Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1918, Blaðsíða 67
frá pessu tímabili snerta mjög stjórnmálaástand
Póllands og meðferð þjóðarinnar undir útlendum
5’firráðum. Eru nú margar af þeim sögum fj'rir löngu
heimskunnar. Ein af peim er »Bartek sigurvegari«,
sem p^'dd hefir verið á íslensku. Sienkiewicz
pótti um petta leyti mjög þjóðlegur í anda og var
sagt, að hjá engum pólskum ritliöfundi kæmi hugs-
unarháttur Pólverja jafnljóst fram og hjá honum.
Hann hafði mjög lesið sögu þjóðar sinnar. Og nokkru
eftir 1880 fór hann að skrifa sagnfræðilegar skáld-
sögur, en fyrir pær hefir hann getið sér mesta frægð
úti um heiminn. Fyrst og fremst varð saga Pollands
viðfangsefni hans. Eru pað einkum þrjár skáldsögur
stórar, sem eru árangurinn af pessu starfi hans. Hin
fyrsta kom út 1884 og segir frá styrjöld Pólverja við
Kósakka og Tyrki á 17. öld. Hún heitir á frummál-
inu »Ogniem í mieczem« og er nú að koma út i ís-
lenskri pýðingu í »Lögréttu« og heitir par »Með báli
og brandi«. Heima fyrir, i Póllandi, vakti saga þessi
mjög mikla aðdáun, pegar hún kom fram, og leið þá
ekki heldur á löngu áður framhaldið kom, en sú saga
heitir »Potop« (Syndaflóðið) og segir frá herferð
Karls Gustafs Svíakonungs til Póllands. Pótti jafnvel
enn meira til peirrar sögu koma, en þriðja sagan,
»Pan Wolodyjowskk, pótti ekki jafnast á við hinar
tvær. Sögur þessar voru gefnar út í mörgum útgáfum
heima i Póllandi, og síðan hafa pær verið þýddar á
mörg tungumál. Næst á eftir peim kom út nútíðar-
skáldsaga eftir Sienkiewicz, sem heitir »Bez dogmatu«,
en hefir í þýðingum verið nefnd »Festuleysi«. Sú bók
kom út 1891.
Heimsfrægð Sienkiewicz stafar pó upphaflega ekki
af neinum peirra skáldsagna, sem enn hafa verið
nefndar. Hana hlaut hann fyrst, er út kom eftir hann
skáfdsagan »Quo vadis?« sem er lýsing á lífi hinna
fyrstu krístnu manna í Rómaborg, og yfir höfuð á
lífi Rómverja á dögum hinnar fyrstu kristni. Sú saga
(13)