Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2004, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2004, Blaðsíða 13
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2004 13 félag é Islandi Leitaö að hinum lítils metnu Költleiðtogi ShokoAsa- hara, leiðtogi hins leynilega költsafnaðar Aum Shinri Kyo, sem bar ábyrgð á gasárásinni á neðanjarðar- lestakerfið ÍTókýó. Séra Þórhallur Heimisson hef- ur skrifað bók sem hann kall- ar „Pílagrímsferðina“ og fjall- ar um nýjar trúarhreyfingar á Vesturlöndum. Þar skrifar hann meðal annars um „költ- hreyfingar“ ýmiss konar sem eiga það margar sameiginlegt að þefa uppi einstaklinga sem standa höllum fæti, flækja þá í net hreyfingarinnar og gera þá nánast að viljalausum verkfærum óprúttinna leið- toga. Oft með skelfilegum af- leiðingum. •sSk m * ðferðimar sem leiðtogar ZA [költlhreyfinganna beita til JL Aþess að ná ... árangri em oft keimlíkar. Upplýsingum um það sem gerist utan hópsins er haldið frá safnaðarmeðlimum. Séð er til þess að fólk fái ekki nægan reglu- legan svefn. Sífellt er verið að brjóta upp daginn með bænum, föstu og fyrirlestmm. Leiðtogamir em aldrei gagnrýndir. Refsað er fyrir smá- vægilegar yfirsjónir. Þeim sem efast um réttmæti kenninganna eða orð leiðtogans er hótað með helvítis- \ist. Ef einhverjum tekst að yfirgefa hópinn er hann útskúfaður af hin- um sem eftir verða og þarf þá gjarn- an á andlegri hjálp sérfræðinga að halda. Getur leitt til fjöldasjálfs- morða Nokkrir þekktustu hóparnir eða söfnuðirnir á síðustu áratugum er flokka má undir hugstjórnunar- hópa em The people’s Temple (Musteri fólksins) sem Jim Jones stjórnaði og leiddi til fjöldasjálfs- víga, Aum Shinri Kyo og Heavens Gate (Hlið himnanna). Aum Shinri Kyo stóð fyrir gasárás á neðanjarð- arlestir í Tókýó árið 1995. Tólf far- þegar létust og 5500 slösuðust. For- sprakki hreyfingarinnar hét Shoko Ashara. Markmið árásarinnar var að flýta fyrir dómsdegi. Hreyfingin hefur verið upprætt en margir læri- sveinar fara þó enn huldu höfði. Lærisveinar Heavens Gate trúðu því aftur á móti að Hale-Bopphala- stjarnan sem birtist á himninum árið 1997 væri geimskip sem myndi flytja þau öll til himna. Forsprakki hreyfingarinnar hét Marshall Aþp- lewhite. Kenndi hann að líkaminn væri ekkert annað en gámur um hinn sanna mann. Með því að svipta sig h'fi kæmist maður til himna. Og það gerðu áhangendur hans allir þann 26. mars árið 1997. Heimsendir er í nánd! Sameiginleg einkenni þessara hópa eru mörg. Leiðtogamir boða að heimsendir sé í nánd og að ein- ungis þeir er lúta vilja leiðtogans muni lifa af. Lærisveinamir ein- angra sig frá öðm fólki og alið er á ofsóknarkennd sem jaðrar við geðsýki. Leiðtogarnir safna að sér ógrynni af vopnum til þess að mæta aðsókn og ásókn hinna van- trúuðu er dómsdagur rennur. Slfk og svipuð einkenni eru reyndar til staðar í boðun margra smárra trúarhópa, þó öll einkenn- in sé kannski ekki að finna í einum stað. Samt sem áður ber fólk að varast trúarhópa sem leggja mikið upp úr ofangreindu eða beita að- ferðum sem flokka má undir heilaþvott eða hugstjórnun. Dæmin sýna að þessir hugstjóm- unarhópar