Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2004, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2004, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2004 Helgarblað DV Hvernig gat skemmtibarn í strangkaþólsku landi, alið upp í mesta eymdarbæli Suður-Evrópu, brotist til frama í alþjóðlegum afþreyingariðnaði? Hvernig gat ómenntuð alþýðustúlka eins og Sofia Loren ! náð sterkri fótfestu í harkalegu og grimmu samkeppnisumhverfi meðal framandi þjóða? í heimalandi sínu bauð hún fjölmiðlum, kirkju og yfirvöldum byrginn í opinberu ástarsambandi við kvæntan mann, utan við reglu og skikk samfélagsins, og loks eftir stórframa meðal þjóðanna settist hún í helgan stein, virðuleg og virt: móðir, ekkja, þjóðarsómi. Omenntaða alþýðustúlkan sem hristi upp í samfélaginu www.versla.is (teRsd) Einfalt og þægilegt RAFMAGNS HLAUPAHJÓL Við sendum frítt heim að dyrum Sofia Scicolone er fædd á fæð- ingarheimili í Róm fyrir ein- stæðar mæður 20. september 1934. Móðirin var frá litlu sjáv- arþorpi í nágrenni Napolí, faðirinn var atvinnulaus vélvirki. Móðir henn- ar hafði á unga aldri unnið í keppni stúlkna sem líktust Gretu Garbo. Telja má víst að þar hafi orðið til sá spori sem síðar rak Sophiu Loren, eins og Sofia Scicolone var köllluð síðar, áfram til nýrra og stærri verk- efna í kvikmyndaleik. Móðirin fékk ekki að fara til Hollywood á þriðja farrými frá Napolí. Foreldrarnir bönnuðu það. Píanókennari En móðir Sofiu var hörkutól. Hún sneri heim með frumburð sinn og settist að í þorpinu sínu, úrhrak í sam- félagi heilags hjónabands og tók að kenna á píanó. Mæðgumar bjuggu á heimili afa og ömmu og þar kom að móðirin var ófrísk öðm sinni eftir saman manninn. Það var önnur stúlka. Lífið gekk sinn gang. Systurnar ólust upp í þorpi, föðurlausar, við h'til efni á tímum hemáms og stríðs. Und- ir lok flúðu mæðgumar til Napoh' og upplifðu þá hörku stríðsins í átökun- um um borgina. Fegurðarsamkeppni Efdr sm'ðið var stúlkan rétt fermd þegar móðirin munstraði hana í feg- urðarsamkeppni. Verðlaunin vom veggfóður og farmiði til Rómar. Þegar Sofia vann var leiðin ljós: í Róm stóðu yfir tökur á stórmynd, Quo Vadis?, og hundmð statista vantaði. Móðirin dreif sig til Rómar með unglinginn. Þegar tökum lauk var stelpan sett í fumetti-vinnu, nokkurs konar mynda- sögur úr ljósmyndum. Það var á þessu fyrsta ári hennar í Róm að ungur framleiðandi, Carlo Ponti, veitti henni athygh og tók hana undir verndarvæng sinn, kom henni í leiklistartíma og sendi hana í pmfur. Gamanmyndir og sögulegar ræmur Kvikmyndaiðnaður Ítalíu var sterk- ur eftir stríð. Þá eins og síðar sóttu erlend fyrirtæki til stóm kvikmynda- veranna í Róm; ffamleiðslan þar var alþjóðleg en unnin af heimamönnum á öllum lægri framleiðslustigum. Laun vom lág og nóg menntað vinnuafl í boði. Fyrir utan við erlendar kvikmyndir framleiddu ítalir fyrir heimamarkað. Enn hafði ítalskur kvikmyndaiðnaður ekki skapað sér frægðarorð fyrir Ust- rænar kvikmyndir. Um heim allan vom þeir þekktir fyrir gamanmyndir og stórar sögulegar ræmur. Á árunum eftir stríðið vom höfundar á borð við Rossefini, de Sica, Visconti og Fellini að gera sín fýrstu markverðu verk. Almennur áhugi var að vakna í Evrópu og Bandaríkjunum á ítölskum kvik- myndagerðarmönnum. í Bandaríkj- unum átti ítölsk ffamleiðsla stóran áhorfendahóp meðal innflytjenda ffá ítalíu sem höfðu flykkst vestur áratug- um saman. Aukahlutverk Sofia var sextán ára. Aukaleikari sem fyUti upp í atriði, tíndi af sér pjötl- urnar væri henni sagt það: hún var ekki ólöguleg, en andlitið var óreglu- iegt í byggingu, hún var nefstór og munnvx'ð, hökuh'til en fagureygð. Hún var stórbeinótt meðaikona með mikl- ar lendar og stóran barm. Hún talaði máUýsku að sunnan. Það þurfti að laga hana til. En hún hentaði í tiltefdn hiut- verk, óheflaðar mstastelpur, sígauna og tötrahypjur, hávaðasamar og frakk- ar í fasi. Hvítt mansal í æviminningum sínum og viðtöl- um hefur stjaman Sophia Loren þver- neitað að þau Ponti hafi átt líkamlegt samræði fyrr en hún var orðin fuUorð- in: Þegar þau hófu samstarf sitt var hún sextán en hann þrjátíu og átta. Eftir því sem opinskáum lýsingum smástjarna og síðar