Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2004, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2004, Blaðsíða 41
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2004 Steinar Berg, hljómplötuútgefandi til fjölda ára, hefur flutt sig um set. Farinn úr sollinum, hættur að horfa til útlanda og kominn upp í sveit þar sem hann er að byggja upp glæsilega aðstöðu fyrir ferðamenn. Tónlistin á að sjálfsögðu sinn sess í því módeli sem hann styðst við. Steinar er síður en svo hætt- ur að gefa út tónlist þótt nú sé hann uppi i Borgarfirði. Sleinar er stærstur ' ■ VHH iS „Já, nú eru það bara landsyfir- ráð eða dauði," segir Steinar Berg tónlistarútgefandi og verðandi ferðamálafrömuður hress í bragði. Steinar söðlaði um fyrir nokkru, og býr nú ásamt konu sinni í Borg- arfirði og stendur í stórfram- kvæmdum. Hann er að byggja þrjú hús sem stefna í að verða ákaflega glæsileg þegar þau verða fullbúin. Og vitaskuld er hann einnig að gefa út tónlist. Hvernig má annað vera þegar Steinar Berg er annars vegar? Hljómplötuútgefandi um áratuga- skeið. Ánægður með útgáfuna „Ég er alveg þrælgrobbinn af þessari útgáfu. Og hún mun ná í gegn. Það er á tæru,“ segir Steinar sem hefur annan hátt á núna en oft áður. Ekkert kapphlaup heldur hef- ur hann undirbúið útgáfu sína í þaula. Og allt er tilbúið: „Plöturnar klárar og allt reddí fyrir slaginn hjá Steinsnar útgáfunni," eins og hann segir. Og Steinar, sem áður horfði til heimsins alls þegar hann vann hörðum höndum að því að koma Mezzoforte á alheimskortið, hefur sett sér önnur markmið - og náð þeim. Steinsnar er þegar orðinn stærsti tónlistarútgefandi í Anda- kílshreppi. íslenska vísnaplatan fór vel í íslendinga, seldist í 5000 ein- tökum og íslensk ástarljóð fóru í 7000 eintökum og er þar með ein söluhæsta plata síðasta árs. Og Steinar er klár í slaginn fyrir kom- andi vertíð. Fyrir liggja fjórar plötur með Ellen Kristjánsdóttur, Ragn- heiði Gröndal, Birni Thoroddsen og Helga Péturssyni. „Þetta er allt svona fullorðins, akústísk tónlist og vönduð sem á vel við hér í sveitinni. Þetta er svo- lítið út í kántrí," segir Steinar og ekki er hægt að sjá annað en að hann sé að veðja á vel viðurkennda listamenn. Er að fara í gegnum vinnugalla númertvö Steinar segir hugmyndina um að færa sig upp í sveit eldgamla. „Það er langt síðan ég ákvað að breyta um vettvang þegar ég yrði fimmtugur og fara upp í sveit. Ég hef verið að leita mér að jörð í mörg, mörg ár. Hér að baki liggur úthugsuð viðskiptahugmynd. Og sú hugmynd byggir meðal annars á því að ég geti nýtt mér þá reynslu sem ég hef orðið mér úti um á þeessu lífsstarfi rnínu." Og inn í hið úthugsaða við- skiptamódel blandast svo menn- ingartengd ferðaþjónusta. Steinar er að byggja upp gistiaðstöðu og ætlar sér jafnframt að opna fimm stjörnu tjaldstæði. Hann segir ferðamenn einkum sækja í að koma þar sem allt er til alls, heitt vatn, rafmagn, salernisaðstaða, veitingastaður o.