Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1918, Page 142
»komstu að raun um, hvað það voru margir, sem
voru svo fátækir að eiga engan hatt í regninu? Hvað
eru þeir margir? Seg mér eins og satt er«.
»í allri Peking er ekki einn einasti, sem ekki á
hatt, til þess að láta á höfuðið þegar rignir. Eg sver
við fætur forfeðra minna, að eg segi alveg sannleikann«.
A hinu vingjarnlega æskuandliti keisarans brá
fyrir björtu brosi.
»Hamingjusami bær, hamingjusama land«, mælti
hann. »Og hvað eg má teljast hamingjusamur að
fólki líður svo vel undir stjórn minni«.
Og allir í höllinni voru glaðir af því að keisarinn
var glaður. Og Iíóv-Te-Wong og Píng-Han-Hí og Wó-
Túng tengu hina gyltu drekaorðu, fyrir föðurlega
umhj'ggju fyrir fólkinu.
Lífið og (lanðiun.
(Austurlenzk saga).
Tvö lönd lágu hvert hjá öðru, en breið móða
skildi þau.
Öðrum megin var land lífsins, hinum megin land
dauðans. Brahma hinn almáttugi haíði skapað bæði
löndin og á landi lífsins fékk hann Yisjnu hinum
góða yfirráð, en Sjiva spaka yfirráð á landi dauðans.
Og liann sagði við þá:
»Stjórnið ríkjunum eins og þið haldið að bez.t
muni vera«.
Móðan var breið eins og fjörður. Vatnið í henni
var svo tært, að glögt mátti sjá til botns og lólus-
blóm uxu þar og veifuðu rauðum og hvítum krún-
unum yfir yfirborði vatnsins. Marglit fiðrildi og ljóm-
andi gullsmiðir flögruðu milli blómanna og fuglarnir
sungu á trjágreinunum beggja megin móðunnar.
Lífið ólgaði í ríki Visjnu. Sólin reis og seig til viðar,
dagur og nótt skiftust á og á himninum svifu regn-
(88)