Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1918, Page 66
mönnum. Hefir cand. theol. S. Á. Gíslason í Reykja-
•vík leiðbeint peim, er sækja vilja um slík verðlaun.
En umboðsmann hefir sjóðurinn engan hér; stjórn
hans er að öllu leyti í sambandi við innanríkisstjórn-
ina dönsku og veitir hún verðlaunin. í 7. tbl. Lög-
réttu p. á. (31. jan.) skrifar S. Á. Gíslason upplýsing-
ar og leiðbeiningar um sjóðinn, og vísast liér til
pess.
Pegar prófarkir eru lesnar af pessu, kemur símfrétt
um pað, að Carnegie liggi fyrir dauðanum. Hann er
nú maður kominn á níræðis aldur, og furðar pá eng-
an á pví pótt komið sé kvöld æfi hans. En hvort sem
hann lifir lengur eða skemur héðan af, mun hans
jafnan verða minst með virðingu og pakklæti um
heim allan, sem eins af mestu velgerðamönnum
mannfélagsins.
Júni 1917. G. M.
Henryk Sienkiewicz.
Haustið 1916 andaðist í Sviss einn af frægustu
skáldsagnahöfundum síðari tíma, Henryk Sienkiewicz.
Hann var pólskur og mun liafa dvalið í Sviss um
petta leyti vegna ófriðarástandsins heima fyrir. Sjö-
tugur var hann, er hann andaðist, fæddur 4. maí 1846,
og ólst upp í Warsjau, höfuðborg Póllands, gekk par
mentaveginn og byrjaði ungur á rithöfundastörfum.
En öðru hvoru var hann jafnan á ferðalagi og fór
viða um heim. Fyrstu skáldrit hans heyra til hug-
sæisstefnunni, er ríkjandi var í bókmentunum á æsku-
árum hans. En snemma hvarf hann pó frá peim
leiðum og fór að íhuga hversdagslífið og lýsa pví.
Komu fyrstu ritverk hans i pá átt fram neðanmáls í
blaði einu i Warsjau og hafði höfundurinn pá tekið
sér gervinafnið Litwos. Sumar af skáldsögum hans
(12)