Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2004, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2004, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2004 Helgarblað DV Jón Eiríksson verslunarmaður vill að Heiðbjört Guðmundsdóttir endurgreiði sér 12 milljónir króna í meðlag með stúlkunum. Stúlkurnar eru eftir sem áður lögerfingjar hans og þarf dóm til að breyta því. Móðirin segist ekki hafa samviskubit gagnvart Jóni og hyggst reyna að feðra dætur sinar. Datt aldrei í hug að m r m ■ ■ ■ mr s. ■ Jon væri ek Jón Eiríksson verslunarmaður sem fékk um það úrskurð í byrj- un mánaðarins að dætur hans þrjár væru ekki hans gekk á fund lögmanns síns í gær til að kanna réttarstöðu sína í ljósi þess hvemig málum er komið. Dæturnar hafa þegar afneitað hon- um en þær em samt lögerfingjar hans. „Innst inni í hjarta mínu er fegin að þetta kom upp á borðið," segir Heiðbjört Guð- mundsdóttir, fymim sambýliskona Jóns í samtali við DV. Niðurstaða úr DNA-rannsókn í byrjun september leiddi í ljós að Jón er ekki faðir dætra sinnar og Heið- bjartar. „Ég átti frumkvæðið að því að þessi rannsókn var gerð," segir Heið- björt í samtali við DV en Jón og Heiðbjörg áttu þtjár dætur sam- an en þau skildu fyrir um 30 árum. Jón er 77 ára og tók á efri árum að gruna að yngsta dóttirin væri ekki hans. Heiðbjört ákvað því að sanna fyr- ir honum að hann ætti dótturina en niður- staðan úr DNA-rann- sókninni leiddi í ljós að engin af dætrunum þremur er hans. „Nei, ég er ekki með samviskubit gagnvart Jóni,“ segir Heiðbjört. „Það var ég sem vildi rannsóknina en mér datt samt aldrei í hug að hann væri ekki faðir barnanna minna. Mér var samt nóg boðið að þegar yngsta dóttir mín gifti sig sagði Jón að hann væri ekki faðir hennar. Ég ákvað að sanna að hann hefði rangt fyrir sér." Heiðbjört segir að þetta hafl allt byrjað þegar yngsta dóttirin gifti sig. UWOSPltMI ^tmðnun.anutv Bréfið /byrjun septem- ber fékk Jón Eiriksson úrskurðinn um að engin dætranna væri hans. Hún var þá 25 ára gömul og átti föður sem elskaði hana. Allt fór svo úrskeiðis við giftinguna. Jón impraði á því að yngsta dóttirin væri kannski ekki hans. „Jón sagði að hann væri ekki faðir hennar. Hann hafði aldrei minnst á það áður og mér hafði aldrei dottið það íhug," seg- ir Heiðbjört. „En vegna orða hans. Þá vildi ég gera þetta.“ Heiðbjört viðurkennir að henni hafi brugðið illa þegar niður- staðan úr DNA-prófinu sýndi að Jón var ekki lífffæðlegu faðir i7„ '.J-" •n’ mZLmLm m*~ - wan«* DJttiUk stúlknanna _______ „Mér leið bara mjög illa. En rétt er rétt og innst í hjarta mínu er ég fegin að þetta kom upp á borðið. Sem betur fer stendur líka fjölskyldan með mér. Ég hef ver- ið farsællega gift í þrjátíu ár og á einn son.“ Leið eins oq hálf- vita Heiðbjört segist ekki vita hverjir séu feður dætra hennar nú þegar Jón Eiríksson hefur verið útilokað- ur. „Ég veit ekkert um það. Þetta er bara þvílíkt sjokk fyrir börnin og auðvitað vilja þær fá að vita hverjir pabbar þeirra eru. Maður er kannski eins og hálf- viti en mér hafði __ aldrei dottið þetta í hug. Við vorum bara ósköp venjuleg fjölskylda." f viðtali DV við Jón Eiríksson í gær sagði hann eiginkonu sína hafa verið mikið fyrir hið Ijúfa líf. Hefði oft farið á djammið og gjaman gist hjá vinkonum sínum. Heiðbjört er fámál um það atriði. „Ég ætlað að halda mínu striki og lifa lífinu áffam. Við fjölskyldan stöndum þétt saman enda ekkert lítið búið á ganga á. Þetta er ekkert venjulegt." ■mIp Móðirin Hyggst nú reyna að feðra dætur sínar þrjár. Rangfeðranir sjaldgæfar á íslandi Rangfeðranir eru sjaldgæfar á ís- landi ef miðað er við þau gögn sem til staðar eru. Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið hérlendis og geta gefið vísbendingar um slíkt eru á vegum íslenskrar erfðagreiningar sem rakið hefur saman blóðsýni. Lögum samkvæmt má ekki geyma þær upplýsingar og því er blóðsýn- um eytt og þau skráö sem ónýt ásamt þeim sem skemmast fyrir slysni. Þau blóðsýni sem skráð eru sem ónýt hjá íslenskri erfðagreiningu eru innan við tvö prósent. Þannig má leiða að því líkum að rangfeðranir hérlendis séu á bilinu eitt til tvö pró- sent. Friðrik Skúlason, tölvuættffæð- ingur og einn umsjónarmanna ís- lendingabókar, hefur velt fyrir sér hvers vegna íslendingar séu með svo lágt hlutfall rangfeðrana. Hann segir það algengt í nágrannalöndunum að rangfeðrað sé í þremur til fimm pró- senta tilvika. Þá séu dæmi um 20 „Á íslandi þykir ekk- ert tiltökumál þótt innan fjölskyldu séu hans börn, hennar börn og þeirra börn". prósenta rangfeðrun í ákveðnum borgarhverfum í Bretlandi. „Það hlýtur að vera gaman að vera mjólk- urpóstur þar,“ segir hann og hlær. Friðrik segir að skýringin geti leg- ið í því að það þyki af því skömm innan fjölskyldna nágranna okkar að þar séu böm sem komið hafi undir í lausaleik. „Á íslandi þykir ekkert tiltökumál þótt innan fjölskyldu séu hans böm, hennar börn og þeirra böm. Þá má kannski draga þær ályktanir að ís- lenskar konur séu ekki eins lauslaut- ar og erlendar kynsystur þeirra eða þá að þær haldi betra bókhald," seg- irhann. Friðrik Skúlason Tölvuættfræðingurinn tel- urað isienskar fjölskyldur búiyfir færri leynd- armálum en í nágrannatöndunum. Friðrik segir að hér á landi hafi þessi leynd verið þekkt á árum áður. Þannig hafi stúlka sem var að skoða sjálfa sig í íslendingabók séð að hún ætti kanadískan afa. Staðfest var að hún væri af kanadísku bergi brotin. Amman varð þunguð á stríðsárunum. Meðan á með- göngunni stóð tók hún saman við ís- lenska afann og bamið var kennt við hann til að forðast umtal um að hún hefði verið í ástandinu. Þagað var yfir þessu máli en gömlu hjónin töldu rétt aðhafe færsluna í fslendingabók rétta. Afneita föður sínum Jón sagði í viðtalinu í gær að dætur hans hefðu hafríað sér; meira að segja dóttirin í miðið sem er hon- um mjög kær. DV sló á þráðinn til yngstu systurinnar. „Ert þú ekki dóttir Jóns Eiríkssonar?" „Nei,“ svaraði hún, „ég er ekki dóttir hans.“ DV spurði þá hvort hún hefði verið dóttir Jóns. „Já, en ég vil helst ekki ræða þessi mál," svaraði hún og lagði á. Jón hélt í gær á fund lögffæðing síns, Ragnars Hall hæstaréttarlög- manns, til að fá ráð vegna þeirrar stöðu sem komin er upp í lífi hans, þar sem þrjár dætur sem hann ól upp em getnar af öðrum mönnum. Elsta dóttirin er nú rúmlega fertug, fædd í júlí 1963, miðdóttirin er fædd í ágúst 1967 en yngsta dóttirin fæddist árið 1973. Móðirin, sem er fædd árið 1942, lét aldrei í ljós við Jón annað í rúmlega 10 ára sambúð þeirra en að þær væm dætur hans. Þegar þau slitu samvistum árið 1973 greiddi hann meðlag með stúlkun um í þeirri trú að þær væm allar hans. Hann hafði þó uppi efa semdir alla tíð um að hann ætti yngstu stúlkuna þar sem hann vissi að konan hafði staðið í lfamhjáhaldi. Jón lítur á framferði Heiðbjartar sem gróf svik og vill að hún endurgreiði með- lagið, um 12 milljónir króna. En vonin um að konan endur- greiði er lítil. „Mér skilst að það sé varla nokkur leið til þess að ná þessum peningum til baka,“ segir Jón. Jafríframt þessu máli ræddi Jón erfðamál sín við Ragnar lögmann. Þótt engin m dætranna sé skyld Jóni þá er sú staða óbreytt að þær em lögerfingjar hans. „Lögmaður- inn segir mér að vilji ég breyta því þá verði ég að fara með málið fýrir dóm," segir Jón. rt@dv.is/simon@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.