geta verið lífshættuleg- ir. Einstaklingar sem standa höll- um fæti Enginn þessara hópa hefur starf- að hér á landi, en auðvelt er að kynn- ast þeim á netinu og oft má sjá ákveðna þætti í aðferðum þeirra end- urspeglast í starfsháttum trúfélaga og hugmyndafræðilegra hreyfinga. Því er um að gera að vera á verði gagn- vartþeim... [Yjfirleitt má greina ákveðið munstur sem hægt er að heimfæra upp á flestar slíkar hreyfingar og fyig- ismenn þeirra. Oft velur hreyfingin einstaklinga sem standa frekar höll- um fæti félagslega, em einmana og jafnvei afskiftir en um leið leitandi. Gjaman er það hreyfingin sem tekur fyrsta skrefið og hefur samband við þann sem líklegur getur talist til að vilja hiusta á boðskapinn og ræða við þá sem hreyfingunni tilheyra. „Viltu þiggja bækling?" Strax við fyrstu kynni fær sá sem hreyfingin vill fá á sitt band að vita að hann er sérstakur að áliti hennar, að hann skipti máli og sé útvalinn. Út- valningin hefur sterk áhrif á þann sem áður var einmana og taldi sig jafnvel lítils metinn af samfélaginu í kringum sig. Snmdum verða hin fyrstu kynni án nokkurs fyrirvara, t.d. á götunni þegar þú ert spurður að því hvort þú viijir þiggja bækling, hvað þér fininst um þetta eða lútt málefnið og hvort þú viljir koma og ræða mál- ið nánar á ákveðnum stað og stundu. Oftast er þó haft samband við ein- hvem sem búið er að fylgjast með um nokkum tíma og talinn er þess virði að reyna nánar við. Þetta á sérstak- lega við unglinga eða ungt skólafólk sem stendur á tímamótum, hefur kannsld nýlega flutt að heiman og er ekki enn búið að byggja upp félags- legt öryggisnet kunningja í kringum sig. Þetta á ekki síst við þegar ungt fólk heldur erlendis til náms og þekk- ir kannski engan á viðkomandi stað. En það em ekki bara þeir sem em einmana sem em vænlegir nýliðar í augum hugstjómarhreyfinganna. Sama máli gegnir um þá einstaklinga sem eiga í erfiðleikum vegna náms, hafa flosnað upp xir skóla eða hafa lent út af sporinu á einhvem hátt. Þeir geta verið sérstaklega viðkvæmir fyrir. Meðlimir hugtjómarhreyfinga sem leita að væntanlegum nýliðum em sérlega glúmir að sjá út þá sem em viðkvæmir fyrir og þarfnast fé- lagsskapar, vina eða einfaldlega stað- festingar á því að þeir séu einhvers virði. Besta ráðið til að forðast slíka veiðimennsku er að velja sér sjálfúr vini sfna en láta ekki draga sig inn í fé- lagsskap faisvina. Foreldrar og skólar ættu að vera vakandi fyrir þessari hættu og hið sama gildir um þá sem em að styðja við unglinga er á einn eða annan hátt hafa lent í erfiðleikum félagslega. Ekki bara unglingar Áhættuhópamir em reyndar mun fleiri en unglingar. Það geta verið ein- stæðir foreldrar, foreldrar ungra bama sem em einangraðir ffá öðm fuilorðnu fólld, eftirlaunaþegar, syrgjendur og sjúklingar sem leita leiða til þess að fá bót alvarlegra meina sinna og aðstandendur þeirra. Það er óhuggulegt að heyra af lang- veiku fólki sem óprúttnir heiiarar gera út á og nýta sér þannig örvænt- ingu þess. Umfram allt ætti ætíð að sýna var- fæmi í samskiptum við þá sem mað- ur þekkir ekki. Það á ekki bara við um litlu bömin heldur alla. Ekki