Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1883, Side 23
feð sirnii anstr eptir. j>essa tvo raánuði sfest hann mest alla
"ottina, en gengv þó æ fyrr og fyrr undir: fyrst í Marts kl. 5
niorguns, fyrst í Apríl kl. 3, í miðjum Maí kl. 1 og fyrst í Júní
UM miðnætti. Fyrst í Júlí gengr hann undir með sdl og hverfr
M sýnum að kvöldi, en kemr seinast í sama mánuði aptr fram
U|n morgna fyrir sólaruppkomu, því hann kemr þá upp 2 stundum
a undan henni. Verðr síðan uppkoma hans æ fyrr og fyrr, í
m,ðjum Ágúst um miðnætti, fyrst í Október kl. 10, í miðjum
^övember kl. 8 og í miðjum December kl. 5.
ftatúrnus sést í Janúar mestan hluta nætr, cn gengr þá æ
tyrr og fyrr undir, svo tíminn, er sjá má hann, styttist óðum: í
■niðjum Febrúar má sjá hann þangaðtil kl. 2 um nóttina, en
seinast í Marts ei lengr enn til miðnættis. Seinast í Apríl gengr
^ann undir kl. 10, og hverfr þá í sólargeislonum, unz hann aptr
fer að koma fram um morgna í Júní. Fyrst í Júlí kemr hann
UPP um miðnætti, og frá Ágúst til ársloka má sjá hann alla
nottina. Hann er allt árið á ferð í þjórsmerki, og fer þar í
m'ðjuni Ágúst framhjá Aldebaran fyrir norðan.