Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1918, Blaðsíða 120
inni og kúga þau á þann hátt til friðarsamninga, er
bandamenn skapi þeim.
Hinumegin eru tvö stórveldi Norðurálfunnar: Pýzka-
land og Austurríki-Ungverjaland, en með þeim Búl-
garía og Tyrkjaveldi. Hugmyndir ráðandi manna í
þeim ríkjum fara í þá átt, _að skapa sterkt samband
þeirra í milli, sem tryggi þeim yfirráð þess land-
svæðis, sem þau nú haía umráð yfir, en það nær frá
Norðursjó og Eystrasalti suður og austur að Persa-
flóa í Asíu, en þessi ríkjasambandshugmynd fer mjög
í bág við eldri fyrirætlanir bæði Rússa og Englend-
inga í Asíu og allar framkvæmdir, sem miða í þá átt,
snerta mjög hagsmunasvæði þeirra þar eystra.
I stuttu máli er ekki hægt að gefa yfirlit yfir gang
þessa heljarmikla ófriðar. En aðaldrættirnir eru þessir:
Sumarið 1914 halda Þjóðverjar meginher sínum
vestur á Frakkland. Peir beióast þess af stjórn
Belgíu, að þeir megi fara með herinn yfir land henn-
ar, lofa að fara þar um í fullri friðsemd og greiða
allan kostnað, sem leiði af átroðningi þeim, sem
Belgía verði fyrir af umferð hersins. En stjórn Belgíu
neitar þessu, enda var hún líka skyld til þess sam-
kvæmt hlutleysisskuldbindingum sínum. Pýzki her-
inn brýzt þá með valdi yfir Belgíu og leggur hana
undir sig. En þelta tefur för hans vestur á Frakkland.
Samt heldur hann áfram, og er áform hans að taka
Paris, og stjórnin þar ílytur sig á burt úr borginní
og sezt að um tíma suður og vestur í Bordeau.
Franski herinn hörfar lengi undan, en mætir loks
Pjóðverjum til alvarlegrar mótstöðu við Marne-fljót-
ið, austan við París. Par stöðva Frakkar framrás
Pjóðverja og hrekja þá aftur á bak. Yfirforingi Frakka-
hers var þá Joffré og fékk hann mikið herforingja-
orð á sig fyrir vörnina þarna. 1916 lét hann af her-
stjórn og er nú hermálaráðanautur Bandaríkjastjórn-
arinnar. Einnig komst þýzki herinn aldrei fram bjá
kastalaborginni Verdun. Pjóðverjar hörfa aftur á bak
(66)