Vera - 01.04.2005, Qupperneq 57

Vera - 01.04.2005, Qupperneq 57
þó hann fylgi ekki þvi formi sem við erum vönust. Og þessi mynd er ekkert rosalegri en fjöldi vídeólistaverka sem ég hef skoó- að. Áhorfendur eru bara greiniLega mun viö- kvæmari fyrir grófLeika og öLLu því sem brýt- ur upp viðtekið form þegar um kvikmyndir er að ræða en vídeóList. MerkiLegt er Líka að innan um aLLt hið óviðfelLdna, er myndin Líka mjög Ljóðræn á köfLum. Lukas Moodysson var LjóðskáLd áður en hann byrjaði að gera kvikmyndir og það gLittir i LjóðskáLdið. Handritið er LausLega skrifað af Moodysson, myndin meira og minna spunn- in af aðaLLeikurunum í samstarfi við hann. Enda eru þau öll skrifuð fyrir handritinu. Hvað er verið að segja með þessari mynd? Þeirri spurningu hefur verið veLt upp vióa. Líka spurningunni um hvort eina Leiðin tiL að ná athygLi fóLks núorðið sé að hneyksLa þaó eða Láta því bregða. Kannski. ALLavega merkir maður það á öLLu, ekki bara kvik- myndum, heldur ekki síður augLýsingum. Ádeila á mötun upplýsingaflæðisins SjáLfsagt verður hver að finna út úr þessu fyrir sig, en ég fékk aLLavega mjög sterkt á tilfinninguna að Moodysson vildi sýna hvað upplýsingafLæðið og mötunin í nútímanum j hefur mikil áhrif á líf fólks, ekki síst þess sem ekki hefur örugga sjálfsmynd eða er utangarðs. Stúlkugreyið er tiL dæmis með lýtaaðgerðir á heiLanum, hefur minnkað á sér skapabarmana. Hún grætur Líka yfir að hafa ekki verið vaLin í raunveruleikaþáttinn Stóra bróður og hefur dreymt um að verða módel frá þvi hún var lítil. Netið fær Líka sinn skerf, enda karlarnir meðvitaðir um að þó að fóLki finnist þeir vera að gera eitt- hvað rangt með þvi að búa tiL kLámmynd, þá séu þeir bara að svara eftirspurn. KLámið sé stærst á netinu. Og varLa geti það verið slæmt sem meirihlutinn vilL. Ég er ennþá að meLta Tómið í hjartanu. Get til dæmis ekki svarað því hvort mér finnst myndin góð eða ekki. Það var Líka erfitt að horfa á LiLju 4-ever, en mér fannst hún strax áhrifamikiL og góð. Tómið í hjart- anu er athygLisverð að mörgu Leyti, ekki síst fyrir tiLraunirnar með formið. En auk þess að vekja hjá manni ógeð fannst mér hún á köfLum Líka hundLeiðinLeg og tangdregin. ). FurðuLeg kvikmyndauppLifun, en hver segir að maður eigi aLLtaf að skemmta sér eða gráta af samúð yfir einhverju sorgLegu á bíó? Kvikmyndin sem miðiLl er veL tiL þess falLin að spila á aLLan tilfinningaskalann. Sigríður Pétursdóttir / kvíkmyndir / VERA DRAKE Ein af bestu myndunum sem ég hef séð að undanförnu er án efa nýjasta mynd Mike Leigh, Vera Drake. Leikstjórinn er í miklu uppáhaldi hjá mér og virð- ist i stöðugri sókn. Allt eða ekkert frá 2004 var mjög góð mynd en Vera Drake er enn betri. Engum tekst betur að draga upp mynd af breskri verkamannastétt en Mike Leigh en að þessu sinni gerist myndin ekki i nútimanum heldur um 1950, þegar þjóðin var ennþá hálf lömuð eftir striðið. Vera Drake er LítiL og hokin, brosmild kona. Lúsiðin þrífur hún heima hjá efnam- eira fóLki en eyðir því sem eftir lifir dags í að hugsa vel um fjöLskylduna sína, mann og tvö uppkomin börn sem búa heima. TeboLLi bjargar öLLu og hún viLL aLLa hugga og öLLum hjáLpa. Vera fer Líka á hverjum degi tiL aLdr- aðrar móður sinnar og hugar að henni, en á kvöLdin Lyfta hjónakornin sér stundum upp, fara á bíó eða fá sér eina koLlu á næsta bar. FjöLskyLdan er samheLdin og góð tiLbreyt- ing að sjá i kvikmynd eLdri hjón sem eLska greiniLega hvort annað ennþá af öLLu hjarta. En Vera á sér leyndarmáL. Æðrulaus hjáLpar hún ungum stúLkum og stundum fulLorðn- um konum að framkaLLa fósturLát. Þær eru örvæntingarfuLLar, geta ekki með nokkru móti hugsað sér að eignast börnin. Vera trúir þvi staðfastLega að hún sé að gera rétt, annars myndi Líf kvennanna Leggjast í rúst. Enginn í fjöLskyldu Veru veit af þessu fyrr en LögregLan bankar að dyrum hjá þeim og Vera er Lögsótt. Mike Leigh Leggur aLLtaf mikið upp úr góðum Leik og að þessu sinni verður hann framúrskarandi. Hvers vegna ImeLda Staunton fékk ekki Óskarinn fyrir túLkun sína á Veru mun ég aLdrei skiLja. Aðrir Leik- arar í myndinni eru Líka afbragðsgóðir og án efa má rekja það hve veL tekst til meðaL annars tiL þess að Mike Leigh æfði atriðin með Leikurunum mánuðum saman áður en farið var í tökur. Þannig verður persónu- sköpunin líka sterk. Auk þess gerir þessi aðferð það að verkum að samtöLin sLípast og verða eðLileg. BLær raunsæis einkennir myndir Mike Leigh, hann notar mikið náttúruLega lýs- ingu, Lítinn farða og síðast en ekki síst er hann meistari í að nota þögn og umhverfis- hljóð. Þaó er ekki mikiL tónList í myndinni, en þar sem hún er á hún veL við. MínímaLískar margradda kvenraddir í forgrunni, stundum Leika nokkur hLjóðfæri undir. Ég verð Lika að minnast á leikmynd, búninga og aLLa aðlögun að sögutímanum, eftirstríðsárunum. Hvert smáatriði er án nokkurs vafa úthugsað. SpegLar Líka á Lág- stemmdan hátt stétta- og aðstöðumun. Væntumþykja, virðing og vandvirkni eru LykiLorð sem mér detta í hug þegar ég hugsa um myndir Mike Leigh. Honum þykir svo vænt um persónurnar sinar og þess vegna verða þær svo mannLegar aö maður fær djúpa samúð með þeim. Mike Leigh leggur alltaf mikið upp úr góðum leik og að þessu sinni verður hann framúrskarandi. Hvers vegna Imelda Staunton fékk ekki Óskarinn fyrir túlkun sína á Veru mun ég aldrei skilja vera / 2. tbl. / 2005 / 57

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.