Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1918, Blaðsíða 172
Albert litli: sÞað er þá gleðilegt fyrir kvenfólkið að
giftast, en sorg fyrir karlmennina, því að þá eru þeir
œtíð í svörtum fötum«.
* *
A. : »Góðan daginn, gamli vinur! Ertu lasinn í dag?
Pú heíir aldrei verið eins ellilegur og núna«.
B. : »Pað er eðlilegt, eg heíi aldrei verið eins gam-
all og eg er í dag«.
★
* *
Nokkrar stúlkur sátu saman og voru að býsnast
yfir því, að hún Gunna skyldi hafa getað fengið sig
til að trúlofast honum Jóni, öðrum eins dauðans ræfli
og hann væri. Gegnir þá ein þeirra og segir: »Talið
þið hægt um þetta, mér finst þó alténd að það sé
munur fyrir stúlku að geta sagt: maðurinn miiui«.
*
* • *
Haiui: »Hvort kjósið þér heldur að verða piþar-
mey eða giftast bjána?« — Hún: »Fyrirgefið þér, að
eg get ekki svarað samstundis, bónorðið kemur mér
svo óvænt«.
*
» *
A.: »Varst þú ekki feiminn þegar þú bjrrjaðir bón-
orðið við unnustuna þína?« — B.: »Ó-jú, en það gekk
samt ágætlega, hún sagði ekkert, og eg sagði ekkert,
en svo spanst það svona orð af orði, þangað til alt
komst í gott lag«.
*
* *
Manni nokkrutn leizt vel á vinnukonu, sem var á
sama bæ og hann, og gekk eftir henni með grasið í
skónum, en hún vildi hvorki heyra hann né sjá. Eitt
sinn er hún hafði sneypt hann, sagði hann við hana:
»Ef sumir væru við suma eins og sumir eru við
suma, þá væru sumir betri við suma en sumir eru
við suma«.
» »
Bamalegt.
Barnaskólakennarinn: »Af hverju ertu að gráta,
(118)