að treysta hverjum sem er fyrir sínum innstu málum og áhyggjum er að sama skapi góð vöm. Þegar allt kem- ur til alls em það nefnilega viðbrögð- in við nálgun hreyfingarinnar sem skipta öllu máli. Þú ræður sjálfur hvemig þú bregst við þegar hreyfing- in hefur fyrst samband við þig. Ef þú sýnir jákvæða svörun þá er hreyfing- in þegar búin að skipuleggja næsta skref. Það er allt gert til að fá þig til að títa við, taka næsta skrefið, vekja áhuga þinn, oftast með því að koma inn hjá þér einhvers konar sektar- kennd ef þú segir nei við tilboði hreyfingarinnar. Þú ert þegar búinn að fá gott tilboð frá vingjamlegum einstaklingi eða hópi og þá er erfitt fyrir þig að segja nei. Vertu á varðbergi Kurteisi er af hinu besta en þú átt ekki að láta aðra notfæra sér kurteisi þína. En eftir þessi fyrstu kynni finnst þér kannski þú allt í einu vera meira virði en áður. Þú ert ekki lengur einn og öðm fólki finnst þú skipta máli sem einstaklingur. Eða það heldur þú alia vega. Þú ert útvalinn, finnst þér. Einhver vill líka vera vinur þinn. Auð- vitað er ekkert að þessu, þvert á móti, efsatter. En þegar þér er boðið að hlusta á einhvem sem vill leysa úr öllum þín- um vanda án þess að þú hafir hug- mynd um hver hann er, þá er kominn tími til að vara sig. Sá hinn sami getur verið leiðtogi hreyfingarinnar sem gerir og segir allt til að fá þig með í hópinn. Ef þú lendir í þessari stöðu, vertu þá á varðbergi, sérstaklega ef svörin sem þú færð em einfóld og bamaleg. Það em nefiiilega ekki til einföld svör eða einfaldar lausnir á vanda lífsins. Sá sem vill í raun og vem styrkja mann og veita andlega leiðsögn mætir ekki með vasann fixll- an af lausnum. Hann gengur þvert á móti með manni spölkom í gegnum lffið, hlustar og hjálpar hverjum og einum að finna sín eigin svör. Ekki rasa um ráð fram [Séra Þórhallur rekur síðan hvemig hópar af þessu tagi ginna fólk æ lengra til liðs við sig, og segir:] Síðasta skrefið er að ganga opin- berlega og markvisst tfl liðs við hreyf- inguna. Um leið er skorið á öll fyrri tengsl. Því öfgafyllri sem hreyfingin er, því meira afgerandi em skilin við fom'ðina og fjölskylduna. Og þess meiri kröfur em líka gerðar til þeirra sem ganga hreyfingunni á hönd. Stundum em meðlimir einangraðir frá umhverfinu eins og komið hefur fram hér fyrr. Þeir em jafnvel sviptir öllu fjárhagslegu sjálfstæði, borga allt sitt tfl hreyfingarinnar og afneita for- eldmm, systkinum og öðmm sem ekki em á sama máli og hreyfingin og leiðtogi hennar. Það getur síðan reynst ákaflega erfitt að losna aftur undan valdi hreyfingarinnar. Ef einhvers konar vandi í tí'finu var orsök þess að við- komandi upphaflega gekk hreyfing- unrú á hönd, þá magnast sá vandi upp um leið og sagt er skilið við hreyfinguna. Oft er það flótti undan raunveruleikanum inn í draum- kenndan heim þegar gengið er til liðs við slíka hreyfingu. Vandinn hverfur ekki, hann er aðeins frystur um tíma. 29. sept. - 3. okt. 2004 Jazzhátíð 15 tónleikar á fimm dögum :Æs/ & y // ■ Forsala aðgöngumiða hjá Höfuöborgarstofu Aöalstræti 2 www.ReykjavikJazz.com/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.