Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1918, Blaðsíða 144
«r Visjnu hafði gefið þeim. Pegar þeir sváfu, hurfu
þeim allar sorgir og áhyggjur og svefninn veitti þeim
nýjan þrótt — hann sveipaði óminnisskýlu að höfði
hins sofandi manns.
Og mennirnir lofuðu svefninn og sögðu:
»BIessaður sért þú, þú ert betri en lífið og vakan«.
Pað var að eins eitt, sem þeim þótti að svefninum
— að hann skyldi ekki vera eilífur. Peim féll það
þungt að þurfa að vakna til vinnu, þreytu og áhyggju.
Umhugsunin um það kvaldi þá svo mjög, að þeir
gengu enn fram fram fyrir hásæti Visjnu.
»Ó, herra!« mæltu þeir. »Pú hefir veitt oss mikil
og dýrleg gæði. Oss þykir þó eitt á skorta. Láttu
svefninn vera eilífan«.
Pá hleypti Visjnu brúnum eins og hann reiddist
óánægju mannanna, og hann mælti:
»Pað get eg ekki, en farið niður að móðunni. Hinum
megin við hana munuð þið finna það, sem hjarta
ykkar þráir«.
Mennirnir hlýddu boði guðsins. Peir fóru í stórum
hópum niður að móðunni og horfðu yfir tillandsins
hinum megin.
Par var riki dauðans og þar drotnaði Sjiva. Par
reis sólin aldrei og þar seig hún aldrei til viðar. Par
var hvorki dagur né nótt, en yfir öllu hvíldi þó dauf
og einkennileg birta. Eins langt og augað eygði voru
þar trjálundar og svalir skútar, þar sem girnilegt var
að hvílast. Alt var hvítt og gagnsætt, eins og það
væri af birtu skapað. Par bærðist aldrei hár á höfði
og þar hlaut að vera sælt að sofa hinum eilífa svefni!
Mennirnir stóðu lengi þögulir.
»Parna er livíld og eilífur svefn«, hvísluðu þeir.
Og nokkrir þeirra gengu út á móðuna. En þá brá
svo við að hið tæra vatn klofnaði eins og það vildi
gera þeim veginn auðveldari. En þeir, sem stóðu
eftir á bakkanum kendu undarlegs efa í brjósti. Peir
kölluðu á hina, sem á undan voru farnir, en þeir litu
(90)