Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1918, Blaðsíða 151
Sveinn Pálsson kvað segja svo frá, að austan(?) við
túnið á Pingvöllum sé grasivaxin gjá, sem galdra-
menn voru brendir i. Segisl hann hafa séð par ösku
í gjárbotninum 1793, en við jarðskjálftann fám árum
áður (1789) hafði gjáin raskast eitthvað. Sbr. Land-
fræðissaga II. bls. 33 neðanm. A sama stað er þess
getið, að til þess að brenna hvern sakamann haii
þurft gilda 20 hesta af hrísi, og voru erfingjar hins
brenda skyldugir til að borga þá. — Um staðinn fer
eitthvað milli mála, því að Brennugjá er enn kölluð
fyrir norðan Pingvallatúnið. Nú hefir nýi vegurinn
fylt þá gjá upp að mestu, þar sem brent á að hafa
verið. En framhald gjárinnar norður eftir er vatns-
ból frá Valhöll.
Alls eru það þá 22 manneskjur, sem brendar hafa
verið, 21 karlmaður og 1 kona* 1). Við enga af þessum
mönnum var beitt pyndingum, á sama hátt og tíðk-
aðist í útlöndum, samt játuðu þeir allir á sig, að ein-
um undanskildum (Lassa Diðrikssyni) að þeir hefðu
haft eitthvert kukl um hönd, særingar, blóðvökvanir*
ristingar, samninga við Kölska o. s. frv. Flestar fóru
brennurnar fram heima í héraði, einkum fyrir vest-
an, en dómarnir samþyktir eftir á á alþingi. Það
þótti liggja meira á að uppræta þetta illgresi úr
mannfélaginu en svo, að það mætti dragast til næsta
alþingis. Enda var flestum þeim, sem á þingið voru
færðir, að eins dæmt húðlát, og sumir sluppu alveg
einmitt vegna þess, að mál þeirra fóru til alþingis,
eins og t. d. Jón Guðmundsson lærði.
En húðlátin voru ekki mikið betri en brennurnar.
Maðurinn var þá hýddur svo, sem hann framast
þoldi, gengið næst lífi hans. Venjulegast var ekki hætt
fyr en hann var orðinn meðvitundarlaus. Mörgum
voru dæmd tvenn húðlát, eða jafnvel þrenn. Var þá
1) Landfræðissagan telur alls 23 manneskjur, 22 karlmenn og
1 konu, en það er víst ekki rétt. Nema Jón Gýjuson sé talinn með,
en hann var ekki brendur lifandi.
(97) 7