Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2004, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2004, Blaðsíða 43
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2004 43 að ppjóna Róandi, skapandi og sérstakt „Ég sit einmitt hér og prjóna," segir Helga Möller söngkona og býð- ur til stofu. „Ég slasaðist á fingri og get ekki unnið en þegar mér leiðist gríp ég í prjónana eða heklunálina. Eg hef prjónað mér flíkur frá því ég var 12 ára, sú fyrsta var útskriftar- vestið mitt í barnaskóla. Áður fyrr var ég rosalega dugleg við þetta, prjónaði peysur á eiginmann, allt á krakkana og lopapeysur á helst alla ættina. En síðustu árin hefur dregið svolítið úr þessu hjá mér, ég verð slæm af vöðvabólgu ef ég sit of lengi við." Helga segist helst prjóna á sig og litla dóttur sína nú orðið. „Ég fer mikið eftir uppskriftum og held mig við einfaldleikann. Ég er t.d. nýbúin með ponsjó á sjálfa mig, vinnan er í senn róandi og skapandi og ekki skemmir að afurðin er sérstök og persónuleg, eftir mann sjálf- an.“ Helga segist ekki vita hvort prjón og hekl sé í upp- sveiflu á íslandi. „Ég þekki ekki margar prjónakonur, í mínum saumklúbb prjónar t.d. enginn. En ég held mínu striki, mér finnst gaman að gera mér og mínum fallegar flíkur.'' Prjónaði 10 sett í öllum litum á ófætt barnið „Ég datt í prjónaskapinn þegar ég var ófrísk af mínu fyrsta bami fýrir tíu árum,“ segir Bergrós Kjartansdóttir prjónakona og -hönnuður. „Byrjaði á núllpunkti, keypti prjónablöð og var algjörlega heilluð af þessum galdri; að prjóna sjálf á eigið bam. Ég prjón- aði tíu alsett í öllum litum á ófætt barnið, til þess að vera tilbúin með nægan fatnað á strák eða stelpu." Að sögn Bergrósar þróaðist prjónaskapur hennar smám saman. „Þangað til að ég hafði prjónað peysu sem var að hálfu leyti upp úr blaði en að hálfu leyti mín hönnun. Síðan hef ég gert tölvuert af því að hanna flíkur, auk þess að prjóna. Ég var svo heppin að vera ráðin úl kennslu í prjónaskóla Tinnu og þar lærði ég ennþá meira. Og ég verð eiginlega hálf veik ef ég sinni ekki prjónaskapnum. Ég hef ný- lokið fjögurra ára ákaflega gefandi námi við HÍ en hafði þá lítinn tíma til að sinna prjónum, hekli og hönnun. Ég fann hvemig ég safnaði streitu og þreytu í skrokkinn. Eftir námið heliti ég mér út í hönnun og sköpun og finn hvernig ég endumærist," segir Berg- rós Kjartansdóttir nýráðinn fram- kvæmdastjóri Tinnu ehf. Gjörningaklúbburinn prjónar og heklar íslenskt ' prjónles Mannkyn hefúr kunnað að prjóna í þúsundir ára en sér- fræðingar em ekki sammála um hvort handiðn þessi upp- hófst í Persíu, ísrael, Jórdamu, Sýrlandi eða fjailgörðum Norður-Afríku. Handprjón var mikilvægur iðnaður í Evrópu á r miðöldum og 16. öld var það viðurkennd iðngrein, einkum stunduð af konum. Eilítið aðra sögu er að segja héðan af íslandi. Þýskir, enskir og hollenskir kaupmenn bám þessa kunnáttu hingað á fýrri hluta 16. aldar, fram að þeim tíma vom voðir og vaðmál sniðin til og saumuð. Við upp- gröft á Stóm-Borg í Austur- Eyjafjallahreppi árið 1981 fannst sléttpijónaður belgvett- lingur frá fyrri hluta 16. aldar og smábarnasokkur frá 1650- 1750. Ritaðar heimildir um prjón á íslandi em elstar úr bréfabók Guðbrands Þorláks- sonar Hólabiskups frá síðasta * fjórðungi 16. aldar, þegar land- skuldir átti að greiða í prjón- saumi. Prjón náði fljótt mikilli útbreiðslu hér, sennilega var auðveldara fýrir landsmenn að framleiða ullarvaming þannig en með fyrri aðferðum. Karlar, konur og böm ptjónuðu, prjónaskapur var ekki álitinn sérstök kvennavinna eins og síðar varð. Mikið af prjónlesi var flutt út og áttu allir heim- ilsmenn, 8 ára og eldri, að skila ákveðnu magni af pijónlesi. Lengi vel var lítið um útprjón, elstu pijónauppskrifdr em eignaðar Skúla Magnússyni. Fyrstu pijónavélamar sjást hér á landi fyrir miðja 19. öld. Stelpumar í Gjömingaklúbbnum, þær Eirún Sigurðardóttir, Sigrún Hrólfsdóttir og Jóní Jónsdóttir, hafa undanfarið prjónað og þó aðallega heklað verk sín. „Ég kann ekkert að prjóna," segir Jóm Jónsdóttir. „En ég hef heklað síðan ég var í Listahá- skóla íslands, þá eiginlega endur- uppgötvaði ég þessa listgrein og fékk mömmu til að rifja hana upp með mér. Ég byrjaði á að hekla kraga í fyrra fyrir Lakkrísbúðina en nú höf- um við fært þetta inn í verk okkar. Sigrún er ofsalega dugleg að sauma og hún prjónar líka, Eirún prjónar bæði á sjálfa sig og í verkin. Enda hef- ur maður mikið á tilfinningunni að hekl og prjón séu að koma aftur, ef maður fletúr tískublöðum þessar vik- umar er allt fullt af þannig fatnaði, sérstaklega þó hekluðum," segir Jóm Jónsdóttir í Gjörningaklúbbnum. standa- Frábærar vörur til að halda að öðru en golfkarlar t c,re-linonn' Vcönn^5V.anSar af par Þ06- \ . -S.’S-sSÍ.S ss \ \ ut'd"Jf&kvS'T'3 huð- V andW [ —I 1 <V,’t V,em'6 um „ansvaaS'’5; \ bera 'f^ngum »ÆínO»6' ^Couectorerf^nog \ Uneco' ugun,aba' a IAUSTURBÆ Forsýning mið. 29/9 ki. 20.00 sæti iaus Frumsýning fim. 30/9 kl 20.00 Örfá sæti laus Sun. 3/10 kl.20.00 Örfá sæti laus Miöasala www.midi.is Og i síma 551-4700 www.vodkakurinn.is V
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.