Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2004, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2004, Blaðsíða 15
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2004 15 „Heima fær maður þrjár mínútur til þess að sýna hvað í manni býr. Þegar maður Stjörnurnar ganga meö sólgleraugu og hatta til að fela sig fyrir æstum aðdáend- um þegar þær þurfa að láta sjá sig á almannafæri. Uppáhaldsiðja margra þeirra er svo að skálda upp ný og ný dulnefni þegar þær skrá sig inn á hótel. labbar út eftir inn- tökuprófin hér hefur maður virkilega á til- finningunni að maður hafi sýnt allt sem maður kann. Skóla- stjórinn tekur mann meira að segja í sófa- spjall til að tékka á manni. Heima roms- arðu bara upp úrþér þínum texta og svo er það bara takk og bless. Auðvitað er rökréttara að taka sér svona góðan tíma í þetta. Ekki þessar stöðluðu iistahá- skólatýpur Þau segjast halda að skertir möguleikar heima séu nánast eini gallinn við námið. „Maður öðlast svo mikla víðsýni af að læra erlendis. Hér í skólanum eru miklu fjölbreyttari týpur en í leiklistarskólanum heima. Danmörk er mun fjölþjóðlegra sam- félag en fsland og það sést glögglega á nemendahópnum. Hér er ekki þessi staðlaði listaháskólanemandi sem maður getur nánast þekkt á götu heima, það er ekkert slæmt út af fyrir sig en samt sem áður er spennandi að hafa svona breiðan hóp. Hér er til dæmis einn á öðru ári sem er lærður kjötiðnaðarmaður. Það er líka öllum hollt að vera í svona hiutlausu um- hverfi þar sem maður þekkir engan. Heima þekkirðu alltaf einhvem sem er með þér íbekk." Eru ekki að flýja „klíkuskap" Og þá upphefst umræða um „klíkuskapinn" í Leiklistarskóla ís- lands. „Það eru alls staðar klíkur. Er það ekki bara eðlilegt? Mörg okkar fengu sumarvinnu í gegnum klíku. Það er endalaust hægt að diskútera þetta. Leikarabörn komast mjög oft inn í skólann heima, það er alveg staðreynd. Það breytir því ekki að þau hafa oftar en ekki alist upp í þessu leikhúsumhverfi og hljóta þar af leiðandi að vera betur í stakk búin en margir aðrir. Er þetta ekki bara einhver gömul mýta? Við vomm að minnsta kosti ekki að flýja neinn klíkuskap,‘‘ segja þau og hlæja. „Þrjú okkar sóttu um inngöngu í skólann heima. Ég er alveg viss um að ef við hefðum komist inn hefði auðveld- lega verið hægt að tengja það við klíkuskap með einhverjum hætti, það em allir tengdir á íslandi. Maður hefði sjálfsagt haft lítið gaman af þeirri umræðu.“ En ætla þessir leikarar framtíðar- innar að halda heim á Frón að þrem- ur ámm liðnum eða reyna fyrir sér í Danmörku? ,Ætli flest okkar hugsi ekki heim, en maður veit samt aldrei," segir eitt þeirra og margir reynast ósammála. „Kannski ég fari til Bretlands aftur, ég bjó þar um tíma,“ segir María. „Já, eða maður fari bara að eiga börn og gerast hús- móðir,“ segir ein stúlknanna. „Eða kannski verður maður svo heppinn að finna vinnu við að landa svo mað- ur nái einhvern tímann að borga fýr- ir námið," segir Sindri að lokum. Það eitt er víst að vorið 2008 útskrifast nánast jafnmargir leikarar frá Hol- berg leiklistarskólanum á Osterbro og leiklistardeild Listaháskóla ís- lands. Það verður spennandi að fylgj- ast með hvað verður. Þeir sem vilja kynna sér Holberg skólann nánar geta kíkt inn á heima- síðu hans á slóðinni www.tea- terskolen.com. Dulnefni stjarnanna Oprah Winfrey - Sophie Lee Nafn persónu hennar í kvikmyndinni Color Purpte varSofía. Betrihelmingur hennar til langs tíma, Sted- man Graham, gafhenni einnig hundsem barþetta nafn. Lee erættarnafn móður henn- ar. MaryJ. Blige- Frú Huxtable Til komið vegna ástar söngkonunnar á The Cosby Show. Russell Crowe - Russell Black Smá útúrsnúningur, svört kráka og svo framvegis. Michael Jackson - Hr. Simpson Engar skýringar hafa feng- ist á þessu. Notar einnig stundum Hr. Sterling. Robert DeNiro - Bob Collins Hollywoodleikarinn valdi sérafar hversdagslegt nafn. Bobby Brown og Whitney Houston - Justin Case Orðaleikur hjá hjónakorn- unum kolbrjáluðu.sem einmitt eiga það til að rlfast og slást illilega á hótelherbergjum. Just In Case - efsvo vildi til að einhver þyrfti að ná I þau. Nicole Kidman - FrU Sugar Ástralska leikkonan eröll í sykursætum hugsunum og notar meira að segja stundum nafnið Ms. Blosson. Naomi Campbell - Frú Sugar Kannskiekki eins sykursæt og Kid- man en notar samt sama nafn. Neil Young - Bernard Shakey Rokkarinn er alveg fast- ur á þessu nafni. Jude Law - Hr.Blár Breski hjartaknúsarinn valdi sér nafn út i bláinn, Mr. Blue, ennotar einnig Mr.Blancheflower. Lenny Kravitz - Silky Jones Mjúki rokkarinn notar jafnan þetta nafn sem hæfírhonum og tónlist hans ágætlega. Ben Affleck - JackWalsh Fengið úr einni afuppáhalds kvik- mynd Bens, Midnight Run frá árinu 1988. Persóna Robert DeNiro hét þessu nafni. Æfingateygjur 3 mismunandi styrkleikar. Verð: 2.990 kr Vinyl handlóð þyngd 0,5 kg til 2,5 kg Verð frá: 990 kr. parið Sigma Sport púlsmælar verð frá OO kr. Cross Trainer Infiniti ST 900 20 aðgerðir á tölvuborði og púlsmælir Stafrænt segulviðnám verð 9.900 icr. Cross Trainer Infiniti ST 655 6 aðgerðir á tölvuborði og púlsmælir, verð 49.900 krj BUÐIN FAXAFENI 7 S: KL. 9-18. LAU. KL. 10-14 WWW.gQþ.ÍS S: 5200 200 www.gap.is MAN sigrunosk@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.