þ.h. en jafnframt þannig að ferðamenn geti notað sinn fína viðleguútbúnað og geti hjálpað sér sjálfur. „Verkefnið í vet- ur er að klára þetta. Nú eru málarar að mála og verið er að flísaleggja." Steinar tekur þátt í iðnaðar- mennskunni af heilum hug og er Ellen Kristjándsdóttir Þessi frábæra söng- kona ætlar að syngja sálma á nýrri plötu sem Steinar gefur út: Guð gafmér eyra, Ó, Jesú bróðir besti og öll þessi lög sem löngu er tímabært að setja á plötu með sómasam- legum hætti. Ragnheiður Gröndal Hefurslegið rækilega í gegn að undan- förnu en hún sendir frá sér plöt- una Vetrarljóð. Margir munu án efa fagna nýrri plötu frá þessum ástsæla söngvara sem mun syngja það sem hann kallarsígild dægurlög á plötunni Allt það góða. Björn Thoroddsen Þessi gítarsnillingur sendir frá sér afar forvitnilega plötu sem heitir Luther. Þar sækir hann I tónlist sem samin er Martin Luther! Steinar Berg Maöurinn sem lagði nótt viö nýtan dag við að koma Mezzoforte á heimskortið iitur sér nærog er þrælgrobbinn afþeim plötum sem hann er að senda afstað á vertlð. það nýtt fyrir útgefandanum. „Ég hef aldrei staðið í þvíumlíku fyrr. En nú er ég að fara í gegnum minn annan vinnugalla." Músíkvefnaður í viðskipta- hugmyndinni Vitaskuld er gert ráð fyrir tónlist í því uppbyggingarstarfi sem Stein- ar stendur nú fyrir á jörð sinni Fossatúni í Borgarfirði. Veitinga- staðurinn mun heita Tíminn og vatnið, og er þá einkum vísað til staðsetningarinnar: á bökkum Grímsár sem rennur þar hjá og í gríðarlega fallega fossa. „Stúdíó? Það er orðið afstætt hugtak. Menn hafa orðið stúdíó í fartölvunni sinni. En hér verður frábær aðstaða fyrir tónlistarmenn til að vinna að upptökum. Hátæknisalur salur með miklu rafmagni og góðum hljómburði." Það þarf að stoppa Steinar af þegar hann byrjar að lýsa því hversu stórkostlegur staður hans verður. Sljákkar í honum þegar hann er inntur eftir því hvort allt þetta kosti ekki sitt? Hann segir þetta dýrt verkefni. „Mjög dýrt og það er önnur saga. Ég hef fengið einn styrk en öllum öðrum um- sóknum mínum hefur verið hafn- að. Fyrir liggur mjög vönduð áætl- un en Byggðastofnun, sem hefur lánað í allskyns vitleysu þar sem engar hugmyndir eru fyrirliggjandi, hafa hafnað umsókn minni. Þar skortir framtíðarsýn." jakob@dv.is lilnelningar til menningarvnrðlauna DVlS í Mki Mm0a Nóí albínói Leikstjóri: Dagur Kári Pétursson Kjarnmikil, hnitmiðuð og vel útfærð þroskasaga um einangrun og frelsi, takmarkanir og möguleika. Svipsterk. Á meðan land byggist Leikstjóri: Ómar Ragnarsson Stórhuga og samviskusamleg athugun á nærtækum og mikilvægum mál- efnum. Beitt er skýrum tjáningarmeðulum ipersónulegri sýn. Mótmælandinn Leikstjórar: Jón Karl Helgason og Þóra Melsteð Skorinort verk um andstöðu þekktrar persónu gegn kerfi og hefðum. Verkið vegur fínlega salt á milli hlýlegrar nærfærni og ögrandi afhjúpunar á fram- komu bæði„söguhetju"og„andstæðinga". Hrein og bein Leikstjórar: Hrafnhildur Gunnarsdóttir og Þorvaldur Kristinsson Lipurlegar en jafnframt djúpristar sneiðmyndir af veruleika eintaklinga sem hafa kosið hreinskilni og heiðarleika um lifsitt og siði. Dansmyndir: While the cat's away og Das Zimmer Leikstjóri og framleiðandi: Helena Jónsdóttir Helena fetar ótroðnar slóðir af list og áræðni og bæði vikkar útog skerpir tjáningarmátt dansins og kvikmyndanna. Dómnefnd vegna kvikmyndalistar sem ísitja VaJur Gunnarsson gagnrýnandi DV, ÓlafurH. Torfasonkvikmyndafræðingur ogÁsdís Thoroddsen leikstjórí, hefur ákveðið að tilnefna eftirtalda fímm aðila til Menningarverðlauna DV fyrir kvikmyndalist 2003:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.