Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1918, Blaðsíða 147
Galdrabrennurnar á 17. öld.
Ólafur heitinn Daviðsson cand. phil. hefir eftir sig
látið einkarfróðlega og vel samda ritgerð um galdra-
mál á íslandi, sem enn er óprentuð. Hún mun á sín-
um tíma hafa verið ætluð Safni til sögu íslands, þótt
ekkert yrði af því, að hún kæmi þar. Nú eru að visu
komin út meginritin, sem Ólafur hefir stuðst við,
sem eru Annáll Magnúsar sýslumanns Magnússonar
(Safn IV.) og Píslarsaga Jóns prests Magnússonar á
Eyri i Skutilsfirði, sem Fræðafélagið hefir gefið út,
og Alþingisbækurnar byrjaðar að koma út. Samt væri
engin vanþörf á þvi, að ritgerð Ólafs yrði prentuð,
þvi að mikinn fróðleik hefir hún að geyma, sem
hvergi verður annarstaðar fundinn á einum stað, og
mörg af heimildarritum hans eru enn óprentuð, svo
sem rit sr. Guðmundar Einarssonar á Staðastað, sr.
Páls Björnssonar í Selárdal og Jóns Guðmundssonar
lærða og ýmsir annálar. Væri óskandi, að ritgerð
þessi kæmi út scm fyrst.
Fyrir velvild Stefáns skólameistara Stefánssonar á
Akureyri, sem nú á handrit Ólafs, veittist mér kostur
á að lesa það fyrir nokkrum árum. Við lesturinn
skrifaði eg upp hjá mér fáein nöfn og ártöl. Petta
hefi eg borið saman við þau heimildarrit, sem eg liefi
við hendina, einkum Annál Magnúsar Magnússonar
og Árbækur Espólíns, og samið upp úr því þá skrá
yfir brenda galdramenn, sem hér fer á eftir.
Lengi höfðu menn verið brendir fyrir galdra út um
alla Norðurálfu, áður en galdrabrennur hófust hér.
Voru galdrabrennur þessar sorglegasti ávöxturinn af
djöflatrú þeirri, sem greip fólk eins og næm pest í
þeim löndum, þar sem hin svonefnda »siðabót« Lút-
hers hafði rutt sér til rúms. Lang-mestar voru brenn-
urnar i lúthersku löndunum (Pýzkalandi og á Norð-
urlöndum). Var það einkum kvenfólk, sem þar var
(93)