Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1918, Blaðsíða 156
í sápu, en lítið af þessu gekk í verzlun. Pað var fyrst
eftir árið 1856, að notkun koltjörunnar tók miklum
framförum. Enskur efnafræðingur, Pirken að nafni,
var eitf sinn sem oftar í efnarannsóknastofu sinni
að rannsaka koltjöru, kom pá af tilviljun fram fagur
fjólurauður litur. Hann reyndi pá að lita ull og bóm-
ull í þessum vökva, sem reyndist ágætlega. Pegar það
varð kunnugt, að í koltjörunni væri litarefni, steig
verð hennar margfalt, og fjöldi efnafræðinga fór að
leita eftir fleiri litum. Á fáum árum voru þeir búnir
að finna fjölda lita úr koltjörunni: hárautt, rautt,
purpurarautt, fjólublátt, gult, margvíslega grænt, gult
og svart m. m. En þó þótti mest um vert þegar
þýzkur efnafræðingur 1897 náði úr koltjörunni bláum
lit, jafnfögrum og endingargóðum sem indigólit
(hann fæst úr plöntublómi). Allir þessir litir ganga í
verzlun undir nafninu Anilín. Fyrst þóttu sumir lit-
irnir ekki endingargóðir, en á seinni árum er ráðin
talsverð bót á því.
Menn gætu álitið, að kolalandið England gengi
best fram í þvi, að fá sem mest upp úr síns eigin
lands efnum, en það var ekki. Pjóðverjar með sinni
annáluðu efnafræðisþekkingu hafa mest fengist við
þessar rannsóknir, hafa sett upp stórar verksmiðjur,
og seldu árlega, fyrir stríðið, Anilín fyrir margar
miljónir króna.
Pað er fleira en litirnir, sem er verðmætt efni í kol-
tjörunni, og má þá fyrst nefna lækningameðul og þar
næst vellyktandi vökva og eldsneyti.
Fyrsta meðalið, sem fanst í koltjörunni, var karból-
sýra, sem mikið er notuð við sár og sóttvarnir, þar
næst var salicjdsýran og antifebrin og antipyrin,
sem brúkað er í hitasótt og kvefi.
Pegar komið er inn í sumar etnarannsóknastofur
Pýzkalands, er því líkast, að komið sé í allra fínasta
blómsturgarð um hásumar. Par ilmar alt af heliotrop-
um, fjólum, rósum og liljukonvöllum m. m., en ekki
(102)