Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Árgangur

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1883, Blaðsíða 42

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1883, Blaðsíða 42
sjer til málsbótar, sem siður er slíkra manna. þeir ófrægðu hann af fremsta mætti, og í þann streng tóku fegins hendiýmsir ófrjálslyndir og óhlutvandir eða fávísir blaðamenn í öðrum löndum, þeim mest, er mjög eru lítils háttar, og hefir fyrir þeirra við- leitni og athugaleysi almennings og hleypidóma haldizt allvíða allt til þessa töluverður ýmugustur eða ótrú á Gambetta. Eru raunar slíks opt dæmi um afburðamenn. A þingi var Gambetta um þessar mundir spakur og hógvær, ef eigi var á hann leitað; gerði sjer f'ar um að ávinna sjertraust og þokka sem flestra þingmanna. Mjög var hann áfram um, að kapp væri á lagt að auka og bæta her og landvarnir, og vildi sízt að sparað væri fje til slíkra hluta. þótti mönnum sem fáum mundu búa ríkara í skapi hefndir fyrir ófarirnar fyrir þjóðverjum, og jók það honum stórum vinsældir innanlands; en þjóðverjar höfðu á honum illan hug. Til fiestra framfaramála lagði hann nokkuð, og jafnan að meira viti og stillingu en sveitungar hans, er þá voru, þeir lagsmenn lengst til vinstri handar, svo sem að orði er komizt á þingmáli. En er honum óx þinggengi, tók hann að gerast djarfmæltari, og urðu keisarasinnar mest fyrir ádeilum hans. Leiddu þeir opt saman hesta sína, Paul Cassagnac, alræmdur orðhákur úr liði keisarasinna, og Gambetta. Einhveiju sinni bar svo til, að 2 eða 3 garpar úr flokki keisaramanna tóku sig saman um að veitast að Gambetta og lemja á honum. þeir hittust a brautarstöðvum á þingleið til Versala. þeir fjelagar bjuggust til verka; en er múgurinn varð þess var, ýfðist hann svo við, að köppunum leizt að taka á rás og þóttust eiga fótum fjör að launa. það var síðar miklu, haustið 1878, að einum af ráð- herrum Mac Mahons forseta, Fourtou, þótti sjer svo misboðið í orðum af Gambetta á þingi, að hann skoraði á hann til einvígis. þeir komu á hólminn og skutust á með skammbyssum, en á all-löngu færi, og sakaði hvorugan. þótti það hafa verið lítil mannhætta, sem títt er um þess konar einvígi, er mjög eru algeng með Frökkum, og var sett saman um fund þennaskopleg kýmnisaga. það gerði Mark Twain, hiðfræga kýmniskáld Vestur- heimsmanna. Frá því er nú að segja, að lögleiðslaþjóðvaldsstjórnarskipunar tókst með þeim hætti, að þeir Thiers og Gambetta skiptu með sjer verkum um fortölur við þingmenn. Gambetta tók að sjer þá, er hjeldu sig yzt til vinstri handar og voru ófúsir að þýðast minni stjórnarbót en freklegast hafði til verið mælzt; en Thiers (»8)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.