stjama hefur fjölg- að á prenfi og áhugamenn hafa kafað dýpra ofan í lifnaðarhætti í vestræn- um kvikmyndaiðnaði, hafa sögur af skírh'fi unghngsins Sofiu reynst æ ótrú- legri. Raunar má líkja starfsvettvangi ungra leUdcvenna á síðustu höld við hvítt þrælahald vorra tíma. Tækifæri og atvinna var launuð í bh'ðu. Heimamarkaður Tryggð Pontis við skjólstæðing sinn reyndist drjúg. Hann tók að koma henni í hlutverk þegar hún var á m'tj- ánda ári og þá tók hún upp Loren- nafnið. Á næstu ámm lék hún fjölda smáhlutverka en samverkamenn hennar vom upprísandi Ustamenn: de Sica, Mastroianni, Toto, Risi. Það er svo 1957 að ffami hennar tekur stökk: á einu og sama árinu leik- ur hún á móti Frank Sinatra, Gary Grant, Alan Ladd og John Wayne í þremur bandarískum kvikmyndum sem ffamleiddar vom í samvinnu við ítalska aðila. Hún var komin í fremstu röð ungra leikkvenna álfunnar. Brjóst og læri í einni þessara mynda, Boy on a Dolphin, er hún ljósmynduð rennvot í léreftsskyrtu og Ukamsbygging hennar opinberast í Unsunni, miklar lendar, magi og stór brjóstin. Kynferði hennar hafði til þessa ekki dregið úr fram- gangi hennar en nú vom einkenni hennar skýr. Loren var orðin kyn- bomba af ítalska skólanum: Anna Magnani, Gina LoUobrigida og SUvana Mangano vom aUar svipaðar að bygg- ingu, lendar og barmur, lágvaxnar en ffíðar. Þær höfðu samskonar skap- gerðarstíl í framkomu: fasmiklar og valdsmannslegar. Sophia Loren var á hraðri leið á toppinn. Verðlaun Næstu myndir hennar fram til 1961 vom af ýmsum toga, ítalir réðu í þeim en erlendir leikarar vom tíl skrauts. Það er síðan 1961 að Loren fær al- þjóðaviðurkenningu fyrir leik í kvik- mynd sem segir af flótta mæðgna undan stríðinu, Tværkonur. Loren lék konu sér eldri sem lýsti talsverðu þori og sýndi sterkan skapgerðarleik með ríkri tílfinningalegri innlifun. Hún fékk Óskar fyrir túlkun sína og var það í fyrsta sinn sem leikkona var verðlaun- uð í aðalhlutverki sem leUdð var á öðm máh en ensku. Óskarinn fyrir Tvær konur gerði Loren að alþjóðlegri stjömu, veitti henni aðgang að stærri kvikmyndum, gerði henni mögulegt að velja handrit og samstarfsmenn við sitt hæfi. AUt vann hún í samstarfi við Pontí. Hún gerði sér með skipulegum hættí mat úr sambandi sfnu við einhleypa, erlenda og heimsfræga leikara, nýttí sér tU hh'tar áhuga pressunnar og skóp Tvær helstu kyn- bombur síðustu aldar urðu sjötugar í vikunni: Sophia Loren og Brigitte Bardot. Þær deildu áhuga almennings, karla og kvenna, báðum megin meö handgjöf og handbremsu Fyrir 75 kg. 12 km/t Fyrir 90 kg. 14 km/t Margir litir Meö og án sætis - nánar á netinu ERS www.versla.is sér einstakt ffægðarorð með hæfUegri blöndu af skmmi, játningxun og sögu- sögnum. Litla stúlkan vill verða móðir Loren kom jafnan fram sem litla stúlkan úr þorpinu sem hafði viUst inn í ævintýri. Hún þóttist lítiUát en var í raun mikiUát. Eftir að samband þeirra Pontis varð opinbert gerði hún sér mikið mat úr ást þeirra, en fáir trúðu því að þessi gamli og ófríði karl hentaði hinni fríðu konu, aldursmunur þeirra var 22 ár. Barn- eignasaga hennar var með miklum hörmungum, fósturmissir á fóstur- missi ofan, nánast fyrir opnum tjöld- um fjölmiðla. fmyndin sem af þessu réðist var kona sem þráði heimUi og vildi eignast börn, sem var sterk mótsögn hinnar kjarnmiklu kynveru sem Sophia var jafnan á tjaldinu. Hún varð mótsagnafull og spennandi, mamma og meUa í senn. Iðnaðarvara Loren kom upp á sögulegum tíma í vestrænni kvUcmyndagerð: stjömu- kerfi Evrópu hafði beðið hnekki á stríðsárunum, einangmn ríkt á mark- aði álfunnar og yfir hvolfdist amerískt efni með þeirra hetjum. Sophia var ffamarlega á bylgju evrópskra fram- leiðenda sem tókst á við samkeppnina og fyrir kostí sína og útíit náði hún langt. Hún sýndi hæfileika tíl leiks en féU fijótíega í þröngan ramma hreinn- ar iðnaðarffamleiðslu. Stærsta afrek hennar er að hafa haldið sér í frægðarljósinu aUt tíl þessa dags, án þess að hafa komið nálægt kvikmyndagerð um árabU. Ekki er minna aff ek að hafa á ævi sinni náð að komast úr hreinni örbirgð tíl auðæva og verða stórt tákn í h'fi þjóðar sinnar. pbb@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.