Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1918, Blaðsíða 152
síðara húðlátið lagt á þegar maðurinn var nokkurn-
veginn gróinn eftir hið fyrra. Priðja húðlátið held eg
sjaldan hafl verið lagt á.
Húðlátsmálin voru fleiri en svo, að hér sé rúm til
að telja þau, og galdramálin sjálf þó paðan af fleiri.
Kristófer Heidemann, sem hér var höfuðsmaður í lok
17. aldar, nam af galdrabrennurnar, en húðlátsrefs-
ingin héist um hans daga og lengi eftir pað (til 1746),
og galdramál voru við og við að skjóta upp höfð-
inu alla 18. öldina út og jafnvel fram á pá 19.
Af galdramálum peim, sem ekki enduðu meö
brennu, skal eg að eins nefna ör-fá. — 1628 byrja
galdramál Illuga prests Jónssonar á Kálfafelli á Síðu
..(bróður sr. Sig. Jónssonar í Presthólum, sem ort heflr
Hugvekjusálma o. fl.). Málin eru í hrakningum milli
héraðs og alpingis par til 1633. Er pá Illugi loks
sýknaður, en missir embættið. — 1630 á Ólafur Pét-
ursson í máli út af galdra-áburði sr. Guðmundar
Jónssonar, sonar Jóns lærða. Ólafur var pá umboðs-
maður höluðsmanns hér, og kom hann fram eiði.
Guðmundur var dæmdur af embætti fyrir rangan
áburð, en fékk prestskáp aftur 1637. — Á alpingi 1630
er dæmdur dómur mikill, sitja í honum biskupar
báðir, Oddur Einarsson og Porlákur Skúlason, lög-
menn báðir, Gísli Hákonarson og Halldór Ólafsson,
og sex prestar og sex sýslumenn. Dæma peir pá Gísla
nokkurn Snæbjarnarson til aflausnar fyrir galdra-
blöð. — 1631 gekk á Bessastöðum dómur í galdra-
málum Jóns Guðmundssonar lærða. Var hann ger
útlægur og fór til Danmerkur. Veitti Kristján kon-
ungur 4. honum einhverja linkend og lét rannsaka
mál hans að nýju. — 1646 var Sveinn Skotti hýddur
á alpingi fyrir kukl og óknytti, og tveim árum siðar
(1648) var hann hengdur í Rauðuskörðum í Barða-
strandarsýslu. — 1650 var Jón nokkur Gýjuson tekinn
af fyrir galdur o. fl. Ætlaði seint að takast að höggva
af lionum hausinn, pví að öxin vafðist upp sem 1
(98)