Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1918, Blaðsíða 145
ekki við og héldu áfram eins og eitthvert segulmagn
seiddi þá j'flr til landsins hinum megin.
Og peir, sem eftir voru, sáu, að likamirhinna urðu
gagnsæir og skinandi — það var alveg eins og þeir
rynnu saman við ljós það, er lýsti jrfir riki dauðans.
Og þegar hinir náðu ströndinni hinum megin, lögð-
ust þeir til hvíldar í forsælu trjálundanna og í liin-
um svölu skútum. Þeir lokuðu augunum og á and-
litum þeirra ljómaði friður og sæla, hálfu meiri en
sú, er ástin hafði veitt á landi lífsins.
Pá sögðu þeir, sem eftir voru:
»Ríki Sjiva er betra og fegurra«.
Og alt af fjölgaði þeim, sem fóru j'fir móðuna. Peir
fóru þangað í fylkingum, gamlir menn og miðaldra,
mæður með börn sín i fanginu, æskumenn og yngis-
meyjar — þúsundir og miljónir manna fóru til ríkis
dauðans, svo lífsins land lagðist næstum í eyði.
En Visjnu, sem átti að gæta lífsins, varð hræddur,
er hann sá, hvern árangur það ráð hafði liaft, er hann
gaf mönnunum í bræði. En liann vissi ekki, hvað
hann skyldi gera og fór því á fund Brahma hins
almáttuga.
»Skapari, bjarga þú lífinu«, mælti hann. »Pú hefir
gert ríki dauðans svo bjart og fagurt, að mennirnir
hafa yfirgefið mig«.
»Eru þá engir eftir?«
»Pað eru ekki aðrir en ungur maður og ung kona,
sem unnast svo mjög, að þau hafa kosið að hafna
eilifri sælu til þess að þurfa ekki að loka augunum
og sjást svo aldrei framar«.
»Hvers æskir þú þá?«
»Taktu fegurðina og hamingjuna frá ríki dauðans,
svo þau yfirgefi mig ekki þegar ást þeirra kólnar«.
Brahma sat lengi og hugsaði málið. Síðan mælti
hann:
»Nei, eg vil ekki taka neitt af fegurð og hamingju
frá ríki dauðans, en eg ætla að gera annað til þess
(91)