Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1918, Blaðsíða 38
XXXVI
Yfirmaður á varðskipinu við ísland 1902 hefir samið
og skýrt frá heimildaratriðum þeim, sem töflur þessar fela
( sér. Þau eru samin aðallega eftir athugunum, sem !s-
lenzkir athugarar gerðu sama árið á þessum stöðum.
Plánc 1111" 11 :n’ 1018.
Merkúríus er vanalega svo nærri sólu, að hann sést
ekki með berum augum. 25. janúar, 24. maí og 18. sept-
ember er hann lengst í vesturátt frá sólu, og kemur kring-
um þá daga upp hlutfallslega 1 stundu fyrir sólarupprás,
3/4 stundu eptir sólarupprás og 2 stundum fyrir sólarupp-
rás. 7. apríl, 5. ágúst og 30. nóvember er hann lengst í
austurátt frá sólu og gengur 7. apríl og 5. ágúst undir
hlutfallslega 2V3 stundu eptir sólarlag og um sólarlagsbilið.
30. nóvbr. er hann urn sólarlag mjög lágt á lopti í suðri.
Yenns er ( ársbyrjun í austurátt frá sólu, og skín
skærast kringum 5. janúar. 10. febrúar reikar hún fyrir
framan sólina yfir á morgunhimininn. Hún skín skærast
kringum 15. marz, er 21. apríl lengst í vesturátt frá sólu
og kemur kringum þann dag upp í Reykjavík 3/3 stundu
fyrir sólarupprás. 23. nóvember reikar Venus á bak við
sólina yfir á kveldhimininn.
Mars! er í ársbyrjun í Meyjarmerki, færist fyrst, þang-
að til í byrjun fehrúar, í austurátt, gengur því næst vestur
á bóginn inn í Ljónsmerki, snýr þar í apríllok aptur við
og reikar úr því austur á bóginn gegnum Meyjarmerki,
Metaskálamerki, Sporðdrekamerki, Höggormshaldarann,
Skotmannsmerki og Steingeitarmerki, og þar er hann í árs-
lokin. 15. marz er hann gegnt sólu. Marz er í hádegisstað :
í byrjun janúar kl. 53/2 f. m., f febrúarlok kl. 2 f. m., í
aprílbyrjun kl. 11 e. m., í júníbyrjun kl. 7 e. m., í júlílok
kl. 5 e. m., í byrjun nóvember kl. 3 e. m. og í árslokin
kl. 2V2 e. m.
Júpíter er í ársbyrjun í Nautsmerki og færist fram
í janúarlok vestur á yið, því næst austur á bóginn gegn-
um Nautsmerki og Óríon inn í Tvíburamerki, og fer þar
í byrjun nóvember aptur að færast vestur á við. Júpíter
er í hádegisstað: í ársbyrjun kl. 93/2 e. m., í febrúarlok
kl. 6 e. m., í júnfbyrjun kl. 1 e. m., f byrjun ágúst kl. 10
f. m., í lok nóvember kl. 3 f. m. og í desemberlok kl.
12V2 f. m.