Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1918, Blaðsíða 164
4. Til umbóta eldri línum, stotnunar nýrra síma-
stöðva og fjölgunar notenda lína 10,000 kr.
5. a. Ke37pt einkalína milli Eskifjarðar og Norð-
fjarðar ásamt innanbæjarsímakeríi á Norð-
firði 13,000 kr.
b. Keypt innanbæjarsímakerfi á Siglufirði 1,600 kr.
c. Sett upp hraðsímaritunartæki fyrir afgreiðsl-
una milli Reykjavikur og Seyðisfjarðar 7,500 kr.
Tekjur Útgjöld Tekjuaf-
gangur
kr. kr. kr.
At landssímanum voru 1915 290,590 107,198 183,392
1914 217,835 91,520 126,316
Vitar.
Árið 1915 voru bygðir á Steingrímsfirði 3 smáir
vitar. Stærstur er sá, sem stendur á Grímsey. Á vit-
anum er »Solventil System« sem slekkur og kveikir
ljósið á vetrum eftir birtunni.
Vitinn á Malarhorni, norðanvert við fjarðarmynnið,
og vitinn á Hólmavík eru steinolíuvitar, og hafa allir
prír vitarnir kostað 19,457 kr.
Hafnargerð.
Á árinu 1915 miðar hafnarsmíðinu í Rvík talsvert
áfram. í árslok var garðurinn frá Ratteríinu, 230 m.,
fullgerður og bryggja við hann úr járni. Undirbygg-
ingin á garðinum frá Effersey var vel á veg komin
475 m. langur og fylt upp höfnin að austan og sunn-
an nálægt 75,000 □ m. og langt komið að smíða
mokstursvélina, sem á að dýpka höfnina.
í Vestm.eyjum var garður bygður fyrir part af
hafnarmynninu 128 m. langur, en sá garður skemdist
talsvert í vetrarstórbrimi. — Verkfræðingur N. P. Kirk
hafði yfirumsjón fyrir báðum þessum hafnarverkum.
(110)