Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1883, Page 70

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1883, Page 70
tvær sögur af Jóni skírara, sem Unger hefur látið prenta 1 Postolasögum. Önnur þeirra er nánast pijedikun á Jónsmessu, en hin er meira í söguformi, og er rituð af presti nokkrum, »en’ (irímur hjet, fjrir Runólf ábóta í Veri.á oíanyerðri 13. öld. Jónsmessuhelgi var úr lögum numin á íslandi árið 1770. — JónS' messunóttin var höfð í miklum metum til forna, og vmislegnr átrúnaðnr við hana bundinn bæði hjer á landi og erlendis. Hun ( þótti þannig hjá oss bezt fallin til að fá sjer kraptagrös og náttúrusteina, og döggin var og þessa nótt svo heilnæm, að et menn veltu sjer berir í heuni, urðu menn alheilir af öllum sjuk' leika. Sömu trú höfðu menn og í öðrum löndum, ef menn forU og lauguðu sig í uppsprettum eða drukku úr þeim þessa nótt. það var og trú manna erlendis, að illir andar gengu lausirþessa nótt og gerðu allt það illt af sjer, sem þeir gætu. Af því kom _s* siður að kynda bál á hólum og hæðum svo sem vörn á móti þessum öndum, og hefur sá siður að nokkru leyti haldizt við sumstaðar enn fram til vorra tíma. 27. júní er dagur, sem er settur til minningar um SjÖ' sofendur, og er munkasaga til um þá, sem prentuð er á íslenzku í Nýrri Sumargjöf. þiegar Decíus keisari ofsótti kristna menn sem mest nm miðja 3. öld, vóru þeirra á meðal 7 bræður eða 7 vinir, sem sumir segja, er eitt sinn vóru dregnir fjr’.r keisarann og hótað öllu illu, ef þeir ljetu ekki af trú sinnJ; Keisarinn gaf þeim þó dálítinn umhugsunartíma, og þeir fóru þa í helli nokkurn nálægt Efesusborg og lögðust til svefns. |>essu komst keisarinn að, og ljet hlaða grjóti fyrir hellismunnann, en bræðurnir sváfu þarna í 200 ár, og vöknuðu loks við það að hjarðsveinn einn af tilviljun opnaði hellismunnann og að nýttlopk streymdi inn á þá. Jrá fór yngsti bróðirinn til borgarinnar að kaupa matvæli, en nú vóru allir borgarmenn orðnir kristnir, og þegar þeir heyrðu söguna um bræðuma, fór múgur og margmenn' upp að hellinum að tala við þá; þeir lögðust þó skömmu síðar til svefhs aptur og sofa þar enn til dómadags. 29. júní er Pjeturs messa og Páls, því þann dag er sagf Neró keisari hafi líflátið þá árið 63. Pjetur postuli var krossfest- ur á höfði eptir eigin beiðni, en Páll hálshöggvinn. Til eru söguf á íslenzku um þá báða, og er þar þessa ítarlega getið. — Næsti dagur fyrir Pjeturs messu og Páls var að fornu pingreiðardagur íslendinga, svo sem sjá má á Rímbeglu og víðar. Julins kallar Guðbrandur byskup Maðkamánuð og # dönsku heitir hann »Ormemaaned«, sem er sama. Upphaflega kölluðu Rómverjar þenna mánuð »Qvintilis« (hinn fimmta), af því að hann var fimmti í röðinni frá marz, ,sem þeir töldu fyrstan í árinu éptir boði Rómúlusar konungs. Á fyrstn öld fyrir Iír- var nafninu breytt og mánuðurinn kallaður »Julius« til heiðurs við Julius Caesar, Annars helguðu Rómveijar þenna mánuð Jupiter, sem var æðsta goð þeirra líkt og Óðinn hjer á Norður- löndum. Jrað lítur þó út sem fornmenn hafi stundum hugsað sjer að Jupiter og þór væri sama, því hofjupiters eruoptkölluð J)órs hof í gömlum bókum. (6fi)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.