Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1883, Page 37

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1883, Page 37
Þótti nauðsyn til bera að láta nafnið týnast og fjekk sjer þyí leyfisbijef til nafnbreytingar. þenna langafa-bróður Léons Gam- betta hafði hent það slys, er ítalir svo að orði kveða, og opt bervið þari landi, að hann hafði lagzt út og myrt menn sjer til fiár með öðrum stigamönnum, en varð höndlaður og upp festur á gá'ga. Svo er sagt, að Léon Gambetta var snemma settur til bókar og skyldi læra til prests. Var honum það í móti skapi, °g var það haft í munnmælum síðar, er hann var þjóðkunnur °rðinn, að hann hefði stungið úr sjer hægra augað, er hann var barn, til þess að forða sjer undan prestskapnum. En sú saga er tilbúningur. Hann meiddi sig í augað 8 vetra gamall, afslysi, varð aldrei jafngóður í því og ijet loks taka það úr sjer eptir að hann var fullorðinn, til þess að forða hinu auganu. Að afloknu eliólanámi fór hann til Parísar, stundaði þar lögvísi, og gjörðist málaflutningsmaður rúmlega tvítugur. Snemma þótti hann mikill fyrir sjeri hávaðamaður mikill, kappsamur og ódæll; vildi jafnan vera fyrir lagsmöniium sínum í hvívetna, þótti og hafa margt til þess að bera, einkanlega frábæra mælsku. Mjög gerði hann sjer skrafdrjúgt um landsins gagn og nauðsynjar; stundaði þó af Wpi nám sitt og atvinnu. Hann ijekk og brátt orð á sig fyrir fróðleik í lögum og landstjórnarvísindum umfram aðra unga menn á sama reki, og framúrskarandi skarpleik. Mestu óbeit hafði hann á Napóleon III og stjórn hans, og var enginn hinna yngri manna óþarfari keisara við þingkosningar í París en Gam- betta. Hann iiefir verið eindreginn þjóðvaldsstjórnarmaður alla tið frá því er hann komst til vits og ára. þ>á var Gambetta þrítugur, er sá atburður varð, er gjörði bann þjóðfrægan í einu vetfangi. Lögreglustjórn keisarans lagði bann fyrir, að efnað væri til samskota til minnisvarða á leiði Baudins þingmanns, þess er fallið hafði fyrir, liði Napóleons í París árið 1851, er hann brauzt þar til ríkis með ofbeldi og klækiskap, svo sem flestum er kunnugt. Blað það, er ætlaði að gangast fyrir samskotunum, var lögsdtt, en ritstjórinn fjekk Gam- betta til að halda uppi svörum fyrir sig fyrir dómi. Gambetta i sneri vörninni upp í sókn á hendur keisarastjórninni, svo djarflega og napurlega, að flestum fannst mjög um. Blöðin fluttu ræðuna um land allt og víðar, og var hvervetna gerður að henni mikill rómur. petta var um haustið 1868. Skömmu síðar var hann bosinn á þing í tveimur mestu borgum landsins í einu, París og Massilíu (Marseille), og í Massiiíu jafnvel fyrir Thiers, slíkum (33)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.