelo Ntsepe. Eftir að hún vann titil- inn vildi hún ekki tala um sjúkdóminn og hótaði að kæra fjölmiðla sem sögðu frá því að hún væri Hiv-jákvæð. Auður Eir Vilhjálmsdóttif LE Gleði guðs Gleði Guðs eftir séra Auði Eir Vilhjálmsdóttur fjallar um tilfinningar daglegs lífs og um möguleika okkar til að þekkja þær, búa með þeim og nota þær til góðs. Hún fjallar um sektarkennd, fyrirgefningu og kvíða, en líka um frelsið sem við höfum til að hugsa góðar hugsanir. Hún fjallar um einsemd og reiði, en líka um frið hjartans. Hún fjallar um möguleika kvennaguðfræðinnar. K VÍÐ/ og Jgei f FRlf fil Af KÉf'ÍNt :md oc RlRdsf LSí, ' I 'EhlíúllSt/U «» Bókin er einnig saga kvennahreyfingarinnar sem er uppspretta styrks og gleði. - Hvers vegna og hvenær hóf kvennahreyfingin baráttu sína? - Hverju er barist fyrir núna? ( .~J Bókin fæst í Kvennagarði, Laugavegi 59, Kirkjuhúsinu og bókabúðum' 20 / 2. tbl. / 2005 / vera

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.