Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Árgangur

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1883, Síða 43

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1883, Síða 43
hina, er lítilþægastir yoru, og stóðu á vegamótum einvaldsstjómar °S þjóðvaldsstjórnar suinir hverjir. Að koma svo mörgum á miðl- unarveg þar á milli, að aðrir þingmenn yrði ofurliði bornir, það yar þrautin, og áttu þeir fjelagar í því þófi svo mánuðum skipti. i lok janúarmánaðar 1875 fór fram hin fyrsta atkvæðagreiðsla ^ni hina nýju stjórnarskipun og hafðist fram með eins atkvæðis ®nn. Hinn 25. febr. voru stjórnarskipunarlögin fullgerð. Mjög þótti ýmsum frelsismönnum stjórnarskipun þessari ábótavant; en Gambetta kvað betra að veifa röngu tije en öngvu og að öll frumsmíð stæði til bóta. A áliðnu ári 1875 sleppti þingið gamla loks völdum. Um Veturinn. eptir var kosið til hins nýja þings, og fengu þjóðvalds- stjórnarmenn þar ágætan sigur, enda láGambetta eigi á liði sínu 1 kosningarbaráttunni. Hann varð fjárlaganefndarformaður á þessu þingi og hinum næstu þingum eptir, til þess er hann , gjörðist þing-forseti, í fulltrúadeildinni, á öndverðu ári 1879. * í’orsetatigninni hjelt hann til þess í haust, að hann tók við stjórnarformennsku. þótti hann reka það starf hvorutveggja vel °g skörulega. Um vorið 1877 höfðu einvaldsmenn og klerkavinir fengið snúið Mac Mahon ríkisforseta, er þeir höfðu hafið til valda í stað Thiers, að því ráði að rísa. upp til mótspyrnu gegn þinginu og taka sjer til ráðaneytis ramma einveldismenn. Skömmu síðar var fulltrúadeildin rofin að hans boði og efnað til nýrra kosninga. A síðasta þingfundi áður talaði Gambetta í nafni meirahlutans, allra þjóðvaldsstjórnarmanna, í 3 klukkustundir í senn. *Vjer erum 363 meirihlutamenn hjer á þingi« mælti hann »er nú á uð visa heim og stjómin ætlast til að aldrei komi aptur; en jeg segi henni það fyrir, að við komum tvíefldir aptur og stórum hðfleiri; við komum 400 aptur«. Og það rættist. Svo hafa menn sagt, að 1200 sinnum væri tekið fram í ræðuna fyrir honum úr stjórnarflokknum, af Cassagnac einum meira en 100 sinnum. þá er hann var kominn aptur til sætis síns úr ræðustólnum, leið yfir hann ómegin. í kosningunum höfðu stjórnarmenn öll rangindi # í frammi og lögleysur, er þeir máttu við koma. En svo gengu þeir Gambetta vel fram í móti, að þeir fengu ágætan sigur (14. °kt. 1877), svo sem fyr var á vikið. þetta var síðasta atrenna einvaldsstjórnarmanna að færa þjóðveldið til heljar. Er þó þess að geta, að margir hafa fyrir satt, að Mac Mahon og hans menn hafi haft viðbúnað til stjórnarbyltingar með hervaldi haustið (s») 1

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.