Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1918, Blaðsíða 110
aö spretta i harðindatíð innan um snjóinn, til björg-
unar fénaði og fjáreigendum.
í 11 ár befir kostnaðurinn við hej'vinnu verið ná-
lægt 3000 kr., en tekjur nálægt 6000 kr. Pó hafa tekj-
urnar af garðræktinni verið meiri.
Auk áveituengjanna hefir félagið ræktað 2 hektara
af túni.
Víðar eru hér á landi hverar og laugar en í Reykja-
hverfi, enda eru á stöku stað ræktaðar kartöflur við
laugar, en líklegt er að víðar mætti nota jarðhita en
gert er. Gagn og gaman væri að því, ef einhverstaðar
hér á landi væru landshættir svo, að hægt væri að
búa til engjablett líkan þeim ofannefnda.
Fellisárið 1014.
Pótt skýrsla sé hér að framan um búnaðarástandið
1913—14 og afleiðing harðindanna, þá er hér sett
nákvæmara yfirlit, til þess að mönnum verði sem
ljósast, hve áríðandi er að setja hyggilega á liey sín
á haustin og hve mikill voði það er að treysta um
of á góða vetur.
Eftir framtali bænda var í fardögum 1913 sauðfé
alls 634,963, en vorið eftir (1914) 589,604. Eftir því
varð fækkunin. 45,360. Mest fækkuðu gemlingar og
lambær, en geldær fjölguðu. Misjafnt skiftist þessi
fækkun á fjórðunga landsins.
1913 19U Fœkkun
Suðurland............ 192,443 153,970 -r- 20°/»
Vesturland............ 133,726 117,458 -f- 12°/o
Norðurland........... 175,569 177,539 + 1»/»
Austurland........... 133,226 140,636 + 6°/o
Á Suðurlandi var fækkunin V? og Vesturlandi lle.
Á Norður- og Austurlandi fjölgaði féð lítið eitt, sem
sýnir, að harðindin voru þar minni og menn þar
vanari harðindum og farnir að búa sig betur á móti
liarðindavetrum. Pað hjálpaði líka, að sumarið var
(56)