Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1918, Blaðsíða 40
XXXVIII
og sýnir þá efra teiknið á undan tölunum sólarupprás, en
hið neðra sólarlagið.
Sem dæmi má taka Akureyri, sem er i'/a breiddar-
stigi norðar en Reykjavík:
20. nóvember í Reykjavík s. u. 9.13' s. 1. 3.13'
Iengdar-leiðrétting -j- 16 -=- 16
breiddar-leiðrétting-f 17 -5- 17
20. nóvember á Akureyri s. u. 9.14' s. 1. 2.40'
eptir íslenzkum meðaltíma. •
Um uppkomu og undirgöngu tunglsins er almennt þetta
að segja: Kringum þann dag, er við stendur í 4. dálki
hvers mánaðar „tungl lægst á lopti“, er tunglið, þegar það
er í hádegisstað, nálega í sjálfum sjóndeildarhringnum.
Kringum þann dag, er við stendur „tungl hæst á lopti",
er tunglið, þegar það er í hádegisstað, hér um bil 49
stig fyrir ofan sjóndeildarhringinn. Viku á undan og viku
á eptir þessum dögum er tunglið hér um bil 26 stig fyrir
ofan sjóndeildarhringinn, þegar það er í hádegisstað, kemur
upp í austri 6 stundum áður og gengur undir í vestri 6
stundurn síðar.
í árslok 1916 höfðu 826 smdpldnetur fengið ákveðin
númer.
Arið 1916 sáust 3 nýjar halastjörnur. A skránni yfir
halastjörnur, sem hafa sést optar en einu sinni, voru í al-
manakinu 1912 19 númer. Síðan hafa 3 númer bæzt við,
sem sé halastjörnur Borrelly’s, Westphal’s og Giacobini’s,
og er umferðartími þeirra kringum sólina 7, 61 og ó1/^ ár.
Næsta ár, 1919, ber páskana upp á 20. apríl.