Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2004, Blaðsíða 63
DV Síðasten ekkisíst
LAUCARDAGUR 25. SEPTEMBER 2004 63
Kókaín - og amfetamínmálið sem nú er til rannsóknar hjá lögreglu er samkvæmt
heimildum DV aðeins toppurinn af enn stærri isjaka sem á eftir að koma i ljós.
Málið skekur Eimskip enda leikur eitt af skipum félagsins aðalhlutverk í innflutn-
ingi á mesta magni flkniefna sem rekið hefur á fjörur yfirvalda.
Sonnr starfsmanns Eimskips
í gæslu í Detlifossmálinu
„Það hefur engum hér verið sagt upp í tengslum við rannsdkn
þessa máls,“ segir Höskuldur Ólafsson, aðstoðarforstjóri Eim-
skips, um fíkniefnamálið sem nú skekur fyrirtækið eftir að upp
komst að Dettifoss, eitt af skipum félagsins, hefur í tvígang verið
notað til að smygla kókaíni og öðrum eiturlyfjum til landsins.
Svo alvarlegum augum er málið litið innan Eimskips að málið
hefur alfarið verið látið inn á borð aðstoðarforstjórans.
Fjórir einstaklingar, þrír karl-
menn og ein kona, sitja nú í gæslu-
varðhaldi á Litla Hrauni og tveir ís-
lendingar að auki í fangelsi í Rotter-
dam í Hollandi. Samkvæmt heimild-
um DV er fíkniefnainnflutningur-
inn, sem nú hefur komist upp um,
aðeins toppurinn af ísjaka í máli
sem teygir anga sína víða.
Einn þeirra sem úrskurðaður var
í gæsluvarðhald á dögunum heitir
Hinrik Jóhannsson. Hann var hand-
tekinn í Vestmannaeyjum enda
hafði stór LSD-sending verið stíluð á
nafn hans. Hinrik hefur verið bú-
settur í Vestmannaeyjum um árabil
og ekki stundað fasta vinnu. Faðir
Hinriks hefur um áratuga skeið ver-
ið starfsmaður Eimskips og starfar
þar enn. Lengst af var hann háseti á
skipum félagsins en eftir slys sem
hann lenti í í Færeyjum fyrir
Faöirinn starfar á gámasvæði Eimskips í Sund-
höfn en forsvarsmenn félagsins telja afog frá
að hann tengist á nokkurn hátt málinu þótt
sonur hans hafi ratað íþá ógæfu sem raun ber
vitni.
nokkrum árum var hann færður
og fékk starf í landi.
„Ég svara engum spurning-
um um son minn eða
einkalíf/' sagði faðir
Hinriks í samtali við
DV í gær þegar
hann var inntur
eftir afdrifum
sonar síns og
hugsanlegum
tengslum við
starf hans hjá
Eimskip.
Faðirinn starfar
á gámasvæði Eim-
skips í Sundhöfn en
forsvarsmenn félags-
ins telja af og frá að
hann tengist á
nokkurn hátt mál-
inu þó sonur
hans hafi
ratað í þá
ógæfu
sem
raun
ber
vitni.
til
í fangelsi í Hollandi sitja þeir Óli
Haukur Valtýsson og Arsæll Snorrason í
gæsluvaiðhaldi. Iiklegt er að kraíist verði
framsals á Óla Hauki en Arsæll
var gestkomandi á heimili
hans í Rotterdam þegar lög-
reglan þar í borglét til skar-
arskriða
Áður hafði Ársæll
Snorrason verið ifam-
seldur hingað til lands í
tengslum við hvarfið á
Valgeiri Víðissyni þar
sem hann lá undir grun
að vera valdur að hvarfi
hans og jafnvel dauða Ár-
sæll fékk síðar bætur ftá ís-
lenska rikinu fyrir
umrætt inngrip í
líf sitt.
Höskuldur Ólafsson Enginn
verið rekinn frá Eimskip vegna
nýja fíkniefnamálsins, segir að-
stoðarforstjóri skipafélagsins.
Aðalmeðferð í máli Odds Jónassonar sem réðst á Fannar Ólafsson körfuboltamann
Oddur pípari iðrast fyrir dómi
„Oddur er búinn að játa og iðr-
ast mjög," segir Lárentsínus Krist-
jánsson lögmaður Odds Jónassonar
sem réðst hrottalega á körfubolta-
manninn knáa Fannar Ólafsson eft-
ir að Keflavíkurliðið bar sigurorð af
Njarðvík í vetur. Aðalmeðferð var í
málinu fyrir Héraðsdómi Reykja-
víkur í gær þar sem Oddur sagðist
iðrast.
Oddur, sem er kallaður Oddur
pípari vegna starfs síns, mislíkaði
úrslitin. Hann braut glas á höfði
Fannars Ólafssonar þannig að æðar
fóru í sundur, sauma þurfti 40 spor
og Fannar missti tvo og hálfan lítra
af blóði.
Árásin er talin mjög alvarleg þar
sem Oddur pípari notaði glas sem
vopn. Því sækir ríkissaksóknari
málið en refsing við árás sem þess-
ari getur numið allt að átta árum í
fangelsi. f þessu máli liggur hins
vegar fyrir skýlaus játning Odds á
atburðinum. Hann hefur bætt það
tjón sem hann olli og segist iðrast
mjög gerða sinna.
Búast má við að Oddur fái um 6
mánaða dóm þar af þrjá mánuði
skilorðsbundna.
