Vera - 01.04.2005, Blaðsíða 35

Vera - 01.04.2005, Blaðsíða 35
/ aðalviðtal TíZ að koma á breytingum þarf að breyta (JJ^0^Jl^Jl^J\fj\ÍSrJQdJJdáJÍ(jl){l^J\[J^ ^UJjJJMog stuðla að jafnréttisuppeldi og áhuga drengja á svokölluðum kvennastörfum voru drengir sem ég skoðaði. Þannig að þegar kom að því að setja niður bókina lenti ég í ákveðinni krísu hvort ég ætti að skrifa bók urn þetta sem væri miðuð út frá drengjunum. Ég var alltaf svolítið að skoða hvort ég væri að ýta undir að það þurfi að sinna drengjunum sérstak- lega þegar þeim er engu að síður sinnt meira." Ingólfur sér þó réttlætingu á þess- ari áherslu sem hann tekur í bókinni. Hann segir: „Það sem í rauninni rétt- lætir þetta er jú að ég held því fram að stúlkur hafi í auknum mæli getað nýtt sér skólakerfið en ég held að hugsan- legt sé að við höfum gleymt að breyta menntun drengja í leiðinni. Karlar eiga kannski ekki endilega erfiða leið sem einstaklingar inn í hin svokölluðu kvennastörf en hugmyndin um karl- hjúkku eða karlkyns leikskólakennara virðist vera erfiðari að taka við. Þetta er nokkuð sem ekkert hefur verið unnið í.“ Þörf fyrir áframhaldandi baráttu Akademíski femínisminn og póst- strúktúralisminn eru samtvinnaðir í huga Ingólfs og það greiningartæki sem hann beitir. Það eru þessi greiningartæki sem hann nýtir í bókinni sinni og með þeim sýnir hann fram á að framfarir í menntun stúlkna og fjölgun kennslu- kvenna séu jákvæðir þættir í skólastarf- inu. Aftur á móti hafa ríkjandi hug- myndir um karlmennsku í samfélaginu skaðleg áhrif á mótun drengja. Ingólfur segir að til að koma á breytingum þurfi að breyta karlmennskuhugmyndunum og stuðla að jafnréttisuppeldi og áhuga drengja á svokölluðum kvennastörfum. Ingólfur segir þörf á að láta ekki deig- an síga í jafnréttisbaráttunni. „Sá árang- ur sem stelpurnar hafa náð hefur komist á vegna áratuga baráttu. Þetta gerist ekki fyrirhafnarlaust og það er ekki eins og verið sé að gera eitthvað fyrir stelpurnar vegna einhvers sem ríkið hefur gert. Það er kvennabaráttan sem hefur skilað þeim árangri sem ég held og vona að stúlkur hafi náð að einhverju leyti varanlega. í leiðinni hafa menn kannski ekki gáð að því að það þarf líka að hjálpa strákum að fara inn á svið kvenna. Hvort sem það er að verða flugþjónn, hjúkrunarfræð- ingur, leikskólakennari eða að taka jafna heimilisábyrgð." Hann nefnir feðraor- lofið sem skref í rétta átt, „en eins gott og það er þá er það ekki töfralausn, þær eru nú fáar til.“ Hvað með framtíðina í jafnréttis- baráttunni? Ingólfur telur að það geti vel verið að það sé gjöfull farvegur í jafn- réttisbaráttunni að rannsaka frekar mál- efni drengja en hann bætir við: „Ég áskil mér rétt til að verða ekki sérfræðingur í málefnum drengja heldur menntunar- fræðingur með áhuga á kynjajafnrétti og náttúruvernd." Umfjöllun um bókina Karlmetmska og jafnréttisuppeldi er á bls. 56. Vefsíða Ingólfs er: www.ismennt.is/not/ingo Þar má tneðal annars finna fyrirlesturinn „Valdið í orðrœðuttni: áhrif sagttfrœðings- itts Foucaults í mettntunarranttsóknum“. vera / 2. tbl. / 2005 / 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.