Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1883, Page 46

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1883, Page 46
veðráttu sunnanlands og víðar, eptir óvenjuharðan vetur, og hjelzt langt fram á vor; en síðan kuldasamt og grasbrestur mjög mikill, einkum á túnum. Maí 5. Konungur kveður til alþingissetu frá Pjetur biskup Pjetúrsson, Berg amtm. Thorberg,, Jón Pjetursson háyfirdómara, Magnús yfirdómara Stephensen, Ama landfóg. Thorsteinson og Sigurð Melsteð pr.skólaforstöðumann, 6. Synódalrjettur dæmir Sigurgeir prest Jakobsson á Grund frá embætti. 8. Póstgufuskipið Arcturas af stað frá Khöfn til strandsiglinga umhverfis Island. 24. Kosnir alþingismenn í Norðurmúlasýslu þeir porvarður læknir Kjerúlf og Benid. sýslum. Sveinsson. Júní 7. Amtsráðsfundur vestra, í Ólafsdal. Lokið 9. 18. Kosnir alþingismenn í Árnessýslu þorlákur bóndi Guðmundsson og Magnús Andijesson biskupsskrifari. 26. Prestvígðir þeir Eiríkur Gislason og Magnús Andijesson pr." skólakandídatar. 26. Kaupskip frá Vesturheimi, Jamestown, brýtur við Stafnes, ;hlaðið trjávið. Selt við uppboð fyrir 8-10 þús. kr. 27. Amtsráðsfundur syðra, í Évík. Lokið 30. 28. Guðmundur Jiorláksson tekur embættispróf í Norðurlandamálum við Khafnarháskóla (magister-conference). Júlí 1. Alþingi sett, af landshöfðingja, í hinu nýja þinghúsi. Porseti í neðri deild Jón Sigurðsson frá Gautlöndum, í efri d. og sameinuðu þingi Bergur Thorberg. Varafors. í neðri d. þórarinn Böðvarsson, í efri deild Árni Thorsteinsson, í sam- einuðu þingi Tryggvi Gunnarsson. 1. Jón Sigurðsson tekur embættispróf í læknisfræði í Rvík, með 1. einkunn. 8. Bókmenntaíjelagsfundur í Reykjavík. 9. Sigurður Ólafsson tekur embættispróf í lögum við Khafnar háskóla með 2. einkunn. 9. Herskipið Alliance frá Vesturheimi kemur til Reykjavíkur á leið norður í höf að leita að Jeannette, pólfararskipi Bennetts ritstjóra í New York. Kom aptur norðan 10. okt., fór 15. 9. Lokið burtfararprófí í lærða skólanum: útskrif. 15 alls, 11 með 1. eink., 4 með 2. Ágúst 23. Aðalfundur jijóðvinafjelagsins á alþingi. Forseti endur- kosinn Tryggvi Gunnarsson, varafors.kosinn Eiríkur Briem. 27. Alþingi slitið. Hafði til meðferðar 102 mál; afgreiddi sem lög 29 frumvörp. 31. Lokið embættisprófi á prestaskólanum: Magnús Helgason, Sigurður Stefánsson, Lárus Eysteinsson, Jón Óíafur Magnússon og Pjetur Jónsson með l.einkunn, Helgi Árnason með 2. eink. September 12. Aðalfundur Gránufjelagsins, á Akureyri. 16. Landshöfðingi veitir heiðurslaun úr styrktarsjóði Christ- ians IX þeim Jóni Runólfssyni á Vatnshömrum og Vilhjálmi Bjarnarsyni i Kaupangi, 160 kr. hvorum. («)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.