Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1883, Side 34

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1883, Side 34
herkonungur rjettu nafni, ef hann færði eigi út ríki sitt að fengH' um slíkum sigri. Meðan á ófriðnum stóð, höfðu þýzkir þjóðhöfðingjar hinir helztu orðið á það sáttir, að undirlagi Bismarcks, að öll þýzk lðnd utan endimarka Austurríkis gengi saman í alríkislög, en hjeldu þó sjálfsforræði að nokkuru leyti, og höfðingjar tignarnafni og þannig sneiddum völdum. Höfðingi fyrir sambandsríki þessu skyldi vera Prússakonungur, og hafa keisaranafn, en þjóðkjörið þing hafa löggjafarvald í alríkismálum með keisara, og við hlið honum standa til ráðaneytis nefnd manna frá stjórnendum allra bandaríkjanna, er nefnast skyldi sambandsráð, en formaður ráðs- ins einn hafa alla stjórnarábyrgð og nefnast ríkiskanselleri. Mál þetta bar fram Hlöðver konungur í Bajern, og var það næsta auðsótt við Vilhjálm konung. Hann sat þá í Versölum með hirð sinni og höfðingjum, í höll Hlöðves konungs XIV, og var honum þar gefið keisaranafn 18.janúar 1871. Pylgdi þeirri athöfn mikil dýrð og prýði. |>ar með var því framgengt orðið, er lengi hafði þráð verið af flestum hinum beztu mönnum með þjóðverjum, °S endir orðinn á tvístring landsins í fjölda smáríkja, er löngum hafði staðið þjóðinni fyrir þrifum og margsinnis gjört hana uppnæma fyrir grönnum sínum. |>að stórvirki Bismarcks mun þjóðvequm seint fyrnast, og er það sannast að segja, að fy>-u' það hafa þeir þolað honum síðan ráðríki hans í lengstu lög' Keisari gaf honum að ófriðnum afloknum furstanafn, og skyldi sú nafnbót ganga í erfðir til niðja hans; áður bar hann greifa- nafn sem þeir faðir hans og forfeður. Sæmdur var hann og þ&r á ofan stórum íjegjöfum í löndum og lausum aurum. J>á gjörðíst hann og ríkiskanselleri, og hefir verið það síðan. Nokkurum sinn- um hefir hann beðizt lausnar, er honum heflr þótt andróður þing- manna úr hófi keyra eða annað gert sjer í móti skapi, en keisan hefir jafnan svarað á eina leið: aldrei. f>au 10 ár eða 11, er liðin eru síðan þessi tíðindi gjörðust, er nú var frá sagt, hefir Bismarck átt einkum tvennt að vinna: að koma hinn nýja ríki í öruggar skorður, og bægja fráþvíöllum háska út í frá, einkum af völdum Prakka. Hefir hann unnið að , hvorutveggja með miklum viturleik og skörungskap og fra" bærri elju. Harðráður hefir liann þótt innanlands, en stjórnsamur og framkvæmdarmikill. Hann hóf bráðlega snarpa baráttu við ríki páfa og kaþólskra kennimannahöfðingja á þýzkalandi, er hann (80)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.