Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1918, Page 153
stein kæmi. Eftir aftökuna fundust á honum eikar-
spónn með rúnastaf og höfuðskel af manni með hári.
Var hann þá talinn göldróttur og búkurinn brendur.
— Sama ár urðu 13 skólasveinar i Skálholti uppvísir
að galdri. — 1662 kom Galdra-Manga nokkur í Stranda-
sýslu fram tylftareiði fyrir galdra-áburð. Hún var
löngu síðar kæfð undir fossi í Skarká á Snæfjalla-
strönd. — 1670 voru tveim mönnum úr Strandasýslu
dæmd á alpingi, öðrum tvenn, hinum prenn húðlát
fyrir galdur. — S. á. byrja galdramál Lofts Jósefs-
sonar, kirkjuprests í Skálholti. — 1671 hreinsaði Jón
Vigfússon, síðar biskup á Hólum (Bauka-Jón) sig með
eiði af galdraáburði. — 1680 strýkur Árni prestur
Jónsson á Hofi á Skagaslrönd af landi burt frá galdra-
rnálum sínum. Kona hans var kölluð Galdra-Ymba,
og varð hún eftir. — 1683 strýkur Jón nokkur Ey-
vindsson úr Eyjafirði frá galdramálum. — 1690 er
Klemens nokkur Bjarnason úr Strandasýslu dæmdur
til að brennast á alpingi. En pá var Heidemann kom-
inn til sögunnar. Breytti hann dóminum og sendi
manninn utan. — Pannig mætti lengi halda áfram.
En par sem hér er ekki um vísindaritgerð um petta
efni að ræða, heldur að eins fáar línur, lesendum
Almanaksins til gamans, læt eg hér staðar numið.
Engir af hinum frægu galdramönnum pjóðtrúar-
innar, eins og t. d. sr. Kálfur Árnason, sr. Hálfdán á
Felli, sr. Einar galdrameistari og Jón greipaglennir,
sonur hans, sr. Eiríkur í Vogsósum o. fl. o. fl., lentu
nokkurn tíma í galdramálum. Enda sagði alpýða, að
peir menn kynnu í raun og veru ekkert fyrir sér,
sem létu taka sig og brenna eða hýða.
Ritað í desbr. 1916. — G. M.
(99)