Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1918, Side 146
að lífið líði eigi undir lok. Mennirnir skulu stöðugt
fá að fara yfir í ríki dauðans, en þeim skal ekki
verða .það jafnljúft og áður«.
Og úr myrkrinu óf Brahma þykka og ógagnsæja
blæju, og hann skóp tvær hræðilegar verur: Kvöl og
Otta, og fól þeim að þenja blæjuna yfir móðuna, svo
að mennirnir skyldu eigi framar sjá inn í ríki dauðans.
Eftir það ólgaði lifið aftur í landi Visjnu, því þótt
ríki dauðans væri jafnfagurt og unaðslegt og áður,
voru mennirnir hræddir við það að fara þangað.
Tr. G.
Ekki er ráð nema í tíma sé tekið.
Jón litli var að hneppa að sér vestinu, og byrjaði skakt á efsta
hnappinum, svo þegar hann var búinn að lineppa vestinu, pá
gekk af einn hnappur efst og ein hnesla neðst.
Svona fer fyrir mörgum eldri Jónunum. Pegar þeir byrja skakt
á einhverju verki eða fyrirtæki og halda svo áfram, þá vérður
alt verkið skakt. Er þá um tvent að velja: að byrja á nýjan leik,
eða bætta við fyrirtækið, Hið siðara þykir mörgum fslendingum
handhægara, það sýna hin mörgu horfnu nýfæddu félög.
Réttara væri að hætta strax við fyrsta hnappinn, þegar sést, að
vitlaust er bjTjað; hneppa lionum rétt og halda svo áfram í von
um að verkið muni þá framvegis fara þar eftir.
Pétur litli! Pú ert ekki nógu hlýðinn og hjálpsamur við hana
mömmu þína. En þú ert nú svo lítill, að þú skilur það ekki, að
engum í heiminum er eins ant um þig eins og henni mömniu
þinni, og enginu, sem leggur sig i lima til þess að þér líði vel
eins og liún. En þegar þú stækkar og eldist, þá sltilurðu að eng-
inn á skilið hjálp þina og hvíld eins og hún, fátæk, margra
barna móðir, vinnur allan daginn og fram á nótt, til að sjá uni
matinn handa þér og systkinum þínum og stagla í fötin ykkar,
sem þið bafið rifið og óhreinkað i áflogum og óþörfum leikjum.
Láttu þér vera ánægja að þvi, að hjálpa henni mömmu þinni,
svo hún gæti hvílt sig fyr á kvöldin. — Gleymdu nú ekki þessu.
Tr. G.
(92)