Fannar sagði í viðtali við DV
þegar málið kom upp að hann hefði
verið á Stapanum að fagna. Oddur
hefði vikið sér að honum og reynt
að æsa hann upp. Átök hefðu brot-
ist út og á endanum hefði hann Ieg-
ið á gólfinu þar sem liðið hefði yfir
hann.
„Það fóru tvær eða þrjár æðar í
sundur og ég missti svo mikið blóð
að það leið yfir mig. Þetta var eins
og í sláturhúsi - blóðið flaut um allt
gólf," sagði Fannar sem fékk á dög-
unum samning við grískt körfu-
boltalið.
Ekki náðist í Odd pípara vegna
málsins.
simon@dv.is
Fannar Ólafsson körfubolta-
maður Varð fyrir tilefnislausri
árás af hendi Odds pípara.
Stal bíl
stjúpunnar
Rúmlega tvítug stúlka sem stal
í fyrrasumar bíl stjúpu sinnar sem
var á ferðalagi með föður hennar
hefur verið dæmd í fimm mánaða
skilorðsbundið fangelsi. Auk þess
að hafa stolið bílnum á meðan
fólkið var í Portúgal var stúlkan
sakfelld fyrir aka próflaus og fyrir
að taka fram úr þar sem óbrotin
lína er á Njarðvíkurbraut. Stúlkan
sagðist hafa fengið leyfi föður síns
til að taka bílinn en það kannað-
ist hvorki hann né stjúpan við.
Stúlkan hefur hlotið skilorðs-
bundna fangelsidóma áður.
Ekkert samúðar-
verkfall
„Það voru 15 sem sögðu nei
við samúðarverkfalli og einn miði
var auður," sagði Margrét Hali-
dórsdóttir trúnaðarmaður kenn-
ara við Landakotsskóla en kosið
var um málið á mánudag.
„Landakotsskóli er sjálfseignar-
stofiiun innan kaþólsku kirkjunn-
ar. Einkaskólar fá minni fjárveit-
ingu ffá Reykjavfkurborg en aðrir
og hafa verið í fjárhagsörðugleik-
um fyrir vikið. Það er að öllum
líkindum ástæðan fyrir því að við
förum ekki í verkfall. Við höfum
fulla samúð með kennurum."
Halldór
til Parísar
HalldórÁs-
grímsson forsæt-
isráðherra opnar
viðamikla ís-
landskynningu í
París á mánudag-
inn en á þessari
kynningu verða
fjölmargir at-
burðir á sviði vísinda, menningar
og lista. Kynningin er skipulögð
sameiginlega af ff önskum og ís-
lenskum stjórnvöldum með öfl-
úgum stuðningi fjölmargra ís-
lenskra og franskra fyrirtækja.
Sama dag mun Halldór Ásgríms-
son einnig eiga fund með Jean-
Pierre Raffarin forsætisráðherra
Frakklands
MIÐSTOÐ SIMENNTUNAR
Undirbun. fyrir
samræmd próf
Danska
Enska
Stærdfrædi
íslenska
Tungumál
Isl. f. útlendinga •
lcelandic f. foreigners
Þýska
Enska
Spænska
Italska
Franska
Russneska
Hollenska
Danska
Norska
Sænska
Rettritun - málfr.
Matreiðsla
Að elda fisk og villibrað
með Rúnari Marvins.
Smáréttaveisla
Grænn kostur
Danskt smurbrauð
Handverk
og listir
Tréutskurður
Tálgunamskeið
Eldsmiði
Grafik
í Hafharfirði
Skartgripagerð
Glerskurður
Glerbræðsla
Trélitir & blyantur
Portfolio
Teikning
Olíumalun
Myndlist a inorgnana
Vatnslitir. akríl, pastcl
krít, kol, olia o.fl.
Mosaik
Skrautritun
Sauinanamskeið
Crazy quilt
Fatasaumur
Jólanámskeið
Opið saumanámsk.
Ullarþæfing
Heilsa, útlit,
hreysti
Forðun - NO NAME
Jóga Asmundur Gunnl.
Stafaganga
Nuddnamskeið
Svæðanudd
Sjálfsvörn f. konur
Sjálfsvörn f. byrj.
Tónlist
Blokkflauta - byrjendur
Songnám • einkatimar
Hljómborð
Fiðla
Harmonikka
Klassískur gítar
Rafgítar
Þjoðlagagítar
Tölvur, rekstur
og bokhald
Stofnun & rekstur
smafyrirtækja
Mbs - Navision bókh.
Autocad 2005- Grunnur
Autocad 2005-Framh.
Autocad 2005 og
3D Studio 6
Bloggnamskeið
Stafrænar myndavclar
Word og Excel
Internetið
Almennt tölvunam ■
Eldri borgarar
Alm. tölvunám á
morgnana- Eldri borg.
Ýmis
námskeið
Konur taka til niáls
Brigde
Garðahónnun skipulag
Islenskar lækningajurtir
Fyrir dýraeigendur
Fluguhnýtingar
Flugukost
Heimur Tarotsins
Upptökuvelin
Notkun kennslutækja
Vopn & veiðar Skotskólinn
Leiklistarnám
Danslistarnám
Songlistarnam
Dagmæðranámskeið
Prófaáfangar í
framhaldsskóla
Eftirtaldir afangar fast
metnir til eininga með
þvi að Ijuka profi
Spænska 103 og 303
Islenska 102
Enska 102
Enska 202
Stærðfræði 103
FJölRjreytt úrval námskeiða - Skráning í síma 585-5860