Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1918, Blaðsíða 155
Árið 1800 voru fluttir 2 sekkir af kaffi frá Brazilíu,
en í byrjun 19. aldarinnar var útflutt þaðan 500 mil-
jón kíló af kaffl. Fyrir það fengu landsmenn árlega
400 miljónir króna.
Oft er mjór mikils vísir. Engum datt í hug að litla
kaffiplantan, sem auðmaðurinn plantaði að gamni
sjnu í garðinum sínum, yrði aðal-auðsuppspretta
landsins í langri framtíð. En það eru ekki að eins
eigendur kafflsins í Brazilíu sem græða, heldur allur
heimurinn, því fyrir það, að þar er kafliplantan svo
viljug að vaxa, að ræktun hennar þess vegna kostar
svo iitla f^'rirhöfn, að kaffið verður svo ódýrt, að
hver fátæklingur getur gætt sér á kaffi, en áður var
það svo dýrt, að að eins auðmenn gálu neylt þess.
Tr. G.
Koltjaran.
Flestir þeir, sem sjá kolsvarta og illa lyktandi kol-
tjöru, eiga bágt með að trúa því, að úr henni fáist
margs konar fagrir litir, ýmsir'vel lyktandi vökvar og
ýms meðul við sjúkdómum. En þó er nú þetta svo,
og er það að þakka visindunum og efnafræðinni, að
sá sannleiki er fundinn.
Pegar gas er framleitt af steinkolum í þar til gerð-
um ofnum, kemur um leið svört og lyktarill leðja,
sem fyrst var til erfiðisauka fyrir vinnufólkið, sem
þótti það vont verk að moka þeirri leðju og flytja
burt. En þá var bráðlega farið að reyna að hafa not
af henni með því að hita hana upp, rann þá frá það
þynsta gegnum pípur, sem varð að koltjöru. Fyrst
var verðið á henni mjög lágt, því að eftirspurnin var
miklu minni en framleiðslan, því önnur notkun þekt-
ist ekki á þeirri tjöru, en að bera hana á tré til að
verja það fúa.
Árið 1822 var fyrst bygð verksmiðja til að ná gagn-
legum efnum úr koltjörunni, var það helzt karbol-
olia til að verja tré fúa og mirbalolía, sem höfð var
(101)