Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1918, Blaðsíða 170
Skrítlur.
Gröudalskt.
Mörg ár eru síðan skáldið B. Gröndal gaf út rit,
þegar hann var í Kaupm.höfn, sem hann nefndi »Ge/n«.
í einu heftinu er ávítugrein til íslendinga fyrir ó-
mensku, að eiga hvorki skip né verzlun, en láti út-
lendinga færa sér allar nauðsynjar og skapa vöru-
verðið,.öðru visi hafl það verið í fornöld.
En svo er auðséð, að pegar búið var að prenta
greinina og hann las próförk, að þá heflr hann frétt,
að verzlunarfélag var stofnað í Rvík, því í enda
greinarinnar ritar hann neðanmáls: »Að sönnu hefl
eg frétt, að nýlega sé stofnað í Reykjavík verzlun-
arfélag nefnt »Veltan«, en eg fgrirlít puðv.
*
¥ ¥
Eitt sumar þegar eg var á alþingi, sömdum við B.
Gröndal um það, að hann þýddi kafla úr Berlings
náttúrufræði, sem eg ætlaði svo að láta prenta handa
Pjóðvinafél. Um veturinn fæ eg svo til Kaupm.hafnar
handrit frá B. Gröndal, sem svarar 2 örkum. Er þar
verið að lýsa hvernig löndin hafl myndast með fjöll-
um og dölum. Við stórrigningar og snjóleysingar hafl
myndast lækir, sem svo hafl rifið fram jarðveg og
leir úr fjallshlíðunum, og þar með myndað frjósamt
undirlendi i dalabotnunum, og svo bætir hann við
frá sér: »Og má hér af sjá, að leirbnrðnr er pó lil
nokkurs nýtur«.
*
¥ ¥
Eitt sinn sagði Konráð Gíslason við Magnús Eiríks-
son: »Eg gekk í gærkveldi í Litaragötu, og sá þar í
glugga fallega og brosleita stúlku. Datt mér þá í hug
það, sem Hallgrímur Pétursson segir í sálmi sínum:
»Pegar þig freisting fellur á, forðastu einn að vera
þá«. Eg fylgdi ráðum hans og fór inn til stúlkunnar.
(116)