Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1918, Blaðsíða 171
Magnús Eiríksson: »Já, frater, eg held, að Hallgrím-
ur hafi nú ekki meint petta svona«.
* *
Þorleifur gamli á Háeyri (við Eyrarbakka) var
hygginn maður og spaklyndur. Ýms heppileg orð eru
í munnmælum eftir hann. — Hann hafði dálitla verzl-
un, en lagði ekki kapp á að selja vörur sínar fyr en
út á leið á veturna og litlar vörur annarstaðar. Póttu
þær þá nokkuð dýrar hjá honum. Einn, vetur voru
menn í búðinni að hrakyrðast yfir þessu ránsverði.
Pá segir Þorleifur rólega: »Verið þið ekki að fárast
yflr verði, piltar góðir. Eg bið engan að kaupa af
mér, sýnist j'kkur skaði að skifta við mig, þá skuluð
þið láta vera að kaupa hjá mér«. — Porleifur lét
hönd selja hendi, og lánaði ekki. Einn sem bað um
lán og fékk ekki, spurði þá Þorleif, því hann aldrei
vildi lána, en hann svarar: »Af því að eg vil ekki vís-
vitandi afla mér óvinaa. — Eitt sinn sagði Þorleifur:
»Sá er munur á Sölva mínum og guði almáttugum*
að anrtar gerir alt af engu, en hinn alt að engm.
*
* *
Prestur, sem Hallgrímur hét, og bóndi, sem Bjarni
hét, voru samferða frá kirkju. —Prestar: »Pér voruð
til altaris í dag, Bjarni minn«. — Bóndi: »Hún Puríð-
ur er að þessu«. — Preslur: »Eg hefi heyrt, að óvíða
hér í grend sé lesið á föstunni og sungnir Passíu-
sálmarnir, nema lijá ykkur«. — Bóndi: »Já, hún Puríð-
ur er að þessum andskota, en hann Gisli á Bakka,
sem aldrei les eða er til altaris, hann fiskar altaf
meira en aðrir«. — Presturinn þagði og hristi höfuðið.
*
¥ *
Kennarakonan: »Hvaða merking leggja menn í græna
litinn?« — Alberl litli: »Vonina«. — Kennarak.: »En í
hvíta og svarta litinn?« — Albert litli þagði. — Kenn-
arak.: »Svarti liturinn merkir sorg og skugga, en
hviti liturinn sakleysi, gleði og lukku. Pess vegna
hafa brúðirnar hvíta kjóla brúðkaupsdaginn sinn«.—
(117)