Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1918, Blaðsíða 137
þær verið teknar af Englendingum eða Japönum.
Uppreisnartilraun var gerð í Suður-Afríku gegn Eng-
lendingum í byrjun ófriðarins, undir forustu Búa-
foringjans gamla, De Wets. En annar garpur frá
Búastyrjöldinni, Botha, núv. forsætisráðherra, bældi
hana niður og tók de Wet höndum. í írlandi var
einnig uppreisn um tíma, sem miklu meira kvað að,
en hún var kæfð niður, og er þó ekki enn útgert
um þau mál, hvernig stjórnarfyrirkomulag írlands
eigi aðtverða framvegis.
Ohætt mun að segja það, að flestir þrái nú enda-
lok þessarar styrjaldar, þótt ekki geti þeir komið
sér saman um, hvernig friðinn skuli semja. Og mesta
athygli vekja nú allar þær fregnir, sem benda i þá
átt, að stríðinu fari að linna, en svo er helzt um
þær fréttir, sem berast af því, sem hjá Bússum er
að gerast. Bússneskir jafnaðarmenn hafa gengist fyrir
friðarfundarhaldi, sem nú stendur yflr í Stokkhólmi,
og eru þar einnig fulltrúar frá jafnaðarmönnum mið-
veldanna, en stjórn Frakka neitaði frönskum jafn-
aðarmönnum, sem sækja vildu fundum, um vega-
bréf þangað, og líka hefir verið komið í veg fyrir
að fulltrúar frá enskum jafnaðarmönnum sæktu hann.
Samt má vel vera, að þarna sé risin sú alda, sem
færi friðinn aftur yfir löndin. En engin merki eru
sjáanleg til þess enn, að aðrir hvorir muni sigur
vinna í náinni framtíð, þótt stríðinu verði haldið
áfram.
21. júní 1917.
P. G.
(83)